21.5.2014 | 15:47
og mýs sem elska að hlaupa
Moskítóflugur er ein mesta morðingi dýraríkisins, vegna þess hvaða pestir þær bera með sér. Malaría, einnig kölluð mýrarkalda, er svæsin hitasótt sem drepur milljón manns á ari.
Af vef landlæknis.
Malaría er algengur sjúkdómur í heittempruðum löndum og hitabeltislöndum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er áætlað að um 300 milljón manns smitist árlega af malaríu og leiðir hún til a.m.k. milljón dauðsfalla á ári hverju. Um 90% dauðsfalla eru meðal barna og verst er ástandið í Afríku sunnan Sahara.
Malaría var landlæg sýking í Evrópu en hvarf á seinni hluta 19. aldar. Engar markvissar aðgerðir voru til að útrýma henni, en eyðing votlendis, bætt umönnun dýra, bætt húsakynni og lyf gegn malaríu áttu þátt í að hún er ekki lengur landlægur sjúkdómur. Ekki er vitað til að malaría hafi nokkurn tíma verið landlæg á Íslandi enda eru hér engar moskítóflugur. Hérlendis greinast árlega stöku tilfelli, öll meðal ferðamanna sem koma frá löndum þar sem malaría er landlæg.
Það er því grafalvarlegt ef flugurnar eru farnar að leita norður á bóginn. Við íslendingar höfum margir hverjir stært okkur af pöddufríu land, engar moskítóflugur og engir kakkalakkar. Persónulega sakna ég ávaxtaflugna, drekaflugna og eldflugna frá ameríku, en það verður ekki á allt kosið.
En kýs maður sína hreyfingu, eða viljum við helst liggja í leti og spara orkuna fyrir eitthvað mikilvægara... Svörin við þessari spurningu er nokkur, og nóg til af hlaupelskandi mannfólki. Það má snúa spurninginn aðeins á hlið. Finnst öðrum dýrum gaman að hlaupa?
Stóra hlaupahjólið er staðalbúnaður í mörgum músabúrum og tilraunastofum. Hjólið er notað til að meta ólíka eiginleika músa, en alltaf er það notað inni á rannsóknarstofu.
Hollenskir vísindamenn gerðu pínkulítið skrýtna tilraun. Þeir settu músahlaupahjól út í garð, og fylgdust með hvort dýr merkurinnar hefðu gaman að apparatinu. Viti menn, mýs, rottur, froskar og sniglar prufuðu tækið. Þessir tveir síðast töldu
Ítarefni:
Townroe S, Callaghan A (2014) British Container Breeding Mosquitoes: The Impact of Urbanisation and Climate Change on Community Composition and Phenology. PLoS ONE 9(4): e95325. doi:10.1371/journal.pone.0095325
James Gorman NY Times 20. maí 2014. Mice Run for Fun, Not Just Work, Research Shows
Johanna H. Meijer og Yuri Robbers Wheel running in the wild Proc. R. Soc. B 7 July 2014 vol. 281 10.1098/rspb.2014.0210
![]() |
Moskítóflugur hreiðra um sig í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2014 | 13:13
Vísindi eins og við stundum þau
Afburða popplag með hljómsveitinni Talk Talk heiti Life is what you make it. Laglínan er leiftrandi en lagið sveiflast samt á milli hófstillts trega og einlægrar bjartsýni.
Ég held því ekki fram að við getum stundað vísindi eins og okkur sýnist. Vísindi eru íhaldsamt fyrirbæri, sem byggjast á reglum og hefðum. Við verðum að nota aðferð vísinda af mikilli kostgæfni og samviskusemi. Við verðum að greina gögnin af heiðarleika, setja fram niðurstöður í samhengi við bestu fáanlegu þekkingu og taka þátt í umræðu um hugmyndir, tilgátur og niðurstöður af háttvísi og heillindum.
Ég vildi frekar fjalla um umgjörð og væntingar fólks til vísinda. Kjarninn liggur e.t.v. í tveimur spurningum.
Hvað viljum við sem samfélag gera með vísindin?
Hvers væntum við sem samfélag frá vísindum?
Reynum fyrst að svara seinni spurningunni. Francis Bacon lagði áherslu á að vísindi eigi að bæta líðan og líf manna. Vísindin eru ekki bara til að seðja forvitni útvalinna (þótt það viðurkennist að forvitnir vísindamenn ganga fyrir mjög öflugu drifi) heldur þjóna mannlegu samfélagi. Vísindaleg þekking eigi að vera til hagnýtingar fyrir fólk, lönd og heiminn. Hún á að nýtast til að berjast við farsóttir, yfirstíga vandamál og bæta líðan fólks, óháð stétt eða stöðu. Nútildags telja nær allir vísindamenn sig stefna að þessu marki, þótt sumir kjósi vissulega að vinna sín verk innan fyrirtækja, sem búa til störf eða eitthvað ámóta sem hagnast fólki, þjóð og hluthöfum.
En hvað vill samfélagið gera við vísindin?
Fyrir 150 árum voru vísindi áhugamál ríkra manna eða kennara við örfáa skóla í Evrópu og Ameríku. Uppsöfnuð þekking mannkyns á lögmálum eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði og líffræði fyllti nokkur hundruð bækur. Við vorum með takmarkaðan skilning á byggingu samfélaga, efnahagsmálum, sögu þjóða eða trúarbragða, eiginleikum mannsandans og stöðu okkar í óravíddum heimsins.
Þessir áhugamenn, oft kallaðir náttúruguðfræðingar, uppgötvuðu stórkostlega hluti. En þeir áttuðu sig líka á því hve umgjörð vísinda var rýr. Náttúrufræðingarnir og aðrir fræðimenn stofnuðu með sér félög, til að kynna niðurstöður, bæta upplýsingaflæði og leggja sameiginlegar línur. Þeir tóku sig líka til og rökstuddu mikilvægi vísinda almennt, og sérstakra verkefna, fyrir ráðamönnum.
Charles Babbage sem við fjölluðum um fyrir skemmstu, fékk t.d. dágóðar summur frá Breska ríkinu til að búa til fyrstu sjálfvirku reiknivélina. Vinur hans William Whewell, skipulagði mælingar á flóði og fjöru yfir stóran hluta Evrópu og Atlantshafs. Það verkefni var bæði fræðilega forvitnilegt og lífsnauðsynlegt því marga skipskaða mátti rekja til vanþekkingar á sjávarföllum.
Þeir félagar trúðu einlæglega á heimspeki F. Bacons, um að vísindin ættu að þjóna fólkinu. Babbage sagði t.d. að þeir ættu að gera sitt besta til að skilja heiminn eftir vísari en hann var þegar þeir fundu hann (do their best to leave the world wiser than they found it).
Það er ekki mín ætlan að svara spurningunni hér að ofan. Frekar að kynna hinn almenna borgara fyrir grunngildum vísinda og uppruna skipulagsins sem nú er við lýði. Og við félaga mína í fræða og vísindasamfélaginu vil ég leggja sömu áherslur. Vísindin, umgjörð þeirra og afleiðingar eru á okkar ábyrgð. Reynum að sinna öllum þessum verkefnum af alúð og samviskusemi.
Ítarefni:
Tölvur og ljómandi flott veisla
Philosophical Breakfast Club | Laura J. Snyder
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2014 | 15:06
Nafnlaus börn kortleggja sögu Ameríku
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2014 | 17:45
Eru eineggja tvíburar alltaf alveg eins?
Vísindi og fræði | Breytt 17.5.2014 kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó