Leita í fréttum mbl.is

Glæsileg rannsókn og vel diffrað að auki

Það verður að viðurkennast að ég er hinn mesti óviti í jarðfræði, en af því að líffræðin er svo lánsöm að deila húsi með jarðfræðingum, þá lærir maður hitt og þetta. Sigrún Hreinsdóttir hefur t.d. verið dugleg við að kenna mér um jarðskorpuhreyfingar og kvikuhólf, samfara eldgosum.

Nýleg rannsókn hennar og samstarfsmanna sýnir mjög greinilegt samband á milli þrýstings í kvikuhólfi og stærð gosmakkar. Sigrún og félagar settu upp GPS mælitæki í kringum Grímsvötn, og náðu síkvikum mælingum af kvikuhólfinu þegar það var að þenjast út, og tæma sig. Félagar þeirra á veðurstofunni greindu hæð gosmakkarins (líklega með radar) og þannig gafst tækifæri á að kanna sambandið á milli breytinga í hólfinu og stróksins sem stóð upp úr eldfjallinu.

Björn Malmquist fréttamaður ræddi ítarlega við Sigrúnu, og var viðtalið birt samhliða styttri frétt um málið á vef RÚV (mjög flott framtak). Þar útskýrði Sigrún mikilvægi stærðfræði og þá sérstaklega diffrunar fyrir rannsóknina.

Einnig var rætt við hana í morgunútvarpi Rásar tvö í gærmorgun. Þar kom í ljós að Sigrún, er í launalausu leyfi frá jarðfræðideild HÍ, og starfar nú á Nýja Sjálandi sem vísindamaður. Hún er að kanna starfsumhverfið og aðstöðu þar, til að athuga hvort hún muni ílengjast þar eða ekki.

Á síðata ári fjölluðum við mikið um á misræmi milli stefnu stjórnvalda, eins og hún t.d. birtist í stefnu Vísinda og tækniráðs sem forsætisráðherra leiðir, og fjárlagafrumvarpi síðasta árs. Í ljósi þess að alþingi og stjórnvöld hérlendis hafa engan áhuga á að byggja upp þekkingarsamfélag og nýsköpun hérlendis, get ég ekki mælt með því við Sigrúnu að hún komi aftur.

Ítarefni og viðtöl.

http://www.ruv.is/frett/jardskorpubreytingar-notadar-vid-oskuspar 

 

Morgunútvarp Rásar 2 13. 1. 2014 Nákvæmari spár um áhrif gosösku

Sigrún Hreinsdóttir o.fl. Volcanic plume height correlated with magma-pressure change at Grímsvötn Volcano, Iceland    Nature Geoscience    (2014) doi:10.1038/ngeo2044

http://www.nature.com/ngeo/journal/vaop/ncurrent/full/ngeo2044.html 

Þórarinn Guðjónsson Við erum ekkert án vísinda


mbl.is Geti spáð fyrir um hæð gosmakkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líffræði og umhverfisfræði fiskeldis

Líffræðifélagið hefur tekið þátt í að skipuleggja röð fyrirlestra um líffræði og umhverfisfræði fiskeldis, í samstarfi við Verndarsjóð villtra laxastofna og Stofnun Sæmundar fróða við HÍ.

Fyrirhugað er að halda á næstu mánuðum nokkrar málstofur um fiskeldi í kvíum á sjó og landi, á vegum NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og Líffræðifélags Íslands. Mikil umræða á sér nú stað um arðsemi, kosti og galla laxeldis í sjó. Reynsla af fiskeldi í sjó hér við land og erlendis hefur verið misjöfn og full ástæða er til að fara vandlega yfir hina ýmsu þætti áður en teknar eru ákvarðanir um frekari framkvæmdir á þessu sviði. Veturinn 2014 er áformað að fá til landsins óháða sérfræðinga sem hafa rannsakað áhrif sjókvíaeldis á nálæg vistkerfi og þekkja reynslu annarra þjóða af laxeldi. Jafnframt hefur verið boðið til málstofanna sérfræðingum í fiskeldi í „lokuðum kerfum”, bæði í sjó og í fersku vatni á landi.

Fyrsta málstofan verður haldin í Reykjavík föstudaginn 17. janúar 2014, kl. 13:30 á Café Sólon.

Þar mun dr. Brian Vinci frá The Conservation Fund, Freshwater Institute í Bandaríkjunum segja frá frumkvöðlaverkefni í laxeldi á landi sem unnið hefur verið að í Vestur-Virginíufylki. Þar hefur náðst undraverður árangur án þess að notuð séu bóluefni eða sýklalyf. Fiskurinn er alinn í kerjum sem er haldið hreinum með búnaði sem fangar úr vatninu öll úrgangsefni frá fiskinum. Með því að hafa kerin á landi er komið í veg fyrir samgang eldisfiska við villta laxastofna og þar með dregið stórlega úr hættu á smiti af sjúkdómum og laxalús, genablöndun eða neikvæðum vistfræðilegum áhrifum.

Þá mun Geir Spiten hjá fyrirtækinu Akvatech flytja erindi um lokuð kerfi með áherslu á kerfi sem gefið hafa góða raun vegna hreinlætis og allra aðstæðna til eldis. Takmark fyrirtækisins er að koma á fót alþjóðlegri starfsemi sem byggist á þessari hreinlegu og heilsuvænu eldistækni.

Erindin verða flutt á ensku.

Þau sem hug hafa á þátttöku eru vinsamlega beðin um að láta vita á netfangið nasf@vortex.is


Þorska DNA í tímavél

Í gær fjölluðum við örstutt um niðurstöður Guðbjargar Ástu Ólafsdóttur og samstarfsmanna ( Fornir þorskar og tímavél í DNA ). Stofnstærð mjög mikilvæg fyrir nytjastofna og fyrir þróun lífsins. Þróun gerist í stofnum, og breytingar á uppskiptingu stofna,...

Athyglisverðar fréttir af óðum skrifara

Óðinshaninn ( Phalaropus lobatus ) er forvitnilegur lítill fugl. Í fæðuleit sinni, stingur hann niður gogginum við og við, á meðan hann syndir í hringi og slaufur. Þaðan er viðurnefnið skrifari komið, þótt ég viti reyndar ekki hvaðan sú nafnbót er ættuð....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband