26.5.2014 | 18:36
Tengsl á milli smjörklípa og gæða dagblaða?
Tyler Vigen er snillingur. Hann fann fullt af mjög sterkum samböndum risastóru gagnasetti.
Og hann sýnir að fylgni sannar ekki orsök.
Þúsundir tölfræðinga og vísindamanna hafa reynt að útskýra þetta fyrir fólki í rúmlega heila öld, en að mestu án árangurs.
Máli mínu til stuðnings fylgir mynd af bænabeiðu (praying mantis)...þ.e.a.s. ekkert orsaka samband er milli fjölda bænabeiða og fingra.
Við erum ótrúleg fljót að sjá mynstur milli furðulegra hluta, og jafnvel trúa því að um orsakasamband sé að ræða. Hvernig í ósköpunum haldið þið að hoppiskopp og tiktúrur töfralæknanna hafi komið til. Og helgisiðasamsull skipulagðra trúarbragða? (Trúlega er það trúlegi heilinn)
Altént, Tyler er nýja goðið mitt. Ef ég fer með nokkrar Tylerbænir og færi fórnir þá gengur næsta tilraun ...
Ég mæli eindregið með myndböndum Ze Frank sem kallast True facts (t.d. True Facts About The Dung Beetle) - nokkurn veginn Attenborough stappfullur af húmor og The Allium
Software engineer develops app thats pretty much the same as all the other apps
Local software engineer, David Brightman (38) sat down with us Monday to tell us the remarkable story behind how he developed a revolutionary new app that mostly does stuff that all the other apps do too.
Scientists Close to Making Matter from Flour, Eggs and Milk
Scientists have reported today that they are tantalisingly close to making matter from flour, eggs and milk. We are pretty sure we can make some matter from these ordinary household items, said lead scientist Dr. Chris Cross.
Inter-faith marriage: Bayesian and Frequentist tie the knot
Noted Yale Bayesian Dr. Cal Culus and Harvard frequentist Dr. Poly Nomial got married Friday at what some friends said was probably, or indeed quite likely, an intimate ceremony.
![]() |
Tengsl milli smjörlíkisneyslu og skilnaða? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2014 | 13:54
Hráefni fyrir vísindi og velferð
Fræðimenn og vísindamenn eru drifnir áfram af forvitni, en þurfa gott umhverfi til að geta náð árangri. Þeir þurfa að fá aðstöðu og örvandi umhverfi, tækifæri til að kenna og sækja vísindafundi. Og þeir þurfa fjármagn til að framkvæma rannsóknirnar, hvort sem það eru talningar á fuglum í björgum, mælingar á þenslu kvikuhólfa, greining á félagslegum áhrifum snjallsíma eða greiningar á virkni gena sem stýra þroskun.
Hérlendis hefur fjármögnun vísinda verið í skötulíki. Miðað við aðrar vesturlandaþjóðir verjum við lítilli prósentu ríkisútgjalda til samkeppnissjóða. Samkeppnisjóðirnir styrkja verkefni í grunnrannsóknum en einnig til tækniþróunar. Sjóðirnir hafa rýrnað undanfarin ár því þeir hafa staðið í stað í krónutölu, þeir voru auknir í gegnum veiðigjald og skornir aftur þegar ný stjórn tók við (síðasta haust).
Blessunarlega virðist ríkistjórnin hafa skipt um skoðun, miðað við fréttir af aðgerðaráætlun Vísinda og tækniráðs, og loforðum forsætisráðherra.
Aðgerðaráætlunin útlistar 21 atriði sem eiga að bæta umgjörð og afrakstur vísinda og nýsköpunar hérlendis. Eins og við ræddum í gærkvöldi þá er mikil áhersla á að skapa störf og bæta tengsl við atvinnulífið. Það á að hvetja atvinnulífið til þess að leggja 5 milljarða í rannsóknir, yfir tveggja ára tímabil. Hugmyndin er að nota skattkerfið til að hvetja til fjárfestinga í nýsköpun. Það er lofsvert markmið, en því skal haldið til haga að velferðin er ekki bara tengd peningum, heldur einnig upplýstu, gagnrýnu og samheldnu þjóðfélagi. Slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur þarf góða menntun, fjölmiðla, áhugamannafélög og ríkisstofnanir.
Í áætluninni eru einnig atriði um sameiningu mennta og rannsóknarstofnanna, og að fjármögnun þeirra komi að stærra leyti úr samkeppnissjóðum.
Margt í þessu er mjög jákvætt, en það má ekki gleymast að mörg vandamá íslenska rannsókna og menntakerfisins eru tengd aldarlöngu fjársvelti og brengluðum kerfum (eins og t.d. vinnumatskerfi opinberu háskólanna).
Þessari nýju áætlun bera að fagna, og við vonum að framkvæmdin gangi eins vel og hægt er.
Ítarefni:
Arnar Pálsson | 22. maí 2013 Verða framlög til vísinda og nýsköpunar efld verulega?
Lesa má aðgerðaáætlunina í heild hér.
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/vt/2014-5-22-stefna-adgerda-vt.pdf
Arnar Pálsson og Pétur H. Petersen | 31. mars 2014 Gallað vinnumatskerfi HÍ vinnur gegn gæðum vísinda
Arnar Pálsson og Pétur H. Petersen | 18. desember 2013 Öflugir samkeppnissjóðir eru nauðsynlegir fyrir nýsköpun
![]() |
2,8 milljarðar í nýsköpun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2014 | 23:35
Verða framlög til vísinda og nýsköpunar efld verulega?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2014 | 15:47
og mýs sem elska að hlaupa
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó