Leita í fréttum mbl.is

Ráðgáta lífsins á prenti

radgata_frontur-120x180.jpgHver er mesta ráðgáta lífsins? Er það vitundin, uppruni lífsins, þróun nýrra tegunda eða undur frumunnar? 

Guðmundur Eggertsson, prófessor emeritus við HÍ, sameindaerfðafræðingur af guðs náð, hefur ritað snotra bók um ráðgátur lífsins, sem Bjartur gefur út. Í lýsingu á vefsíðu Bjarts segir.

Lífið á jörðinni á sér langa sögu en uppruni þess er enn mikil ráðgáta. Stóraukin þekking á innri gerð og starfsemi lífvera hefur ekki megnað að auka skilning á uppruna þeirra. Margvíslegar tilgátur um uppruna lífs hafa verið settar fram en um enga þeirra er einhugur. Jafnframt hefur reynst torvelt að svara spurningunni um eðli lífsins á sannfærandi hátt. Enn síður er til vísindaleg skýring á því að til skuli vera lífverur sem geta spurt spurninga um tilveru sína og uppruna.

Í þessari bók segir annars vegar frá upphafi sameindalíffræðinnar og merkum uppgötvunum sem lögðu grundvöllinn að nútímalíffræði. Hins vegar er fjallað um uppruna lífs og helstu tilraunir til að gera grein fyrir honum. Loks beinist umræðan að eðli lífsins og að meðvituðu lífi.

Dr. Guðmundur Eggertsson var um árabil prófessor í líffræði við Háskóla Íslands og vann að rannsóknum á sviði sameindaerfðafræði. Fjöldi greina eftir Guðmund hafa birst í íslenskum og erlendum tímaritum. Guðmundur er höfundur bókanna Líf af lífi: Gen, erfðir og erfðatækni og Leitin að uppruna lífs, líf á jörð, líf í alheimi

Ég er nýbyrjaður að lesa bókina og hún fer vel af stað. Stíll Guðmundar er aðdáunarverður og viðfangsefnið heillandi. Hann byrjar á að ræða sögu gensins og upphaf sameindaerfðafræðinnar. Segir meira frá bókinni eftir því sem lestrinum vindur fram.

Vafasamur heiður, elstir við útskrift í OECD

Nýleg samantekt frá OECD sýnir að við útskrift bendir til að meðalaldur íslenskra háskólanema sá hæsti sem þekkist.

Samkvæmt skýrslunni eru Íslenskir háskólanemar að meðaltali 30.7 ára gamlir við útskrift.

Brasilía, Svíþjóð og Ísrael koma í næstu sætum, í öllum tilfellum er meðalaldurinn hærri en 29 ár.

Reyndar er ég ekki alveg viss um þessar tölur, fyrst hélt ég að þetta væri aldur fólks sem klárar framhaldsnám frá háskólum hérlendis. En tölurnar segja "graduates" en þegar neðri hluti kúrfunnar eru skoðaður, þá eru nemar í Belgíu að klára rúmlega 22 ára. Það er ekki mögulegt að þeir séu að klára doktorspróf á þeim tíma, líklegra er að meðal BS nemi þeirra sé svo ungur.

Sjálfur er ég vitlausu neðan við meðaltalið, ég var 24 ára þegar ég kláraði BS próf og 32 þegar ég varði doktorsritgerðina mína.

Góðu fréttirnar eru þær að frekar lágt hlutfall okkar háskólamenntaða fólks er atvinnulaust.

Sjá nánar í grein eftir George Arnett í The guardian, 9 september 2014 Iceland - the home of the developed world's oldest graduates.

Leiðrétting:

Í fyrstu útgáfu hélt ég að um doktorsnema væri að ræða, en fréttin fjallar (að því að ég best held) um þá sem klára háskólapróf á BS stigi. Titill var uppfærður í samræmi við þetta.


Kerfi efnaskipta mannsins

Haldin verður fundur um ERC verkefni sem unnið hefur verið að á kerfislíffræðisetri HÍ undanfarin ár, núna á föstudaginn. Tilkynningin birtist hér að neðan. Systems Biology of Human Metabolism Föstudaginn 12. september 2014, Hátíðarsalur 13:15-16:00 Í...

Þróun plöntuerfðamengja könnuð með næstu kynslóðar raðgreingartækni

Málstofa Lífvísindaseturs verður haldin fimmtudaginn 11. september kl. 12:00-12:40 í stofu 343 í Læknagarði Dr. Sæmundur Sveinsson nýdoktor og sérfræðingur við byggkynbætur við Landbúnaðarháskóla Íslands mun fjalla um doktorsverkefni sitt við...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband