Leita í fréttum mbl.is

Þekkingarsköpun þjóðfélagsins vegna

Ný stefna Vísinda- og tækniráðs til 2016 felur í sér áherslu á mannauð, eflingu á samkeppnissjóðum, aukinn stuðningur við rannsóknarháskóla og samvinnu eða sameiningu rannsóknarstofnanna.

Hér mun ég ekki fjalla um sameiningu stofnanna, heldur benda á umræðu um samkeppnissjóðina.

RÚV 6. des. 2013  Mesta fjárfestingin var í þekkingarsköpun

Ný stefna Vísinda- og tækniráðs var kynnt á Rannsóknarþingi en fram hefur komið að framlög til vísinda- og tæknisjóða verða skert um 570 milljónir af því sem áður hafði verið samþykkt á fjárlögum. Rætt var við Magnús Karl og Ernu Magnúsdóttur rannsóknarsérfræðing við Háskóla Íslands í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 

Erna segir nýliðun vísindamanna mikilvæga, en þetta snúist ekki aðeins um störf. „Þetta er næsta kynslóð vísindamanna og við erum að missa þau úr vísindunum. Jafnvel eftir að það er búið að leggja mikla orku í þjálfun unga vísindafólksins þá hverfur það og oft í önnur störf og á þá oftast ekki afturkvæmt. Eða hreinlega til útlanda því umhverfið er að versna og við búumst ekki við að fá fólk aftur til baka.“

Magnús Karl segir dapurlegt að einungis sé horft á útgjaldahliðina en ekki tekjuhliðina. Samfélög vesturlanda byggi á nýsköpun. Þannig efnahagsumhverfi verði ekki skapað nema með því að leggja fjármagn í það. Hann nefnir sem dæmi að erlent lyfjafyrirtæki hafi fyrir rúmu ári lagt 52 milljarða í Íslenska erfðagreiningu. 

„Hér erum við að tala um raunverulega þekkingu sem er verið að skapa. Raunveruleg atvinnutækifæri og raunverulegar erlendar fjárfestingar. Stærsta fjárfesting í íslensku atvinnulífi frá hruni, kemur vegna þekkingarsköpunar.“

Viðtal morgunútvarpsins við Ernu Magnúsdóttur og Magnús K. Magnússon (hefst við mínútu 47).

Umfjöllun á RÚV 5. des. 2013 Óttast að vísindamenn fari úr landi

Sjá einnig sjónvarpsfréttir 5. des. 2013 Niðurskurður til rannsókna gagnrýndur


mbl.is Skoða fækkun á rannsóknastofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur vísindamaður

Jón Gunnar Bernburg hlaut hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2013. Jón Gunnar er félagsfræðingur og hefur rannsakað afbrotafræði, félagsleg frávik og skipulagsheildir.

Hann hefur birt bæði á íslensku og ensku, og stutt athugun á Google Scholar sýnir að hann hefur birt góðan fjölda greina og til hans er vitnað umtalsvert.

http://scholar.google.com/citations?sortby=pubdate&hl=en&user=cVaMdEgAAAAJ

Sú rannsókn hans sem mest er vitnað til heitir 

LABELING, LIFE CHANCES, AND ADULT CRIME: THE DIRECT AND INDIRECT EFFECTS OF OFFICIAL INTERVENTION IN ADOLESCENCE ON CRIME IN EARLY ADULTHOOD*
2003 JG Bernburg, MD Krohn Criminology 41 (4), 1287-1318

Þar segir í ágripi:

The theory predicts that official intervention in adolescence increases involvement in crime in early adulthood due to the negative effect of intervention on educational attainment and employment. Using panel data on urban males that span early adolescence through early adulthood, we find considerable support for this revised labeling approach. Official intervention in youth has a significant, positive effect on crime in early adulthood, and this effect is partly mediated by life chances such as educational achievement and employment.

Eftir því sem ég best skil ágripið, þá hefur það neikvæð áhrif á unga afbrotamenn ef gripið er til aðgerða af hálfu hins opinbera. Ég ráð fyrir því að vistun á unglingafangelsi sé dæmi um slíkt inngrip. Jón Gunnar og félagar fundu samband milli vistunar og glæpatíðni, sem styður þessa tilgátu. (Ég biðst forláts á losaralegri endursögn, athugsemdir félagsfræðinga og afbrotafræðinga væru vel þegnar).

Jón Gunnar veik að því í ræðu sinni að þetta væri í fyrsta skipti sem hvatningarverðlaunin eru veitt til félagsfræðings. Það er mjög jákvætt að mínu mati að Vísinda- og tækniráð heiðri vísindamenn úr öllum geirum. Það sem á að liggja til grundvallar er að viðkomandi standi sig vel í faginu, leggi mikilvæg lóð á vogarskálarnar og sé vandaður vísindamaður.

Ég vil óska Jón Gunnari og samstarfsmönnum til hamingju með verðlaunin.


mbl.is Jón Gunnar fær hvatningarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknablað fór í hundana

Læknablöð eru hinir virðulegustu pappírar. Þar er sagt frá nýjum uppgötvunum, teknar saman niðurstöður margra rannsókna og sérkennileg tilfelli kynnt. Allt staðlað, vandað, prófarkalesið, ritrýnt, gagnrýnt og fjarska þurrt aflestrar. Ástæðan er sú að...

Heill árgangur af vísindafólki rekinn

Fræði, vísindi og tækni standa að baki flestum framförum í mannlegu samfélagi síðustu tvær aldir. Fjölmargar skýrslur og rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif fjárfestinga í menntun, rannsóknir og tækni skilar sér, t.d. sem upplýstari samfélag, færara...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband