Leita í fréttum mbl.is

Aðalfundur HÍN

Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags laugardaginn 22. febrúar 2014 í fyrirlestrarsal Þjóminjasafns Íslands við Suðurgötu, Reykjavík. Fyrir dagskrá aðalfundar verður kynnt niðurstaða í samkeppni um einkennismerki Náttúruminjasafns Íslands og höfundi vinningstillögu veitt verðlaun. Athöfnin hefst kl. 14:00 og að loknu kaffihléi hefjast aðalfundarstörf.
Dagskrá aðalfundarins er eftirfarandi:
1. Fundarsetning.
2. Skýrsla stjórnar HÍN fyrir árið 2013.
3. Reikningar HÍN fyrir árið 2013.
4. Skýrslur fulltrúa HÍN í nefndum fyrir árið 2013.
5. Tillögur til ályktunar.
6. Kjör stjórnarmanna og embættismanna félagsins.
7. Önnur mál.
8. Fundarslit.
Stjórn HÍN skipa eftirtaldir: Árni Hjartarson formaður, Hafdís Hanna Ægisdóttir varaformaður, Ester Ýr Jónsdóttir fræðslustjóri, Hilmar J. Malmquist meðstjórnandi, Herdís Helga Schopka ritari, Jóhann Þórsson félagsvörður og Kristinn J. Albertsson gjaldkeri. Hilmar J. Malmquist og Kristinn J. Albertsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn HÍN. Kjörtímabili Árna Hjartarsonar, Jóhanns Þórssonar og Hafdísar Hönnu Ægisdóttur er að ljúka en þau hafa gefið kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Kaffiveitingar verða í boði félagsins, allir eru velkomnir!

Blandaður genapoki frá Neanderdal

Fyrir nokkrum árum tókst að raðgreina erfðaefni úr beinum Neanderdalsmanna, sem höfðu dáið fyrir um 30.000 árum.

Með því að skoða mismun á erfðaefni Neanderdalsmanna og okkar var hægt að meta að síðasti sameiginlegi forfaðir þessara tveggja tegunda lifði fyrir uþb. 400.000 árum.

En einnig kom í ljós að sumar raðir í erfðaefni Evrópu og Asíubúa voru mjög áþekkar röðum þessar útdauðu frænda okkar. Engar slíkar raðir fundust í Afríkubúum.

Þar sem leifar Neanderdalsmanna hafa bara fundist í Evrópu og Asíu er talið að þeir hafi alls ekki búið í Afríku. En einnig er vitað að Neanderdalsmenn og beinir forfeður okkar bjuggu á sama tíma í hinum heimsálfunum tveimur. Erfðafræðilegu gögnin sýna síðan merki um kynblöndun.

Gjöf frá Neanderdal

Tvær nýlegar rannsóknir (David Reich við Harvard háskóla og félaga hans, og Benjamin Vernot og Joshua M. Akey við Univeresity of Washington, Seattle) sýnir að gen Neanderdalsmanna voru að vissu leyti heppileg viðbót.

Fyrir nokkur gen í erfðamengi Asíu og Evrópubúa eru útgáfurnar úr Neanderdal algengar eða næstum allsráðandi. Það þýðir að nokkur gen (sem tengjast t.d. húð og litarhafti) eru ættuð úr Neanderdal. Að sama skapi hafa vissar útgáfur gena Neanderdalsmanna miðlað þoli gagnvart sjúkdómum. Þróunarfræðingar setja fram þær tilgátur að við kynblöndun Neanderdalsmanna og forfeðra okkar, hafi gen sem auðvelda líf á norðlægari breiddargráðum flust á milli tegundanna. Það er mun erfiðara að segja að útgáfa X af geni B sé tengd, t.d. nýtingu á D vítamíni eða þoli gagnvart berklabakteríu. Til að geta staðhæft slíkt þarf ítarlegri rannsóknir á starfsemi genanna.

Bland í genapokanum

En gögnin sýna einnig að einungis vissa hluta erfðamengisins má rekja til Neanderdals. Önnur svæði í menginu sýna enga vísbendingu um blöndun við Neanderdalsmenn. Þetta er sérstaklega áberandi á genaríkum svæði mengisins. Þar er mjög óalgengt að finna allel ættuð úr Neanderdal.

Það bendir til þess að genin hafi ekki getað unnið saman. Með öðrum orðum að Neanderdalsgenin hafi ekki virkað vel með genum Homo sapiens. Og því hafi þau horfið úr stofninum fyrir tilstuðlan náttúrulegs vals.

Þetta er undirstrikað af þeirri staðreynd að í 9 tilfellum má rekja stökkbreytingar sem valda sjúkdómum til Neanderdals. Um er að ræða stökkbreytingar sem ýta t.d. undir sykursýki og sjálfsofnæmi.

Valið gegn ófrjósemi

En sterkustu vísbendingu um hreinsun á Neanderdalsgenum má finna á X litningnum. Mikill minnihluti gena þar sýna merki um blöndun, og þær Neanderdals samsætur sem finnast eru í lágri tíðni í stofninum.

Það sama má sjá þegar skoðuð eru gen sem tjáð eru í eistum. 

Þetta tvennt bendir mjög sterklega til vals gegn ófrjósemi kynblendinga. Rannsóknir í ávaxtaflugum hafa einmitt sýnt að gen á kynlitningum, og gen tjáð í kynkirtlum eru oft tengd ófrjósemi í kynblendingum eða blendingum á milli afmarkaðra stofna.

Þannig að síðustu þá getum við glaðst yfir því að hafa fengið erfðabreytingar ættaðar úr forneskju. En um leið prísað okkur sæla yfir því að náttúrulegt val hafi hreinsað út mest af draslinu úr genapokanum frá Neanderdal.

Ítarefni:

Carl Zimmer New York Times 31. jan. 2014. Neanderthals Leave Their Mark on Us

Vernot, B. & Akey, J. M. Science http://dx.doi.org/10.1126/science.1245938 (2014).

Sankararaman, S. et al. Nature http://dx.doi.org/10.1038/nature12961 (2014).


Um trúverðugleika vísindamanna og orðræðu stjórnmálamanna

Þórarinn Guðjónsson skrifar í Fréttablaðið ( 23. janúar 2014 ), Um trúverðugleika vísindamanna og orðræðu stjórnmálamanna . -------------- Í heimi vísinda og fræða skiptir trúverðugleiki miklu máli. Vísindamenn vinna út frá forsendum og tilgátum, greina...

Þjórsárver, náttúra og náttúruverndarsaga

Dr. Gísli Már Gíslason flytur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Erindi ð verður flutt mánudaginn 27. janúar kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju , Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. --- tilkynning frá Hinu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband