Leita í fréttum mbl.is

Amöbur allra landa - skjálfið

Veirur eru eitt af undraverkum lífheimsins. Líffræðingar þræta um hvort þær séu raunverulega lífverur, eða einhverstaðar á mörkum lífs og dauða. Flestar þeirra eru reyndar hættulegar, og valda frumum skaða, eða hreinlega drepa þær.

Fögurnar sem sýkja þarmagerilinn E. coli fjölga sér svo mikið inni í gerlinum, að á endanum springur hann. Sumar veirur þurfa að komast inn í kjarna frumna, eða amk. stugga þeim út í frumuskiptingu, til að komast í nauðsynleg hráefni og ensím. Aðrar veirur er sjálfbærari, að því leyti að þær geta sýkt frumur sem ekki eru í skiptingu. Stórubólu veiran er ein af þeim. 

Munurinn á stórubólu og t.d. venjulegri kvefveiru er mikill. Sú fyrrnefnda er með mörgun sinnum stærra erfðamengi (um 200.000 basa), og fjölmörg gen. Kvefveirur af ætt rhinoveira eru með um 7000 basa erfðaefni og handfylli gena.

Fyrir um 10 árum uppgötvuðust risaveirur, sem eru með 10 sinnum stærri en bóluveirurnar. T.d. er Pandoravirus salinus með 2473870 bp erfðamengi.

Nú hafa borist fréttir af því að amk. ein slík veira hefur lifað af í Síberíu. Franskir vísindamenn leituðu veira í 30000 ára gömlum sífrera og athuguðu hvort þær gætu sýkt amöbur. Ein mjög sérkennileg risaveira gat sýkt frumurnar, og rannsóknir sýna að þetta er ný gerð veira.

Höfundar rannsóknarinnar gera mikið úr því í greininni og viðtölum að mikil hætta sé af slíkum veiru- uppvakningum. Að mínu viti er þetta full miklar áhyggjur, því líkurnar á að veirurnar hoppi úr frosnum klumpi í lifandi mann eru harla litlar.

Athugasemdir við frétt mbl.is.

Fréttin Hætta á að banvænir vírusar vakni er frekar hrá þýðing á frétt Sky fréttastofunnar og BBC. Í fyrsta lagi þá er talað um veirur hérlendis, ekki vírusa. Einnig lauk fyrstu útgáfu fréttarinnar á hörmunum, sem á auðvitað að vera hörmungum. Einnig finnst mér of mikið lagt upp úr hættunni á faraldri í frétt mbl.is, og þar með étið hráar yfirlýsingar höfunda greinarinnar. Aðrir veirufræðingar hafa ekki jafn miklar áhyggjur, sbr umfjöllun Ed Young í Nature.

Ítarefni:

Matthieu Legendre ofl.  Thirty-thousand-year-old distant relative of giant icosahedral DNA viruses with a pandoravirus morphology PNAS 2014

Ed Yong Giant virus resurrected from 30,000-year-old ice Nature 03 March 2014

http://www.giantvirus.org/top.html

Leiðréttingar. Í fyrstu útgáfu stóð skelfið, ekki skjálfið í titli. Merkingin er sannarlega allt önnur, en samt nokkuð spaugileg líka.


mbl.is Hætta á að banvænir vírusar vakni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameindalíffræði á miklu skriði

Líffræðifélag Íslands og Líffræðistofa HÍ standa fyrir málstofu um sameindalíffræði og stofnfrumurannsóknir þann 7. mars 2014.

Aðalfyrirlesarinn verður ungur íslenskur sameindalíffræðingur sem hefur haslað sér völl á mjög framsæknu sviði líffræði og læknisfræði. Þórður Óskarsson stýrir rannsóknarhóp við Heidelberg Institute for Stem Cell Technology and Experimental Medicine. Auk Þórðar munu þrír ungir sameindalíffræðingar halda styttri erindi.

thorduroskarsson_fig_2_new.jpgÞórður útskrifaðist með BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands 1998. Eftir útskrift hóf hann meistaranám í veirufræði undir leiðsögn Valgerðar Andrésdóttur á Keldum. Þórður lauk doktorsprófi árið 2005 frá Swiss Institute for Experimental Cancer Research (ISREC) undir leiðsögn Dr. Andreas Trump, þar sem hann rannsakaði umritunarþætti í frumum í tengslum við krabbamein. Eftir doktorsnám flutti Þórður til Bandaríkjanna þar sem að hann vann sem nýdoktor undir leiðsögn Dr. Joan Massague við the Memorial Sloan-Kettering Cancer Center (MSKCC) í New York. Þar vann hann að rannsóknum á eðli illkynja krabbameina. Haustið 2011 hóf Þórður núverandi starf. Þórður hefur birt fjölmargar greinar um rannsóknir sínar í virtustu vísindatímaritum á sínu sviði þ.m.t. Nature. Þórður fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur ungs vísindamanns á Líffræðiráðstefnunni sem haldin var í Háskóla Íslands 8. og 9. nóvember síðastliðinn.

Á undan erindi Þórðar halda þrír ungir líffræðingar erindi um sínar rannsóknir. Sigríður Rut Franzdóttir er dósent við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, Guðrún Valdimarsdóttir er dósent við Læknadeild HÍ og Ólafur E. Sigurjónsson er sérfræðingur við Blóðbankann og dósent við HR.

Málstofan stendur frá 15:00 til 17:00 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.

Dagskrá má sjá vef Líffræðifélags Íslands.

Mynd af frumum er af vef Þórðar hjá HI-STEM.


Háskóladagur og undur vísinda

Á morgun verður Háskóladagurinn, þar sem fjölmargir námsmöguleikar eru kynntir. Í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ mun líffræði og sameindalíffræði vera kynnt, ásamt öðrum skyldum greinum . Nokkur undanfarin ár höfum við í líffræðinni opnað tilraunastofurnar...

Menntun og fiskveiðar

Það er greinilegt að nemendur skilja að menntun gefur þeim tækifæri til að bæta fiskveiðar, vinnslu og nýtingu sjávarafurða hérlendis. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sjávarklasans, sem bendir á að fleira fólk skrái sig til náms í sjávarútvegstengdu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband