Leita í fréttum mbl.is

Fiskeldi, áhrif af sjókvíaeldi og lausnir Málstofa 2

Á árinu verða haldnar málstofur um fiskeldi í kvíum í sjó og á landi, á vegum NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og Líffræðifélags Íslands. Fyrsta málstofan var haldin 17. janúar 2014 og önnur málstofan verður haldin 14. mars næstkomandi.

thingvallavatndwarfeggs2010.jpgÁ næstu málstofu flytja erindi erlendir sérfræðingar sem hafa rannsakað áhrif sjókvíaeldis á nálæg vistkerfi og þekkja reynslu annarra þjóða af laxeldi. Þeir eru dr. Trygve Poppe prófessor við norska dýralæknaháskólann, dr. Paddy Gargan hjá Central Fisheries Board of Ireland, og dr. Bengt Finstad hjá norsku náttúrufræðastofnuninni NINA. Einnig flytja erindi þeir Jón Örn Pálsson MSc fyrir hönd  Landssambands fiskeldisstöðva og dr. Erik Sterud fyrir hönd Landssambands veiðifélaga.

Fjallað verður um sjávarlús í fiskeldi, lyfjagjafir, sjúkdóma og útbreiðslu smits frá fiskeldi í sjó, en allir frummælendur hafa tekið þátt í fjölda rannsókna á þessum sviðum. Að lokum verður opnað fyrir umræður og taka fyrirlesarar og fulltrúar Landssambands fiskeldisstöðva og Landssambands veiðifélaga þátt í pallborðinu.

Málstofan, sem fer fram á ensku, verður haldin á Café Sólon í Reykjavík kl. 13:30 – 16:30 föstudaginn 14. mars 2014.

Nánari upplýsingar Fiskeldi, áhrif af sjókvíaeldi og lausnir Málstofa 2.
 
Fyrsta málstofan Líffræði og umhverfisfræði fiskeldis var vel sótt.
 
Mynd af bleikjuhrognum, Arnar Pálsson 2010.

Leyndarmál veiranna og Margrétar

Brautryðjendur er frábær sjónvarpsþáttur um konur sem brotið niður múra og opnað gáttir. Í gærkveldi var rætt við Margréti Guðnadóttur veirufræðing, um hennar sögu og rannsóknir.

Margrét var svo lánsöm að fá vinnu á Keldum strax eftir að hún lauk læknisprófi. Þar vann hún með Birni Sigurðsyni frumkvöðli í veirurannsóknum. Hún var fyrst konan sem skipaður var prófessor við Háskóla Íslands, og lýsir þeirri atburðarás ansi skemmtilega í þættinum. Hún var eini kvenkyns veirufræðingur landsins. Margrét segir, 

Það er best að þeir fái einu sinni umsókn frá kvenmanni, og vita hvað þeir gera...

Hún stóð í kálgarðsgallanum og fékk upphringingu frá útvarpinu, og frétti þannig að hún hefði fengið starfið.

Margrét er einstakur vísindamaður og frábær persónuleiki. Viðhorf hennar gagnvart verkefnum er örugglega hluti af velgengni hennar.

Mér hefur aldrei leiðst í vinnunni, einn einasta dag - aldrei 

Rannsóknir Margrétar snúast um hæggengar veirusýkingar mæði og visnu í kindum. Mæði visnu veiran er af ætt lentiveira, eins og HIV. Margrét hefur gert tilraunir með bólusetningar, með óvirkjuðum mæði-visnu veirum, og lofa niðurstöðurnar mjög góðu. Nýleg rannsókn Margrétar og Kýpverskra samstarfsmanna sýnir að mögulegt er að þróa bóluefni gegn lentiveirum.

Vonandi er hægt að byggja á þessum niðurstöðum og þróa viðlíka vörn gegn HIV.

Ítarefni:

RÚV 9. mars 2014. Brautryðjendur - Margrét Guðnadóttir.

Gudnadóttir M, Demosthenous A, Hadjisavvas T. Vaccination delays Maedi-Visna lentivirus infection in a naturally-infected sheep flock. BMC Vet Res. 2013 Jan 22;9:16. doi: 10.1186/1746-6148-9-16.

Guðmundur Pétursson. „Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?“. Vísindavefurinn 14.1.2011. http://visindavefur.is/?id=58128. 


Brögðóttar krabbameinsfrumur í gervi stofnfruma

Krabbameinsfrumur eru ansi brögðóttar. Nýlegar rannsóknir sýna að stundum geta krabbameinsfrumur hermt eftir stofnfrumum, sérstaklega þegar þær eru að mynda meinvörp. Sameindalíffræðingurinn Þórður Óskarsson hefur rannsakað þessi fyrirbæri, og ræðir þau...

Við erum samsett úr frumum og sameindum

Um miðbik síðustu aldar varð til ný fræðigrein á mörkum efnafræði og líffræði. Sameindalíffræði fjallar um sameindir eins og t.d. prótín, sykrur og kolvetni, sem finnast inni í öllum lífverum. Hún gerði vísindamönnum kleift að skilja eðli erfða, og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband