3.12.2008 | 11:08
Þau reynda að kenna barninu mínu vísindi
Mælir ung og myndarleg móðir sem vefur örmum um ungan son sinn. Margar og skelfilegar ógnir steðja að börnum en engin er jafn hryllileg og vísindin. Hugsið ykkur hvað gerðist ef fólk tryði einungis því sem vísindaleg rök eru fyrir og tryði ekki því sem hafi verið vísindalega afsannað? Heimurinn er á heljarþröm og vísindamennirnir vinna að því allir sem einn að ýta honum fram af. Vísir.is hefur þó gripið til afgerandi aðgerða og lokað á greinaflokk sinn um "vísindi og tækni" á vefsíðunni. Vonandi bera aðrir fjölmiðlar gæfu til að kveða niður þessa óáran áður en brjálaðir vísindamenn finna fleiri hættulegar veirur, skilgreina fleiri sjúkdóma eða lýsa dýrategundum sem deyja út hvort eð er.
Forsíðumyndin "helgarblaðsins" er af vefsíðu lauksins (www.theonion.com). Það er alltaf gott að spegla sig í lauknum.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.11.2008 | 17:25
Galsi og eilíft líf
Er eilíft líf í sjónmáli? spyr Atli Steinn Guðmundsson á vísir.is. Svarið er gáskafullt og sprellfjörugt, en harla innihaldslítið. Atli dregur upp vísindamenn á Spáni, sem hann hirðir ekki um að nafngreina, sem eru að rannsaka litningaenda.
Málið er þannig vaxið að litningar styttast í hvert skipti sem þeir eru eftirmyndaðir. Venjulegar frumur geta bara skipt sér 50-70 sinnum, og upp úr því fer að bera á vandræðum vegna þess að litningaendarnir verða óstöðugir eða að virkni mikilvægra gena fer að raskast. Þetta er semsagt raunverulegt vandamál fyrir frumuna, sem telomerasi leysir úr.
Telomerasi er flóki prótíns og RNA sem bætir við enda litninga. Telomerasi er aðallega virkur í kynfrumumyndun. Því er haldið fram í grein Atla að hægt sé að koma í veg fyrir öldrun með því að virkja telomerasann. Vandamálið er að frumur sem ekki eldast geta orðið að krabbameinsfrumum.
Það að kveikja á telomerasa í öllum frumum einstaklings, myndi því svo gott sem tryggja að viðkomandi fengi krabbamein. Lífverurnar feta því oft einstigi með dauðann á báðar hendur. Myndi fólk vilja lifa nokkur ár í viðbót, í skugga krabbans? Væri ekki skynsamlegra að njóta lífsins aðeins betur...í dag!
Rétt er að geta þess að mbl.is hefur einnig gert sig seka um ónákvæm vinnubrögð í fréttum um frumur (t.d. um telomerasa).
Eftir athugasemd Jóhannesar ákvað ég að bæta inn mynd sem sýnir hvernig eftirmyndun á DNA leiðir til þess að endarnir styttast. RNA vísirinn sem er notaður til að nýmynda er fjarlægður og þá stendur eftir örlítill óeftirmyndaður bútur. Með fleiri skiptingum styttist litningurinn sem því nemur, sem leiðir til vandræða. (Mynd úr Genomes eftir T. A. BROWN, af heimasíðu heilbrigðistofnunar Bandaríkjanna. http://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/bookres.fcgi/genomes/ch13f24.gif)
Vísindi og fræði | Breytt 5.12.2008 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.11.2008 | 10:07
Flott vörn
Vísindi og fræði | Breytt 27.11.2008 kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 12:11
"Um uppruna tegundanna..." gefin út
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó