Leita í fréttum mbl.is

Kynbætur fiska og fleiri erindi

Hér eru nokkrar tilkynningar um málþing, doktorsvarnir og meistarfyrirlestra.

Miðvikudaginn 28. maí ver Theódór Kristjánsson doktorsritgerð sína í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Kynbótaskipulag fyrir eldisþorsk. Vörnin fer fram í Ásgarði (Ársal) á Hvanneyri og hefst kl. 13.

Aðalleiðbeinandi: Dr. Þorvaldur Árnason, gestaprófessor við Landbúnaðarháskóla ÍslandsUmsjónarkennari: Dr. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
http://lbhi.is/?q=is/doktorsvorn_i_buvisindum_theodor_kristjansson_kynbotaskipul…

Í tengslum við doktorsvörn Theódórs Kristjánssonar verður haldið málþing um kynbætur fiska þriðjudaginn 27. maí n.k. kl 13:30 til 15:30 í fyrirlestrarsal LbhÍ á Keldnaholti.
http://lbhi.is/?q=is/malthing_um_kynbaetur_fiska_keldnaholti_thridjudaginn_27_ma…
Dagskrá:

Genomics in aquaculture – Dr. Anna Soneson NOFIMA

Molecular variation in Atlantic cod – Dr. Snæbjörn Pálsson prófessor HÍ

Genetic architecture of fitness traits in Arctic charr from the Hólar breeding program – Dr. Eva Kuttner MATÍS

Applying genomics for improving disease traits in Stofnfiskur salmon breeding program – Dr. Jónas Jónasson Stofnfiski

Málþingið fer fram á ensku og málþingsstjóri er Dr. Sigurður Guðjónsson forstjóri Veiðimálstofnunar

thingvallavatndwarfeggs2010.jpgMynd, bleikjuhrogn AP haustið 2010.

Nokkrar meistaravarnir verða á næstu dögum

http://www.hi.is/vidburdir/meistarafyrirlesturenvironmental_microbial_diversity_…

http://www.hi.is/vidburdir/meistarafyrirlestur_long_term_changes_in_the_distribu…

http://www.hi.is/vidburdir/meistarafyrirlestur_humpback_whale_megaptera_novaeang…


Tengsl á milli smjörklípa og gæða dagblaða?

Tyler Vigen er snillingur. Hann fann fullt af mjög sterkum samböndum risastóru gagnasetti.

Og hann sýnir að fylgni sannar ekki orsök.

http://www.tylervigen.com/

2014-05-15_12_40_24.jpgÞúsundir tölfræðinga og vísindamanna hafa reynt að útskýra þetta fyrir fólki í rúmlega heila öld, en að mestu án árangurs.

Máli mínu til stuðnings fylgir mynd af bænabeiðu (praying mantis)...þ.e.a.s. ekkert orsaka samband er milli fjölda bænabeiða og fingra.

Við erum ótrúleg fljót að sjá mynstur milli furðulegra hluta, og jafnvel trúa því að um orsakasamband sé að ræða. Hvernig í ósköpunum haldið þið að hoppiskopp og tiktúrur töfralæknanna hafi komið til. Og helgisiðasamsull skipulagðra trúarbragða? (Trúlega er það trúlegi heilinn)

Altént, Tyler er nýja goðið mitt. Ef ég fer með nokkrar Tylerbænir og færi fórnir þá gengur næsta tilraun ...

Ég mæli eindregið með myndböndum Ze Frank sem kallast True facts (t.d. True Facts About The Dung Beetle) - nokkurn veginn Attenborough stappfullur af húmor og The Allium

Software engineer develops app that’s pretty much the same as all the other apps

Local software engineer, David Brightman (38) sat down with us Monday to tell us the remarkable story behind how he developed a revolutionary new app that mostly does stuff that all the other apps do too.

Scientists Close to Making Matter from Flour, Eggs and Milk

Scientists have reported today that they are tantalisingly close to making matter from flour, eggs and milk. “We are pretty sure we can make some matter from these ordinary household items”, said lead scientist Dr. Chris Cross.

Inter-faith marriage: Bayesian and Frequentist tie the knot

Noted Yale Bayesian Dr. Cal Culus and Harvard frequentist Dr. Poly Nomial got married Friday at what some friends said was probably, or indeed quite likely, an intimate ceremony.



mbl.is Tengsl milli smjörlíkisneyslu og skilnaða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hráefni fyrir vísindi og velferð

Fræðimenn og vísindamenn eru drifnir áfram af forvitni, en þurfa gott umhverfi til að geta náð árangri. Þeir þurfa að fá aðstöðu og örvandi umhverfi, tækifæri til að kenna og sækja vísindafundi. Og þeir þurfa fjármagn til að framkvæma rannsóknirnar,...

Verða framlög til vísinda og nýsköpunar efld verulega?

Vísindi gerast ekki að sjálfu sér og né tómarúmi. Það þarf gott fólk og góða umgjörð til að þau geti blómstrað og bætt mannlegt líf. Hérlendis hefur fjármögnun vísinda rekið fyrir vindum, skorin niður í hruni, aukin í gegnum veiðigjald og skorin aftur...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband