Leita í fréttum mbl.is

Óeðlileg hvatakerfi í vísindum

Afrakstur vísinda er þekking, aðferðir og lausnir á vandamálum. En hvernig er best að mæla þekkingu, aðferðir eða lausnir?

Staðreynd málsins er að það er mjög erfitt, og sérstaklega að bera saman milli fræðasviða.

Hvernig ber maður saman merkilega nýja þekkingu á sögu Íslands, og framfarir í stofnfrumufræðum?

Samt sem áður telur Háskóli Íslands að það sé hægt að gera þetta með einföldu baunatalninug.

Greinar eru miðill vísinda

Rétt eins og bíó er miðill kvikmyndagerðamanna, eru ritrýndar greinar miðill vísinda. Vísindamenn koma niðurstöðum sínum á framfæri og skiptast á upplýsingum í þessum greinum. Því ákváðu bókhaldarar að sniðugt væri að telja bara greinar sem vísindamenn birta, og gefa þeim meiri pening (laun, styrki, ferðasjóð) sem birtu fleiri greinar.

Reyndar deila bókhaldararnir sök með vísindasamfélaginu, sem hefur um áratuga skeið snobbað fyrir fjölda greina og sérstaklega greinum í því sem talin eru virt tímarit (Science, Nature, Cell og PNAS). Vísindamenn fjármagna rannsóknir sínar með styrkjum úr samkeppnissjóðum, og oft er það þannig að ómögulegt er að fá styrki nema maður hafi birt mikið og vel. Hugmynd sjóðanna er að þeir vilja ekki styrkja verkefni sem litlar líkur eru á að klárist eða verði gefin út. En því samkeppnin er svo mikil, að einungis 2-10% umsókna hljóta brautargengi, þá myndast óeðlilegur hvati til að birta mikið og í "virtum" tímaritum.

Slæmar hliðarverkanir

Baunatalningkerfi Háskóla Íslands leggur að jöfnu ólíkar fræðigreinar og rannsóknir, og hefur slæmar aukaverkanir. Vísindamönnum er mismunað eftir því hvað þeir rannsaka - það eru hömlur á vísindalegu frelsi. Kerfið hvetur vísindamenn til að sækja í auðveld vísindi frekar en krefjandi (til að vera vissir um að geta birt). Það hvetur þá til að búta rannsóknir niður í litlar greinar, til að auka fjöldann, oft á kostnað gæða. Verst er að kerfi sem þessi ýta undir oftúlkun á ófullkomnum gögnum, eða í alvarlegustu tilfellum hreint svindl. En fjárhagsleg framtíð rannsókna veltur oft á því að vísindamenn birti vel, og þá er komin mikil pressa til þess að hnika til staðreyndum.

Það virðist einmitt hafa verið málið í hinu athyglisverða máli barkalæknisins Paolo Macchiarini á Karólinskasjúkrahúsinu, sem töluvert hefur verið fjallað um á Rúv. Nú um helgina var frétt á Rúv, þar sem rætt var við Halldór Bjarka Einarsson lækni í Árósum, þar sem hann talar einmitt um þessa óeðlilegu hvata í kerfinu (Mikil fjárhagsleg pressa á vísindamönnum). Hann segir m.a.

Staðreyndin er sú að mikil óbein pressa hvílir á vísindamönnum að birta greinar fljótt og í stórum stíl því það veitir viðurkenningu og aðgang að fjármagni. Eins og hefur komið fram í máli Macchiarinis þá hefur hann haft fjárhagslegra hagsmuna að gæta  í gegnum bandaríska framleiðandann á plastbarkanum....

Það er svo rosalega mikið af umsóknum og rannsóknarstyrktaraðilar hafa kannski ekki bolmagn til að lesa umsóknir alveg niður í kjölinn til að sjá hvað verkefnið hefur gengið út á í smáatriðum, hver er uppfinningin og hvert er vægi hennar og svo framvegis. Mér finnst það hafa ákveðið upplýsingalegt gildi fyrir samfélagið að fjárstreymið til vísinda nær heldur til manna með mikinn fjölda vísindagreina að baki í stað þeirra með fáar greinar. Og stundum finnst manni eins og hlutirnirnir séu farnir að snúast um annað en uppfinningar. Líkt og innihald fárra greina sé farið að falla í skuggann fyrir tilvísun í einhvern fjölda greina á ferilsskrá.

Þetta er sérstakt umhugsunarefni, þegar sífellt er verið að kalla eftir samkurli Háskóla og fyrirtækja, með það að markmiði að skapa nýjar vörur og störf. Of náið samband getur nefnilega leitt til þess að markaðsgildið trompi það vísindalega, og að slopparnir verði notaðir til að selja 21. aldar snákaolíur.

Greinar okkar Péturs um Hvatakerfi háskóla.

Gallað vinnumatskerfi HÍ vinnur gegn gæðum vísinda birtist í Fréttablaðinu og á Vísir.is þann 29. mars 2014.

Notagildi menntunar og lífsbarátta Háskóla Íslands Fréttablaðið 10. október 2013


Stofnfundur Félags kvenna í vísindum 11. febrúar

Eftirfarandi tilkynning barst mér í pósti. Framtakið er lofsvert og vonandi verður þetta öflugt og virkt félag.

Stofnfundur Félags kvenna í vísindum fer fram þann 11. febrúar 2016 kl. 17 í
Tjarnarsal Íslenskrar Erfðagreiningar, Sturlugötu 8.
Dagskrá
17.00 Kosning fundarstjóra
17.05 Konur í vísindum, er þörf á félagi? - Þorgerður Einarsdóttir prófessor í
kynjafræði
17.20 Reynsla Félags kvenna í atvinnulífinu FKA af samtökunum - Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir formaður FKA
17.30 Stofnun félagsins Konur í tónlist Kítón – Védís Hervör Árnadóttir formaður
Kítón og Lára Rúnarsdóttir varaformaður Kítón
17.40 Markmið félagsins - umræður
18.00 Kosning bráðabirgðastjórnar
18.10 Fyrirhugaður aðalfundur

Félagið er hugsað sem vettvangur fyrir konur í vísindum til að hittast, mynda og
efla tengsl sín á milli. Þá er sérstaklega verið að horfa til þess félagið geti stuðlað að því að konur í vísindum myndi sterk og varanleg stuðnings- og tengslanet en
skortur á þeim er talin vera ein af orsökum kynjahalla í vísindum. Allar konur sem
stunda rannsóknir á öllum fræðasviðum eða koma að vísindavinnu í einhverri mynd
eru velkomnar, hvort sem þær vinna innan veggja háskólanna, í rannsóknastofnunum,
akademíum eða úti í fyrirtækjum.


Nánari upplýsingar veita Auður Magnúsdóttir, audur.77@gmail.com, s. 6641806,
Þorgerður Einarsdóttir, thorgerdur9@gmail.com, síma 6596725


Pörunarþjónusta fyrir laxfiska

Eigendur hunda velta stundum fyrir sér hvernig maki henti hundinum þeirra. Þá er oftast verið að hugsa um hreinræktun á afbrigðum, sem hafa æskileg einkenni eða fjárhagslegt gildi. Sjaldgæfara er að eigendur fiska, skraut, gull eða laxa, velti slíku...

Kæri jólasveinn/þingmaður, mig langar í náttúruminjasafn í jólagjöf

Meðan við bjuggum í Chicago höfðum við það fyrir hefð að fara í vísinda og tæknisafnið á aðfangadagsmorgun. Safnið var opið til 16 og yfirleitt frekar rólegt þennan dag. Safnið er allt hið glæsilegasta, þar má kanna krafta náttúrunnar og undur tækni....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband