Leita í fréttum mbl.is

Fornir þorskar og tímavél í DNA

DNA er tímavél. Erfðaefni tegunda hefur borist til þeirra frá foreldrum og forfeðrum sem voru uppi fyrir þúsund eða milljón árum. Erfðaefni okkar endurspeglar fortíð okkar sem tegundar, og nýlegar breytingar á byggingu stofnsins. Það sama gildir um þorska.

DNA er einnig tímavél, í þeim skilningi að það varðveitist merkilega vel í líkamsleifum í jörðu, sérstaklega beinum.

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Snæbjörn Pálsson og samstarfsmenn nýttu sér þann eiginleika til að skyggnast aftur í fortíð þorsksins. Þau fengu aðgang af þorskbeinum úr gömlum íslenskum verbúðum og gátu greint erfðaefni þeirra. Með því að beita stofnerfðafræðilegum aðferðum, tókst þeim að meta sveiflur í stofnstærð þorskstofnsins síðustu 10 aldir. Grein um þessa rannsókn birtist í tímariti Konunglega Breska vísindafélagsins í gær.

Megin niðurstaðan er sú að stofninn minnkaði í kjölfar litlu ísaldar sem hófst á 15. öld. 

Vonandi kemur fréttatilkynning frá Líffræðistofnun HÍ eða Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum um þessa rannsókn. Þeir sem vilja geta lesið greinina á netinu.

Historical DNA reveals the demographic history of Atlantic cod (Gadus morhua) in medieval and early modern Iceland Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Kristen M. Westfall, Ragnar Edvardsson og Snæbjörn Pálsson. Proc. R. Soc. B 22 February 2014 vol. 281 no. 1777 20132976 doi: 10.1098/rspb.2013.297

Leiðrétt eftir ábendingu höfundar, sjá athugasemd að neðan.


Málþing um krabbamein

 SKÍ efnir til málþings miðvikudaginn 8. janúar kl 16:00-17:30 í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8.
 
 yfirskriftin er Krabbameinsrannsóknir á Íslandi - mikilvægi rannsókna í sögulegu ljósi og framtíðarsýn
 
 Helga M. Ögmundsdóttir – Saga krabbameinsrannsókna á Íslandi 
 Þórunn Rafnar – Grunnrannsóknir í krabbameinsfræðum 
 Magnús Karl Magnússon – Nýting grunnrannsókna til betri forvarna og meðferða
 Ragnheiður Haraldsdóttir – Stofnun rannsóknasjóðs til krabbameinsrannsókna
 
 17:00-17:30 Umræður



Náttúrufræðingurinn leikur lausum hala

Nýjasta hefti Náttúrufræðingsins er komið út og var sent til félagasmanna í Hinu Íslenska Náttúrufræðifélagi, og einnig á almennan markað (skyldi maður vona). Forsíðuna prýðir mynda af Blávatni, nýjasta vatni landsins sem myndaðist við bráðnun Oksins....

Niðurskurður í rannsóknum

Allt frá því að fjármálafrumvarpið fyrir 2014 var kynnt höfum við fjallað ítarlega um fyrirhugaðan niðurskurð, áhrif hans og fært rök fyrir því að frekar ætti að auka framlag við grunnrannsóknir er skera þær niður. Fjárlögin voru samþykkt rétt fyrir jól,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband