30.12.2013 | 14:24
Glæsilegur vísindamaður
Helgi Björnsson jöklafræðingur á fyllileg skilið að hljóta verðlaun Ásu Guðmundsdóttar Wright. Hann er einn vandaðasti vísindamaður landsins, og hefur unnið mörg og góð verk.
Stórvirki hans um jökla á Íslandi er í hópi bestu bóka um rannsóknir á náttúru landsins.
Ég veit líka að þegar Ban Ki Moon aðalritari sameinuðu þjóðanna kom hingað til lands í sumar - vildi hann sérstaklega kynnast áhrifum loftslagsbreytinga á íslenska jökla. Aðalritarinn, Helgi Björnsson og fulltrúar íslenskra stjórnvalda fóru því saman í þyrluferð upp á Langjökul, sem miðað við líkön um hlýnun mun líklega bráðna í tvennt síðar á þessari öld.
Ferðin hafði greinilega áhrif á aðalritarann því hann sagði í haust að loftslagsbreytingarnar gætu leitt til þess að Ísland yrði íslaust.
Ísland gæti orðið íslaust segir Ban | RÚV 20. nóv 2013.
Jarðfræðin og líffræðin eru báðar með aðstöðu í Öskju - náttúrufræðahúsi HÍ. Þar rekst maður stundum á Helga á kaffistofunni. Mér er mjög minnisstætt þegar hann spurði mig nýkominn að utan úr námi. Hann innti mig fyrst eftir því hvað ég væri að rannsaka, og ég útlistað tilgátur um tengsl þroskunar, gena og þróunar. Þá spurði hann:
Hvað er upp úr því að hafa?
Helg fékk nefnilega stundum þessa spurningu, þegar hann útskýrði rannsóknir og uppgötvanir sínar. Og þetta er algengt viðhorf - að rannsóknir verði að hafa hagnýtan vinkil, annars séu þær til einskis. Jöklarannsóknir Helga eru samt dæmi um grunnrannsóknir sem munu seint skila einkaleyfum eða nýsköpunarfyrirtækjum. En þær eru okkur öllum til hagsbóta.
![]() |
Helgi Björnsson heiðraður fyrir störf sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2013 | 10:07
Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?
Vísindavefurinn er alger fjársjóðskista. Þar má finna svör við margskonar spurningum, bæði almennum spurningum og spurningum tengdum ákveðnum vörum eða fullyrðingum. Frægt er þegar Vísindavefurinn var beðinn um að skilgreina strax, en mitt uppáhald er svar Atla Jósefssonar varðandi gervivísindi NuSkins.
Atli Jósefsson. Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns?.Vísindavefurinn 19.11.2012. http://visindavefur.is/?id=63429. (Skoðað 27.12.2013).
Þar segir m.a.
Svarið við þessari spurningu í stuttu máli er því að tækið geti mögulega gagnast til að mæla styrk karótenóíða í húð en erfitt er að sjá hvernig hægt væri að nota þær upplýsingar sér til heilsubótar. Líklega er betra að fjárfesta einfaldlega í ávöxtum og grænmeti frekar en að kaupa sér aðgang að mælitækinu og andoxunarfæðubótaefni í kjölfarið, enda fátt sem bendir til þess að neysla þeirra hafi jákvæð áhrif á heilsufar manna.
Ég lagði eitt svar í púkkið á nýliðnu ári, við spurningunni.
Arnar Pálsson. Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?.Vísindavefurinn 30.9.2013. http://visindavefur.is/?id=11204. (Skoðað 27.12.2013).
Spurt er hvort skyldleiki einstaklings við foreldra sína sé meiri en skyldleikinn við systkin sín. Ef systkin eiga sömu foreldra þá eru þau að meðaltali jafn skyld foreldrum sínum og hverju öðru. Lykilorðin eru að meðaltali því ef tvær eggfrumur fá næstum sama sett af litningum frá móður og tvær sáðfrumur fá næstum sama sett af litningum frá föður, þá eru systkinin skyldari hvoru öðru en foreldrum sínum. En litningafjöldi mannsins og líkindafræðin benda til þess að þetta sé fjarska ólíklegt.
19.12.2013 | 10:07
Hugsun, geðklofi og einhverfa
19.12.2013 | 09:04
Öflugt ríkisútvarp takk fyrir
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó