21.5.2014 | 13:13
Vísindi eins og við stundum þau
Afburða popplag með hljómsveitinni Talk Talk heiti Life is what you make it. Laglínan er leiftrandi en lagið sveiflast samt á milli hófstillts trega og einlægrar bjartsýni.
Ég held því ekki fram að við getum stundað vísindi eins og okkur sýnist. Vísindi eru íhaldsamt fyrirbæri, sem byggjast á reglum og hefðum. Við verðum að nota aðferð vísinda af mikilli kostgæfni og samviskusemi. Við verðum að greina gögnin af heiðarleika, setja fram niðurstöður í samhengi við bestu fáanlegu þekkingu og taka þátt í umræðu um hugmyndir, tilgátur og niðurstöður af háttvísi og heillindum.
Ég vildi frekar fjalla um umgjörð og væntingar fólks til vísinda. Kjarninn liggur e.t.v. í tveimur spurningum.
Hvað viljum við sem samfélag gera með vísindin?
Hvers væntum við sem samfélag frá vísindum?
Reynum fyrst að svara seinni spurningunni. Francis Bacon lagði áherslu á að vísindi eigi að bæta líðan og líf manna. Vísindin eru ekki bara til að seðja forvitni útvalinna (þótt það viðurkennist að forvitnir vísindamenn ganga fyrir mjög öflugu drifi) heldur þjóna mannlegu samfélagi. Vísindaleg þekking eigi að vera til hagnýtingar fyrir fólk, lönd og heiminn. Hún á að nýtast til að berjast við farsóttir, yfirstíga vandamál og bæta líðan fólks, óháð stétt eða stöðu. Nútildags telja nær allir vísindamenn sig stefna að þessu marki, þótt sumir kjósi vissulega að vinna sín verk innan fyrirtækja, sem búa til störf eða eitthvað ámóta sem hagnast fólki, þjóð og hluthöfum.
En hvað vill samfélagið gera við vísindin?
Fyrir 150 árum voru vísindi áhugamál ríkra manna eða kennara við örfáa skóla í Evrópu og Ameríku. Uppsöfnuð þekking mannkyns á lögmálum eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði og líffræði fyllti nokkur hundruð bækur. Við vorum með takmarkaðan skilning á byggingu samfélaga, efnahagsmálum, sögu þjóða eða trúarbragða, eiginleikum mannsandans og stöðu okkar í óravíddum heimsins.
Þessir áhugamenn, oft kallaðir náttúruguðfræðingar, uppgötvuðu stórkostlega hluti. En þeir áttuðu sig líka á því hve umgjörð vísinda var rýr. Náttúrufræðingarnir og aðrir fræðimenn stofnuðu með sér félög, til að kynna niðurstöður, bæta upplýsingaflæði og leggja sameiginlegar línur. Þeir tóku sig líka til og rökstuddu mikilvægi vísinda almennt, og sérstakra verkefna, fyrir ráðamönnum.
Charles Babbage sem við fjölluðum um fyrir skemmstu, fékk t.d. dágóðar summur frá Breska ríkinu til að búa til fyrstu sjálfvirku reiknivélina. Vinur hans William Whewell, skipulagði mælingar á flóði og fjöru yfir stóran hluta Evrópu og Atlantshafs. Það verkefni var bæði fræðilega forvitnilegt og lífsnauðsynlegt því marga skipskaða mátti rekja til vanþekkingar á sjávarföllum.
Þeir félagar trúðu einlæglega á heimspeki F. Bacons, um að vísindin ættu að þjóna fólkinu. Babbage sagði t.d. að þeir ættu að gera sitt besta til að skilja heiminn eftir vísari en hann var þegar þeir fundu hann (do their best to leave the world wiser than they found it).
Það er ekki mín ætlan að svara spurningunni hér að ofan. Frekar að kynna hinn almenna borgara fyrir grunngildum vísinda og uppruna skipulagsins sem nú er við lýði. Og við félaga mína í fræða og vísindasamfélaginu vil ég leggja sömu áherslur. Vísindin, umgjörð þeirra og afleiðingar eru á okkar ábyrgð. Reynum að sinna öllum þessum verkefnum af alúð og samviskusemi.
Ítarefni:
Tölvur og ljómandi flott veisla
Philosophical Breakfast Club | Laura J. Snyder
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2014 | 15:06
Nafnlaus börn kortleggja sögu Ameríku
Mannfræðingar og erfðafræðingar hafa lokið upp leyndarmálum um sögu mannkyns. Með því að greina leifar fólks í jarðlögum, meta aldur beina, mannvistarleifa og jarðlaga, er hægt að kortleggja útbreiðslu forfeðra okkar um álfurnar og eyjarnar.
Með sameindaerfðafræði er hægt að raðgreina erfðaefni úr beinum, ef þau eru nægilega ung og ekki skemmd. Þannig var hægt að raðgreina erfðamengi Neanderdalsmanna og Clovis drengsins, sem við fjölluðum um í febrúar. Úr þeim pistli:
---------------------
Nafnlaus drengur kortleggur sögu Ameríku
[Nýlega] bárust fréttir af niðurstöðum stórrar rannsóknar Eske Willerslev við Kaupmannahafnarháskóla og samstarfsmanna hans, sem varpa ljósi á sögu Ameríkubúa.
Forsagan er sú að fyrir rúmum 50 árum fannst bein á Anzick landareigninni í Montana. Beinið fannst á sama stað og sérlega vandaðir steinoddar, sem kenndir eru við Clovis-menninguna. Clovis menningin er forvitnileg fyrir sögu Ameríku, því þar fundust fyrst háþróaðir spjótsoddar, sem hægt var að festa á kastspjót. Gripirnir eru um 13.000 ára gamlir, og finnast vítt og breitt um N. Ameríku. Í eldri jarðlögum finnast engar menjar um menn eða verkfæri. Því er talið að Clovis menn hafi verið fyrstu landnemarnir í Ameríku. Einnig hefur því verið haldið fram að Clovis fólkið hafi veitt og útrýmt mörgum stórum landdýrum sem fyrir voru í Ameríku (t.d. stórum letidýrum, amerískum hestum og sverðtígrinum).
Ýmsar hugmyndir voru um uppruna Clovis fólksins, t.d. að það hefði komið frá Síberíu yfir Beringseiðið, eða jafnvel frá Eyjaálfu eða Evrópu.
Raðgreining á DNA í Anzick beininu sýnir hins vegar að drengurinn er náskyldur núverandi íbúum Ameríku. Sérstaklega er mikill skyldleiki við ættbálka í S. Ameríku en einnig við frumbyggja N. Ameríku og austurhluta Síberíu. Gögnin duga ekki til að skera úr um hvort að Ameríka var byggð af einni holskeflu, eða hvort fleiri bylgjur fólks hafi numið þar land.
---------------------
Erfðafræði til að greina sögu og staðfesta fordóma
Vísindablaðamaðurinn Nicholas Wade við New York Times gaf nýlega út bókina A Troublesome Inheritance (Vandræðalegur arfur?). Þar fjallar hann um framfarir í erfðafræði og rannsóknum á sögu mannsins. Hann segir að nú séum við tilbúin að greina erfðaþættina sem útskýri greind og félagslega færni. Og hann er nokkuð viss um að greind og félagslegir eiginleikar séu mismunandi á milli kynþátta. Reyndar hefur hann engin gögn til að styðja mál sitt, en samkvæmt ritdómi þá leggur hann upp í skáldaleiðangur mikinn til að undirbyggja hugmyndir sínar. Hann segir t.d.
slight evolutionary differences in social behavior underlie social and cultural differences. A small but consistent divergence in a racial groups tendency to trust outsiders and therefore to accept central rather than tribal authority could explain much of the difference between tribal and modern societies
Síðan heldur hann því fram að landafundirnir og nýlenduveldin hafi verið bein afleiðing þess að við vesturlandabúar værum þróunarlega greindari en hinir. Þetta eru fordómar og kynþáttahatur í nýjum fötum.
Stofnerfðafræðingar hafa hakkað röksemdir hans í sig og Arthur Allen, sem ritaði dóm fyrir NY Times var alls ekki hrifinn:
When it comes to his leitmotif the need for scientists to drop politically correct attitudes toward race Mr. Wade displays surprisingly sanguine assumptions about the ability of science to generate facts free from the cultural mesh of its times. He argues that because the word racism did not appear in the Oxford English Dictionary until 1910, racism is a modern concept, and that pre-eugenics studies of race were reasonably scientific. This would surely surprise any historian of European colonies in Africa or the Americas.
Hann lýkur ritdóminum með:
The philosopher Ludwik Fleck once wrote, To see means to recreate, at a suitable moment, a picture created by the mental collective to which one belongs. While there is much of interest in Mr. Wades book, readers will probably see what they are predisposed to see: a confirmation of prejudices, or a rather unconvincing attempt to promote the science of racial difference.
Þannig að með aukinni þekkingu koma líka tækifæri fyrir fólk að fóðra sína fordóma. Því er mikilvægt að muna söguna og hvernig foringjar, stjórnmálamenn og hagsmunahópar hafa teygt og togað staðreyndir (trúar)sannfæringu sinni til réttlætingar.
Ítarefni.
Arnar Pálsson 14.2.2014 Kóngar og nafnlausir drengir
Arthur Allen 15. maí 2014 NY Times. Charging Into the Minefield of Genes and Racial Difference: Nicholas Wades A Troublesome Inheritance
Arnar Pálsson | 25. maí 2011 Getur verið að Neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?
![]() |
Stúlkan sem ljóstrar upp leyndarmálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2014 | 17:45
Eru eineggja tvíburar alltaf alveg eins?
Vísindi og fræði | Breytt 17.5.2014 kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2014 | 13:41
Hvað vilt þú gera við genin þín?
Vísindi og fræði | Breytt 14.5.2014 kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó