Leita í fréttum mbl.is

Erfðamengi loðfílsins

Fréttastofa ríkisútvarpsins lýsti því fyrir helgi að erfðamengi loðfílsins hefði verið raðgreint. Reyndar var loðfíllinn kallaður Mammút af fréttastof ríkisútvarpsins, en þar sem tegundin er útdauð er ekki von á gagnaðgerðum af hennar hálfu (vinafélag loðfíla og loðpelsaeiganda hefur ekki gefið út yfirlýsingu um málið, en láta líklega verkin tala).

Loðfílar (Mammuthus primigenius) liðu undur lok í kjölfar síðustu ísaldar fyrir um 10.000 árum, og hafa löngum heillað vegna stærðar sinnar og ásýndar. Umrædd greining á erfðamengi þeirra af nokkrum bandarískum, rússneskum og evrópskum hópum leiddi í ljós að loðfílar voru náskyldir afrískum fílum. Að meðaltali liggur munur á próteinum þeirra í einni amínósýru (prótín eru oftast 100 til 1000 amínósýrur, þannig að munurinn er 0,1 til 1%).

Mikið af fréttaflutningnum í kjölfarið hefur fjallað um möguleikann á að endurreisa loðfílinn. Sá möguleiki er fjarstæðukenndur, af nokkrum ástæðum. Ólíklegt er að nokkur kjarni í loðfíl sé nægilega heillegur til að framkvæma klónun með kjarnaflutning (eins og íað var að í frétt RÚV). Í annan stað eru aðferðir til nýmyndunar á erfðaefni enn mjög takmarkaðar, og því ólíklegt að við getum smíðað heila litninga. Skásta leiðin væri að breyta núverandi fíl í loðfíl, með því að breyta þeim 400.000+ bösum eru mismunandi á milli tegundanna. Einfalt á teikniborði en annað í framkvæmd.

Vísindin sýna okkur takmarkanir þekkingarinnar og gera okkur kleift að skilja milli draumóra og veruleika. Sumir vísindamenn sjá sér hag í því að ræða draumóra sem vísindalega möguleika. Skemmtanagildið er stundum ótvírætt en ef slík moldviðri leiða til óraunverulegra væntinga eru þau fræðunum til ógagns.

Ítarefni:

Miller W, Drautz DI, Ratan A, Pusey B, Qi J, Lesk AM, Tomsho LP, Packard MD, Zhao F, Sher A, Tikhonov A, Raney B, Patterson N, Lindblad-Toh K, Lander ES, Knight JR, Irzyk GP, Fredrikson KM, Harkins TT, Sheridan S, Pringle T, Schuster SC. Sequencing the nuclear genome of the extinct woolly mammoth. Nature. 2008 Nov 20;456(7220):387-390. (ágrip á ensku)

Nicolas Wade í New York Times Regenerating a Mammoth for $10 Million.

Ian Sample í the Guardian Hair from frozen carcasses used to reconstruct woolly mammoth's genome.


Öldrun orma og vanþróaðari dýra

Líffræðingar hafa sýnt að sömu ferli hafa áhrif á öldrun í flugum, ormum og mönnum. Líklegt er að þessi ferli séu einnig mikilvæg fyrir öldrun í öðrum dýrum, jafnvel þeim nær fullkomnustu liðorma, svampa og volvox.

Atli Steinn Guðmundsson kynnir nýlega rannsókn Simon Melov og félaga á öldrun undir fyrirsögninni Reiknar raunaldur með aðstoð orma á visir.is. Melov starfar við Buck stofnunina í öldrunarrannsóknum hefur krufið öldrun í þráðorminum Chaenorhabditis elegans og birti nýlega grein í Aging cell.

Melov og félagar skoðuðu genatjáningu í misgömlum ormum. Genatjáningu er hægt að skoða með því að mæla mRNA sem er myndað frá hverju geni. Í þessu tilfelli skoðuðu þau öll 19000 gen ormsins og sáu að tjáning á ákveðnum genum sýndi sterka fylgni við öldrun viðkomandi dýra. Það eru hinir "erfðafræðilegu þættir" sem Atli ræðir um, en samt er rétt að átta sig á að tjáning gena er ekki bara stýrt af erfðum, heldur hefur umhverfi (og tilviljun!) heilmikið að segja. Það verður viðfangsefni sér pistils, með myndum af Berberum og genatjáningu. Fyrst þarf ég þó að klára bókhald...jibbí.

Annars er sorglegt að sjá að tækni og vísindi vanrækt á visir.is síðunni, þau eru ekki lengur sýnileg á forsíðunni sem sér dálkur (einungis undir lykilorðunum efst). Vísindunum er fórnað fyrst í kreppunni. Nýsköpun í formi slúðurblaða mun gera Ísland að efnahagslegu stórveldi.

Ítarefni:Age-related behaviors have distinct transcriptional profiles in C.elegans (p ) Tamara R. Golden, Alan Hubbard, Caroline Dando, Michael A. Herren, Simon Melov Sep 5 2008 Aging cell.

Grein á Healthday.com.

 


Kalt blóð á skjá og bók

Síðustu þrjú mánudagskvöld hefur ríkt hátíðarstemming á heimili voru þegar fjölskyldan safnast saman til að fylgjast með þætti David Attenboroughs um froskdýr, skriðdýr og slöngur. Líf með köldu blóði er nýjasta þáttaröð sjónvarpsmannsins, sem áður gerði...

Hrein fegurð tilviljunar

Munur á milli einstaklinga er lykilatriði í þróunarkenningunni. Sá hluti breytileikans sem erfist skiptir öllu máli. En eins og við vitum hafa bæði umhverfi og tilviljun einng áhrif á breytileika, jafnt í hæð og andlegu ástandi húsflugna. Tilviljun getur...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband