Leita í fréttum mbl.is

Nafnið á bakvið genið

Sköpunargleði er mannfólki í blóð borin, líka þeim sem stunda vísindi. Rannsóknir byggja á góðaum tilgátum, sem liggja nefnilega ekki á lausu. Að auki þarf snjallar leiðir til að prófa tilgátur og sérstaklega til að geta greint á milli tveggja útskýringa á einhverju fyrirbæri. Vísindamenn finna sköpunargleði sína líka annan farveg, t.d. liggja gen vel við höggi erfðafræðinga. Altítt er að erfðafræðingar gefi genum nöfn út frá svipgerð eða galla sem fram kemur þegar gen stökkbreytist. T.d. skýrði Morgan fyrsta gen sitt white af því að augu flugunnar hættu að vera rauð þegar genið stökkbreyttist. Nokkur af mínum uppáhalds genum úr ávaxtaflugum eru:

cheap date verða fullar af engu,  aðalmarkmiðið með stefnumóti er að drekka ekki satt?

disco   afleiðing eru liðamótalausir fætur með viðeigandi sprikli (nafnið er reyndar stytting á disconnected, en það er smáatriði)

doublesex   viðkomandi verður tvíkynja, með öllum þeim kostum sem því fylgir!

reaper, grim, sickle     tengjast öll dauða...reyndar stýrðum frumudauða sem er bráðnauðsynlegur (án hans værum við með sundfit)                        

lunatic fringe    reyndar er nafnið svipgerðinni flottari,  genið tengist þroskun t.d. myndun taugavefs (hver þarf svo sem á taugum að halda...)

Ég lærði nokkur af þessum nöfnum þegar ég fór í líffræði við Háskóla Íslands, en fleiri með því að vinna við ávaxtaflugur í doktorsnáminu. Vefsíðan Clever gene names heldur utan um nokkur góð genanöfn.

Stefnumót við rostung

Spurði Albin einhverntíman, "hvað myndir þú gera ef" 900 kílóa rostungur kemur hlaupandi til þín? Persónur Ulf Löfgrens höfðu alltaf ævintýraleg ráð á takteinum.  Natalie Angier þáði ráð frá  Ronald J. Schusterman  við Californíu háskóla í Santa Cruz (fullt af myndum á akademísku heimasíðunni, undir the animals). Myndin hér að neðan er af síðu New York Times.

Ronald ráðlagði henni að láta þá ekki ýta sér til hliðar...aha!

Í hreint dásamlegum pistli í New York Times rekur Natalie sitt fyrsta stefnumót við rostung, og kynnir okkur fyrir líffræði þeirra og þróunarlegu sérstöðu. Í ljós kemur að andlit þeirra eru ákaflega næm, t.d. finnst þeim dáldið eins og litlum börnum gott að láta blása framan í sig. Einnig eru veiðihárin bæði skynfæri og lúta af stjórn, eins og Dr. Reichmuth lýsir.

"ef þú setur fiskögn á veiðihárin fjærst munninum, bifast hárin og flytja ögnina yfir snjáldrið og upp í munninn"

á upprunalegri ensku:

“that if you drop a little piece of fish on the whiskers away from the mouth, they can walk it along the whiskers, across the muzzle and into the mouth.”

Ég skora á fólk að kíkja á grein Angiers og njóta lystisemdana, þótt illa hærð við séum í andliti. 


Lauklykt af erfðabreyttum tómat?

Greint var frá því í lauknum ( the Onion ) að vísindalega útlítandi menn hefðu erfðabreytt tómat, og gert hann þannig dýrari í sölu (e. Tomato Genetically Modified To Be More Expensive). þessi bylting gerir bændum kleift að selja afurðir sínar dýrar en...

Mbl.is á mjólkurdufti

Minni er hluti af greind. Hvað á maður að halda þegar mbl.is birtir sömu fréttina ( Áhrif brjóstamjólkur á greind barna ) tvisvar sama mánuðinn? Les starfsfólk mbl.is ekki sitt eigið blað? Eru ritstjórarnir minnislausir? Heldur starfsfólk mbl.is að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband