Leita í fréttum mbl.is

Ályktun um Norðlingaölduveitu og Rammaáætlun

Stjórn Vistfræðifélagsins ályktar um Norðlingaölduveitu og Rammaáætlun

Reykjavík, 21. nóvember 2013
Til umhverfis-og auðlindaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar (afrit sent til fjölmiðla),
 
Stjórn Vistfræðifélags Íslands skorar á stjórnvöld að láta af öllum áformum um frekari veitur fyrir virkjanir í og við Þjórsárver.  Þjórsárver eiga að njóta verndar sem landslagsheild samkvæmt faglegum forsendum Rammaáætlunar. Þau njóta einnig verndar sam kvæmt alþjóðlegum samningi um vernd votlendis (Ramsar sáttmálinn) sem Íslendingar eru aðilar að. Ákvarðanir um auðlindanýtingu þarf að byggja á vísindalegri þekkingu.
 
Nýting þarf að taka tillit til fjölbreyttra hagsmuna íslensku þjóðarinnar í nútíð og fra mtíð en ekki byggja á takmörkuðum efnahagslegum og tímabundnum forsendum.
 
Í þessu tilliti er afar brýnt að fylgja eftir hinni faglegu Rammaáætlun sem þegar hefur verið afgreidd lögformlega af Alþingi og hverfa frá öllum áformum um frekari röskun þess vistkerfis og landslagsheildar sem Þjórsárver mynda.
 
Stjórn Vistfræðifélags Íslands 


Toppnum náð - vindur úr blöðrunni

Það er glæsilegt að HÍ skuli hafa útskrifað 53 doktorsnema á síðasta ári. En mig grunar að hér hafi toppinum verið náð, og að við munum sjá hnignun í framhaldinu. Aðal ástæðan er sú að núverandi ríkistjórn hyggst skera niður stuðning við samkeppnissjóði vísinda og tækniráðs, sem var þó lagur fyrir (í alþjóðlegu viðmiði). Þetta bitnar sérstaklega hart á ungu vísindafólki, og fælir nemendur frá því að leggja rannsóknir fyrir sig!

Framhaldsnemar, eins og meistara og doktorsnemar, bera uppi grunnrannsóknir hérlendis. Þessir nemendur fá lítil laun, t.d. fá fæstir meistaranemar greitt fyrir sínar rannsóknir. Doktorsnemar geta aflað styrkja, sjálfir eða í samstarfi við leiðbeinendur sína. Launin eru frekar lág - sérstaklega miðað við vinnutíma.

Kerfið hérlendis er þannig að tveir megin aðillar styrkja framhaldsnám. Háskóli Íslands er með sjóð sem styrkir doktorsnema í 3 ár. Rannsóknasjóður styrkir einnig framhaldsnema, í gegnum 3 ára rannsóknaverkefni sem vísindamenn sækja um. Lengi vel var til rannsóknanámssjóður - þar sem hægt var að sækja um styrki fyrir meistaranema, eða til 1,2 eða 3 ára fyrir doktorsnema. Rannsóknasjóður var sameinaður rannsóknasjóði fyrir uþb ári, án þess að útfært væri hvernig framhaldsnemar ættu að geta fengið stuðning til uppihalds. Fjárveitingar til hans eiga að falla óbættar í fjárlagafrumvarpi fyrir 2014.

Staðreyndin er sú að það tekur meira en 3 ár að klára doktorsverkefni. Nemendur lenda því iðullega í klemmu með fjármögnun ef styrkur þeirra eða leiðbeinenda klárast. Reynt er að "redda" málunum á ýmsa vegu. Í mínu umhverfi eru dæmi um margskonar reddingar. Framhaldsnemar hafa

tekið að sér aðstoðarkennslu eða fyrirlestra,

tekið að sér önnur verkefni,

fengið sér hlutastörf úti í bæ,

leigt út herbergi (eða íbúðir sínar) til að afla viðurværis og

tekið sér pásu.

Margir þeirra sem taka hlé eru í raun hættir í námi.

Þetta leiðir til þess að doktorsnemar eru lengi að klára sínar rannsóknir, eða að þær fari hreinlega í súginn. Þar sem tímasetning skiptir miklu í vísindalegu samfélagi getur dráttur af þessu tagi skilið á milli hágæða og meðalmennsku.

Það eru margar brotalamir í íslensku vísindaumhverfi. Smáir samkeppnissjóðir, brotakennd fjármögnun framhaldsnáms, gallað punktakerfi í háskólum og skortur á stoðkerfi fyrir tilraunavísindi.

Glansandi ljósmyndir og gylltir skildingar geta ekki falið þá staðreynd að umhverfi fyrir rannsóknir og nýsköpun fer versnandi hérlendis.

Leiðréttingar.

Nokkrar ambögur voru sniðnar af 3. des, og ítarefni bætt við (hér að neðan).

Frábært frumkvæði frá hagræðingarnefnd

Stefna Vísinda- og tækniráðs 2010-2012

147 vísindamenn Til varnar rannsóknarsjóðum

Hans Guttormur Þormar Aðför að nýsköpun og hagvexti

Erna Magnúsdóttir ofl. Gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag

Ályktun vegna samkeppnissjóða

Arnar Pálsson Lítil von um hagvöxt, ef rannsóknum er fórnað

Arnar Pálsson Að stunda vísindi á ísjaka
mbl.is 53 doktorar á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært frumkvæði frá hagræðingarnefnd

"Samkeppnissjóðum verði fækkað og þeir stækkaðir og efldir þannig að hlutfall milli fastra fjárveitinga til rannsókna og samkeppnissjóða verði jafnara en nú er. Unnið verði að því að 50% fjármagns fari í gegnum samkeppnissjóði" segir hagræðingarnefnd...

Rannís refsað fyrir ráðdeild

Í drögum að fjárlögum fyrir 2014 hyggst stjórnin minnka sjóði sem styrkja grunnrannsóknir og tækniþróun, skattaafslátt til nýsköpunarfyrirtækja og stuðning við framhaldsnám. Samkeppnissjóðir hérlendis er hlálega litlir miðað við OECD og sérstaklega...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband