Leita í fréttum mbl.is

Landinn fjallar um sumarexem í hestum

Þjóðlífsþátturinn Landinn fjallaði í gær um rannsóknir á sumarexemi í hestum. Sumarexemið herjar oft á íslenska hesta sem seldir hafa verið til útlanda. Það herjar ekki á íslenska hesta, sem fæddir eru erlendis. Exem er sjálfsofnæmissjúkdómur, sem getur orðið mjög svæsinn ef hestarnir skipta um umhverfi.

Eftir rúmlega áratuga langar rannsóknir, hérlendis aðallega stundaðar af sérfræðingum á Keldum, glittir í meðferð og jafnvel bólefni gegn exeminu.

Búið er að greina meinvaldinn, flugu sem bítur íslenska hesta erlendis og einangra prótín sem virðast vekja ónæmissvar sem leiðir til exemsins. Nú er í þróun bóluefni gegn þessum prótínum, sem gætu nýst til að fyrirbyggja exemið.

Landinn talaði við Sigríði Jónsdóttur líffræðing, en doktorsverkefni hennar fjallar einmitt um þróun bóluefnis og meðferðarúrræða. Vilhjálmur Svansson og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir er leiðbeinandur Sigríðar og sést sú síðarnefnda einnig í mynd.

Rannsóknirnar hafa verið styrktar af Rannsóknamiðstöð Íslands, í gegnum samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs. Þetta eru grunnrannsóknir, en hafa sannarlega mikil fjárhagslegt gildi. Hestar ræktaðir hérlendis geta fengið exem og því öruggara fyrir erlenda kaupendur, að kaupa íslenska hesta fædda erlendis.

Fyrirhugaður niðurskurður á samkeppnissjóðum í fjárlögum fyrir 2014, mun ekki auðvelda þessar rannsóknir.

Ítarefni:

Landinn 15. desember 2013. Lyf við exemi í hrossum

Keldur Sumarexem, smámýsofnæmi, í íslenskum hestum

Arnar Pálsson 5. desember 2013. Heill árgangur af vísindafólki rekinn


Lítill plástur á brotna fingur

Undanfarinn mánuð höfum við fjallað töluvert um fyrirhugaðan niðurskurð til samkeppnissjóða Rannís. Þessir sjóðir styrkja grunnrannsóknir og tæknirþróun hérlendis, og eru hlutfallslega miklu minni en sambærilegir sjóðir í nágrannalöndunum. Ástæðan er margra áratuga vanræksla af hálfu ríkisins.

Í fyrra voru sjóðirnir hækkaðir í fyrsta skipti frá hruni, hvað varðar krónutölu. En það var gert á mjög klaufalegan hátt, innspýtingin var tengd veiðileyfagjaldinu og sérstakri fjárfestingaráætlun þáverandi ríkisstjórnar.

Þórarinn Guðjónsson forseti vísindafélagsins hefur sagt að þetta hafi verið mikið ógæfuspor, að tengja fjármögnun grunnrannsókna ákveðnum tekjustofni ríkisins. Ímyndið ykkur ef fjármögnun lögreglunar væri beintengd skatttekjum af hrökkbrauði og gistináttaskatti rukkuðum á Melrakkasléttu.

Samkeppnissjóðir stuðla að nýsköpun

Staðreyndin er að verðbólga undanfarinna ára hefur þýtt stöðuga minnkun á rannsóknasjóðunum, þannig að þeir sem stunda rannsóknir hafa lent í miklum vandamálum með fjármögnun og jafnvel þurft að segja upp fólki. Alvarlegast er að sjóðirnir eru aðallega nýttir í að greiða ungu vísindafólki laun, og viðvarandi hallæri, leiðir til þess að fólk hreinlega hættir námi eða byrjar aldrei. Með því að vanrækja samkeppnissjóðina, þá segir íslenska þjóðin*að hún vilji ekki þekkingarsamfélag og nýsköpun í hátækni og vísindum.

Ólga meðal vísindamanna

Vísindamenn hafa látið í sér heyra, og t.d. mótmæltu þeir fyrirhuguðum niðurskurði fyrir viku. Ástæðan fyrir ólgunni meðal vísindamanna er tvíþætt. Í fyrsta lagi er fólk langþreytt á lélegum aðbúnaði (t.d. innan stofnana) og styrkjaumhverfi hérlendis. Í öðru lagi var skvett á vonarneista. Innspýtingin í fyrra gaf von um betri tíma og meiri skilning meðal ráðamanna. En útspil nýrrar ríkisstjórnar (og alþingis ef það samþykkir þessi ákvæði í fjárlögum) er eins og hurð sé skellt á hönd. Fólk öskrar ef fingur þeirra eru brotnir, og enn hærra þegar vonir bresta.

Rannís refsað fyrir ráðdeild

Til að bæta gráu ofan á svart, var fyrirhugaður næstum 400 milljóna niðurskurður í fjáraukalögum fyrir 2013. Um var að ræða peninga til rannsóknasjóða, sem Rannís (Rannsóknamiðstöðu Íslands) úthlutaði ekki í ár, heldur ákvað að geyma yfir á næsta ár. Samkvæmt þessum fyrirætlunum átti að refsa Rannís fyrir ráðdeild í ríkisrekstri. Blessunarlega var þessu breytt í annari útgáfu fjáraukalaga. Vísindasamfélagið á Íslandi fékk því plástur á brotna fingur, en dyrin er ennþá lokuð.

Nú liggur fyrir að fræða stjórnvöld, alþingi og landsmenn flesta um mikilvægi rannsókna fyrir þjóðlíf hérlendis og sóknarfæri samfélagsins og atvinnuveganna.

E.s. María Rut Kristinsdóttir, formaður stúdentaráðs ritar einnig góða grein í blað dagsins um niðurskurð í HÍ og hækkun skólagjalda.

Ítarefni og skyldir pistlar.

Þórarinn Guðjónsson Vísindafélag Íslendinga í 95 ár Fréttablaðið 13. desember 2013

Þórarinn var gestur Sjónmáls á Rás 1 9. desember.

Einnig var rætt við hann í Býtinu á Bylgjunnii 4. desember.

María Rut Kristinsdóttir Sérstakur skattur á námsmenn Fréttablaðið 13. desember 2013

*Eða þeir sem hafa meirihlutaumboð hennar á þingi!


Niðurskurður í nýsköpun

Fyrirhugaður niðurskurður á kvikmyndasjóði, rannsóknasjóði og tækniþróunarsjóði er til þess fallinn að grafa undan íslensku þjóðlífi og efnahag. Ríkistjórnin hefur valið mjög sérkennilega pósta fyrir niðurskurð, einmitt þá sem geta skilað mestu til...

Ráðherra afhentar undirskriftir vísindamanna

Á 95 ára afmælisfagnaði Vísindafélags Íslendinga afthenti Þórarinn Guðjónsson forseti félagsins mennta- og menningamálaráðherra, Illuga Gunnarssyni, rúmlega 1000 undirskriftir vísindamanna sem mótmæltu skertu framlagi í fjárlagafrumvarpi 2014 til...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband