Leita í fréttum mbl.is

Mótmæltu niðurskurði með spurningamerkjum

Stefna Vísinda og tækniráðs fyrir 2013 - 2016 var kynnt í morgun.

http://www.rannis.is/frettir/2013/11/rannsoknathing-og-afhending-hvatningarverdlauna-visinda-og-taeknirads/

Stefnan er sett á sókn á sviði vísinda og nýsköpunar, sérstaklega aukningu samkeppnissjóða vísinda og tækniráðs.

Þessir sjóðir eru mjög litlir hérlendis, miðað við norðurlönd og vestræn OECD lönd. Engu að síður hyggst ríkistjórnin samt skera þá 2014 og meir næstu tvö ár. Afleiðingin verður sú að amk 40 störf ungra vísindamanna munu glatast.

Til að setja þetta í samhengi þá útskrifuðust 53 doktorar úr Háskóla Íslands árið 2013.

Ungir vísindamenn voru með táknræn mótmæli á kynningu á stefnu vísinda og tækniráðs í morgun.
40 þeirra stóðu upp, og héldu uppi spurningarmerki. Þeir spurðu, "hver er framtíð ungra vísindamanna á Íslandi?"

RÚV og Vísir fjölluðu fyrst um málið. Á vef RÚV sagði:

Ungir vísindamenn mótmæltu niðurskurði til tækni- og vísindasjóða með því að rísa úr sætum á Rannsóknarþingi 2013 og halda uppi blöðum með spurningamerkjum. Merkin voru um 40 talsins og táknuðu þau störf sem tapast vegna niðurskurðar í fjárframlögum á fjárlögum til sjóðanna.

Ungu vísindamennirnir risu úr sæti meðan á pallborðsumræðum stóð, eftir að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafði flutt ávarp við upphaf fundarins.

Ný stefna Vísinda- og tækniráðs, fyrir árin 2013 til 2016 var kynnt á fundinum. Þar er gert ráð fyrir eflingu rannsókna en nokkrir létu í ljós áhyggjur af því að fjármagnsskortur kynni að hamla þeim áætlunum.

Fréttamaður vísis.is tók viðtöl við Ernu Magnúsdóttur og Ástríði Ólafsdóttur. 

"Við erum að benda á að verði af niðurskurði eins og hann birtist í fjárlögum þá munu yfir 40 störf ungra vísindamanna hverfa úr vísindasamfélaginu á næsta ári. Það er í hrópandi ósamræmi við þá stefnu sem var lögð fram hér á fundinum," segir Erna Magnúsdóttir, forsprakki hóps doktorsnema og nýdoktora frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Reykjavíkurakademíunni sem fjölmenntu á Rannsóknaþing  Rannís þar sem ný stefna Vísinda- og tækniráðs 2013-2016 var kynnt.

„Ég hef alltaf átt þann draum að fara út í heim í doktorsnám og koma svo hingað heim til að miðla minni þekkingu og reynslu. En svo fullorðnast maður og gerir sér grein fyrir að það verður sennilega aldrei af því,” segir Ástríður Ólafsdóttir, sem hyggur á brottför í frekara nám til Sviss. 

http://ruv.is/frett/motmaeltu-nidurskurdi-til-visinda

http://visir.is/motmaeltu-nidurskurdi-med-spurningamerkjum/article/201313120948


mbl.is Pereat ungra vísindamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefna Vísinda- og tækniráðs 2013-2016

Góðir íslendingar. Framtíð landsins er í húfi. Viljum við vera þjóðfélag frumframleiðenda í anda nítjándu aldar, eða nútímaleg þjóðfélag sem byggir á og hagnýtir þekkingu og tækni?

Spurningunni kann að vera svarað á Rannsóknaþingi Rannsóknamiðstöðvar Íslands
5. desember kl. 8:30-10:30 á Grand hótel Reykjavík.

Þá verður kynnt stefna Vísinda- og tækniráðs 2013-2016. Miðað við drög að stefnunni, þá er um framsæknar hugmyndir að ræða sem miða að því að auka velferð og hagvöxt með auknum stuðningi við rannsóknir og sérstaklega samkeppnissjóði. Það er ákveðin mótsögn í því að menntamálaráðherra hyggst skera niður framlög til vísinda og tækniþróunar næstu 3 árin (sbr. fjárlagafrumvarp 2014 og meðfylgjandi greinargerð).

Dagskrá

8:30-8:50          Opnunarávarp
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra

8:50-9:20          Kynning á stefnu Vísinda- og tækniráðs 2013-2016
Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar
Sveinn Margeirsson, formaður tækninefndar

9:20-10:00        Pallborðsumræður um stefnu Vísinda- og tækniráðs

Þátttakendur í pallborði:
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Guðmundur F. Sigurjónsson, forstjóri Kerecis
Vilborg Einarsdóttir, forstjóri Mentor
Magnús Gottfreðsson, læknir og prófessor við Háskóla Íslands
Þórarinn Guðjónsson, formaður Vísindafélags Íslendinga

10:00-10:30       Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Hilmar Bragi Janusson gerir grein fyrir starfi dómnefndar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir Hvatningarverðlaunin 2013

Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson

Skráning er á rannis@rannis.is

Ég hvet fólk til að mæta á fundinn. Sérstaklega grunnnema, framhaldsnema og nýdoktora, því það e framtíð þeirra sem hangir á spýtunni.

Við fáum e.t.v. svar við þeirri spurningu hvort að stjórnvöld vilji styðja við stefnuna með fjárframlagi, eða hvort þetta sé marklaust skrautplagg.

Áskorun vegna samkeppnissjóða.

Íslenskir vísindamenn standa að áskorun til stjórnvalda vegna samkeppnissjóða - ég hvet þá sem er annt um grunnrannsóknir, framþróun og nýsköpun til að skrifa undir.

http://www.petitions24.com/hvetjum_stjornvold_til_a_falla_fra_niurskuri_til_visinda

Ítarefni:

147 vísindamenn Til varnar rannsóknarsjóðum

Hans Guttormur Þormar Aðför að nýsköpun og hagvexti

Erna Magnúsdóttir ofl. Gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag

Ályktun vegna samkeppnissjóða

Arnar Pálsson Lítil von um hagvöxt, ef rannsóknum er fórnað

 


Skortur á virðingu fyrir menntun og fræðum

Niðurstöður PISA könnunarinnar er áfall, en samt fyrirséð. Teikn hafa verið á lofti í mörg ár (sumir segja áratugi), fleiri börn og unglingar eiga í miklu basli með lærdóm og lestur. Ástæðurnar eru nokkrar, en ein þeirra er skortur á virðingu fyrir...

Áskorun vegna samkeppnissjóða - undirskriftasöfnun

Íslenskir vísindamenn standa að áskorun til stjórnvalda vegna samkeppnissjóða - ég hvet þá sem er annt um grunnrannsóknir, framþróun og nýsköpun til að skrifa undir. http://www.petitions24.com/hvetjum_stjornvold_til_a_falla_fra_niurskuri_til_visinda...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband