20.2.2016 | 13:49
Þroskun og erfðafræði Þingvallableikjunnar
Áberandi er að í íslenskum vötnum hafa ólíkir bleikjustofnar þróast hratt frá lokum síðustu ísaldar. Það sem forvitnilegra er að þróunin virðist vera svipuð í mismunandi vötnum, t.d. myndast dvergar í mörgum ferskvatnslindum. Í því verkefni er þessi náttúrulegi breytileiki í íslenskum bleikjustofnum notaður til samanburðarrannsókna, sem lýsa má sem nokkurskonar náttúrulegri tilraun í samhliða þróun (parallel evolution).
Þingvallableikjur hafa verið rannsakaðar um áratugaskeið. Í vatninu er fjögur afbrigði af bleikjum, sem hafa þróast þar síðan síðustu ísöld lauk. Sem er merkilegt því munurinn er ansi afgerandi á afbrigðunum, þó að einungis 10.000 ár séu liðin. Í dag eru bleikjurnar einangraðar í vatninu, og ganga ekki til sjávar eins og venjulegar bleikjur.
Síðustu 6 ár hefur hópur við Háskóla Íslands rannsakað þroskunarfræði bleikjunnar, með það að markmiðið a kanna rætur útlitsbreytileikans.
Helstu spurningarnar eru:
Hvenær er greinanlegur munur á þroskun bleikjuafbrigðanna?
Hvaða gen og boðkerfi liggja að baki muninum í formi höfuðs og kjálkabeina bleikjuafbrigðanna?
Hvaða gen tengjast ólíkum vaxtarformum?
Hvaða gen og ferli eru erfðafræðilega ólík milli bleikjuafbrigðanna?
Næsta fimmtudag mun Íranskur doktorsnemi, Ehsan P. Ahi verja ritgerð sína um þetta efni.
Myndin er af höfuðbeinum bleikju, stuttu eftir klak seiðis úr egginu.
19.2.2016 | 17:20
Tímamótasamningur og flutningur íþróttafræði til Reykjavíkur
Það er forvitnilegt að sjá samhengið í fjárveitingu ríkisstjórnarinnar.
Nýr búvörusamningur er undirrituaður, sem eykur greiðslu til bænda um 900 milljónir á ári.
Á sama tíma eru hækka framlög til landspítala og háskóla um smáræði, í fjárlögum fyrir árið 2016. Hækkanirnar ná ekki einu sinni að dekka launasamninga, sem ríkið sjálft undirritaði í fyrra. Þannig að HÍ t.d. þarf að kenna sama fjölda nemenda fyrir næstum sama pening, en samt borga kennurunum hærri laun. Eitthvað þarf undan að láta.
Síðan er umhverfisráðherra gáttaður á því að HÍ þurfi að færa íþróttafræðinám frá Laugavatni til Reykjavíkur, og talar um að Háskóli Íslands standi ekki undir nafni.
Ef svo er þá er ábyrgðin fjárveitingavaldins og ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þeim er i lófa lagið að styðja almennilega við HÍ, til að hann geti starfað um byggðir landsins og stuðlað að samfélagslegum og fjárhagsleum framförum.
Háskóli Íslands og Landsspítalinn hafa lent undir því þingmenn setja kjördæmi ofar grundvallaratriðum. Því þurfum við að breyta með samsetningu næsta þings.
![]() |
Tímamótasamningar við bændur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2016 | 10:54
Málþing um háskólamál á vegum Vísindafélags Íslendinga 26. feb.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2016 | 10:18
Kerfisbundinn launamunur fræðagreina og kynja við opinbera háskóla
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó