8.1.2009 | 11:20
Þunglyndislyf og léleg tölfræði
Skríbertinn Ben Goldacre er í miklum metum hjá yðar æruverðugum. Ben skrifa pistla í the Guardian undir yfirskriftinni bad science. Hans sérgrein er að sundra lélegum rökstuðningi og gloppóttri tölfræði hvar sem hann er að finna. Skotmörk hans er bæði sjónvarpsfréttamenn, ljósritunarsinnaðir blaðamenn, snákasölumenn í öllum regnbogans litum og lyfjarisar. Ben hefur bent ítrekað á þá skelfilegu tilhneygingu lyfjarisanna til að birta bara jákvæðar niðurstöður úr lyfjaprófunum. En ef lyfja fyrirtæki prófar 20 lyf, er líklegt að eitt þeirra reynist hafa tölfræðilega marktæk áhrif (bara vegna tilviljunar - þegar miðað er við alfa upp á 0.05). Einnig eru áhrifin oft skelfilega veik, og spurning hvort jákvæðu áhrifin réttlæti hliðarverkanirnar, sem geta oft á tíðum verið ærið skrautlegar (og þjáningarfullar!).
Félagi vor Steindór Erlingson hefur ritað pistil í anda hr. Goldacres um þunglyndislyf og áhrif þeirra. Steindór þjáist af þunglyndi en er einnig ákaflega forvitinn og drífandi einstaklingur. Hann rýnir af fádæma skerpu í líkanið um að seratónín ójafnvægi sé ástæða þunglyndis, og sérstaklega notkun ákveðinna lyfja til að meðhöndla sjúkdóminn. Ef tilgátan um seratónin ójafnvægi er röng, þá er gagnast lyf gegn seratónin búskap ekki til meðhöndlunar. Þessu til stuðnings getur hann nokkura nýrra og eldri heimilda sem sýna fram á að mörg þunglyndislyf hafa ósköp veik ef þá marktæk áhrif sjúklingum til heilsubótar.
Ég hvet alla til að lesa pistillinn sem birtist í fréttablaðinu í dag og er einnig aðgengilegur á heimasíðu Steindórs.
7.1.2009 | 15:13
Stökkbreyting í hemóglóbíni
Ég leitaði upp þessa sögu á Aftenposten og Fiskaren. Samkvæmt þeim eru þetta orð Oivind Andersen, en ég sé engin merki um frumheimildir sem þessar staðhæfingar eru byggðar á. Það er engin ný grein í web of science, það er ekki fyrr á heimasíðu Nofima Marin (http://www.fiskeriforskning.no/) að maður finnur einhverjar haldbærar upplýsingar (tengill á fréttina á norsku er hér). Stundum hvíslast fréttir í gegnum nokkra miðla áður en þær birtast á skjá eða blaði, og alviturt spaghetti skrímslið eitt veit hversu réttar þær eru í lokaflutningi.
Í þessu tilfelli kemur í ljós að hópurinn hefur verið að fylgja eftir breytileika í hemóglóbínum. Aðalmálið er að virkni hemóglóbína, eins og svo margra prótína í frumum, er háð hitastigi. Og ef hitastig sjávar hækkar mjög hratt, á getur það haft afleiðingar fyrir blessaða fiskana og þjóðir sem treysta á þá sem lífsviðurværi.
Annars er ég ekki mjög sleipur í norskunni og get því ekki fylgt röksemdafærslum Anderssens eða Aftenpostens eftir af nauðsynlegri gaumgæfni. Ég sakna samt frumheimildarinnar...vonandi er hún ekki skýrsla á norsku!
![]() |
Gátan um þorskinn leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 10.1.2009 kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.12.2008 | 17:22
Hitatap og hárvöxtur í víðara samhengi
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2008 | 12:20
40 milljón ár án kynæxlunar
Vísindi og fræði | Breytt 19.12.2008 kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó