Leita í fréttum mbl.is

Toppnum náð - vindur úr blöðrunni

Það er glæsilegt að HÍ skuli hafa útskrifað 53 doktorsnema á síðasta ári. En mig grunar að hér hafi toppinum verið náð, og að við munum sjá hnignun í framhaldinu. Aðal ástæðan er sú að núverandi ríkistjórn hyggst skera niður stuðning við samkeppnissjóði vísinda og tækniráðs, sem var þó lagur fyrir (í alþjóðlegu viðmiði). Þetta bitnar sérstaklega hart á ungu vísindafólki, og fælir nemendur frá því að leggja rannsóknir fyrir sig!

Framhaldsnemar, eins og meistara og doktorsnemar, bera uppi grunnrannsóknir hérlendis. Þessir nemendur fá lítil laun, t.d. fá fæstir meistaranemar greitt fyrir sínar rannsóknir. Doktorsnemar geta aflað styrkja, sjálfir eða í samstarfi við leiðbeinendur sína. Launin eru frekar lág - sérstaklega miðað við vinnutíma.

Kerfið hérlendis er þannig að tveir megin aðillar styrkja framhaldsnám. Háskóli Íslands er með sjóð sem styrkir doktorsnema í 3 ár. Rannsóknasjóður styrkir einnig framhaldsnema, í gegnum 3 ára rannsóknaverkefni sem vísindamenn sækja um. Lengi vel var til rannsóknanámssjóður - þar sem hægt var að sækja um styrki fyrir meistaranema, eða til 1,2 eða 3 ára fyrir doktorsnema. Rannsóknasjóður var sameinaður rannsóknasjóði fyrir uþb ári, án þess að útfært væri hvernig framhaldsnemar ættu að geta fengið stuðning til uppihalds. Fjárveitingar til hans eiga að falla óbættar í fjárlagafrumvarpi fyrir 2014.

Staðreyndin er sú að það tekur meira en 3 ár að klára doktorsverkefni. Nemendur lenda því iðullega í klemmu með fjármögnun ef styrkur þeirra eða leiðbeinenda klárast. Reynt er að "redda" málunum á ýmsa vegu. Í mínu umhverfi eru dæmi um margskonar reddingar. Framhaldsnemar hafa

tekið að sér aðstoðarkennslu eða fyrirlestra,

tekið að sér önnur verkefni,

fengið sér hlutastörf úti í bæ,

leigt út herbergi (eða íbúðir sínar) til að afla viðurværis og

tekið sér pásu.

Margir þeirra sem taka hlé eru í raun hættir í námi.

Þetta leiðir til þess að doktorsnemar eru lengi að klára sínar rannsóknir, eða að þær fari hreinlega í súginn. Þar sem tímasetning skiptir miklu í vísindalegu samfélagi getur dráttur af þessu tagi skilið á milli hágæða og meðalmennsku.

Það eru margar brotalamir í íslensku vísindaumhverfi. Smáir samkeppnissjóðir, brotakennd fjármögnun framhaldsnáms, gallað punktakerfi í háskólum og skortur á stoðkerfi fyrir tilraunavísindi.

Glansandi ljósmyndir og gylltir skildingar geta ekki falið þá staðreynd að umhverfi fyrir rannsóknir og nýsköpun fer versnandi hérlendis.

Leiðréttingar.

Nokkrar ambögur voru sniðnar af 3. des, og ítarefni bætt við (hér að neðan).

Frábært frumkvæði frá hagræðingarnefnd

Stefna Vísinda- og tækniráðs 2010-2012

147 vísindamenn Til varnar rannsóknarsjóðum

Hans Guttormur Þormar Aðför að nýsköpun og hagvexti

Erna Magnúsdóttir ofl. Gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag

Ályktun vegna samkeppnissjóða

Arnar Pálsson Lítil von um hagvöxt, ef rannsóknum er fórnað

Arnar Pálsson Að stunda vísindi á ísjaka
mbl.is 53 doktorar á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært frumkvæði frá hagræðingarnefnd

"Samkeppnissjóðum verði fækkað og þeir stækkaðir og efldir þannig að hlutfall milli fastra fjárveitinga til rannsókna og samkeppnissjóða verði jafnara en nú er. Unnið verði að því að 50% fjármagns fari í gegnum samkeppnissjóði"  segir hagræðingarnefnd ríkisstjórnarinnar.

Um þetta fjalla 5 vísindamenn í Fréttablaðinu (30. nóvember 2013) Frábært frumkvæði frá hagræðingarnefnd ríkisstjórnarinnar!

Greinin birtist hér í heild, með áætluðu samþykki höfunda. 

------------- 

Nú eru liðnar um tvær vikur frá birtingu tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar um aukna framleiðni og hagræðingu í ríkisrekstri. Eins og við má búast hefur verið töluverð umræða í samfélaginu um tillögurnar og þær vakið athygli. Það er virkilega ánægjulegt að sjá að í tillögunum er að finna hugmyndir sem íslenskir vísindamenn hafa barist fyrir um áratuga skeið – um eflingu og sameiningu samkeppnissjóða til rannsókna- og vísindastarfs:


„32. Samkeppnissjóðum verði fækkað og þeir stækkaðir og efldir þannig að hlutfall milli fastra fjárveitinga til rannsókna og samkeppnissjóða verði jafnara en nú er. Unnið verði að því að 50% fjármagns fari í gegnum samkeppnissjóði (tengist einnig iðnaðar- og viðskiptaráðherra). 
33. Rannsóknarstofnunum verði fækkað og skipulag og rekstur þeirra einfaldaður frá því sem nú er með það að augnamiði að ná fram rekstrarhagræði og auknum gæðum í rannsóknar- og vísindastarfi. “
(Feitletrun er áhersluaukning höfunda). 

Vekur von í brjósti
Það vekur því von í brjósti um að fallið verði frá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að skera harkalega niður í fjárveitingum til samkeppnissjóðanna næstu þrjú árin eins og boðað er á blaðsíðu 244 í fjárlagafrumvarpi ársins 2014, sem lagt var fyrir Alþingi í lok september. Þar er kveðið á um að fallið verði frá 200 milljóna króna Markáætlun á næsta ári og stigvaxandi niðurskurð til þriggja ára um samtals 1 milljarð króna á fjárveitingum til Tækniþróunarsjóðs og Rannsóknasjóðs. Vegna þeirrar þriggja ára skuldbindingar sem t.d. felst í styrkveitingu úr Rannsóknasjóði mun þetta þýða að þegar í stað verði um 40% niðurskurður á nýjum styrkveitingum úr sjóðnum, sem aftur þýðir að a.m.k. 40 störf ungra vísindamanna hverfi úr nýsköpunarsamfélaginu strax á næsta ári. 

Djarfar tillögur
Þessar djörfu tillögur hagræðingarnefndar ríkisstjórnarinnar um að efla verði hér samkeppnissjóðina til þess að gera íslenskar grunnrannsóknir skilvirkari og samkeppnishæfari hljóta því að vera samfélaginu öllu fagnaðarefni. Grunnrannsóknir eru nefnilega forsenda framfara í nútímasamfélagi, og vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem þær hafa á hagvöxt hefur verið lögð mikil áhersla á sterka stöðu samkeppnissjóða hjá þeim þjóðum sem standa fremst í víglínunni hvað varðar lífsgæði og hagvöxt í heiminum. Á tímum samdráttar hefur samkeppnissjóðum margra landa verið hlíft við niðurskurði vegna beinna hagvaxtarhvetjandi áhrifa grunnrannsókna. 

Það er því ánægjulegt að sjá að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks virðist gera sér grein fyrir þessu eins og fram kemur í tillögum hagræðingarhópsins. Þar sem því var lofað að margar hagræðingartillagnanna kæmu strax til framkvæmda við vinnslu fjárlaga hljótum við að gera ráð fyrir að fallið verði frá boðuðum niðurskurði á fjárframlögum til samkeppnissjóðanna í því frumvarpi til fjárlaga sem lagt verður fyrir Alþingi í næstu viku.
 
Erna Magnúsdóttir
rannsóknarsérfræðingur við Læknadeild HÍ
Margrét Helga Ögmundsdóttir
nýdoktor við Læknadeild HÍ
Þórarinn Guðjónsson
prófessor við Læknadeild HÍ
Eiríkur Steingrímsson
prófessor við Læknadeild HÍ
Hans Guttormur Þormar
framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Lífeindar


Rannís refsað fyrir ráðdeild

Í drögum að fjárlögum fyrir 2014 hyggst stjórnin minnka sjóði sem styrkja grunnrannsóknir og tækniþróun, skattaafslátt til nýsköpunarfyrirtækja og stuðning við framhaldsnám. Samkeppnissjóðir hérlendis er hlálega litlir miðað við OECD og sérstaklega...

Risaeðlur og skólabækur í Texas

Risaeðlur standa bandaríkjamönnum miklu nær en íslendingum. Bergið hérlendis er svo ungt (innan við 20 milljón ára) að engar leifar af risaeðlum geta fundist hér. Þær finnast eingöngu í u.þ.b. 65 milljón ára eða eldri berglögum*. Krakkar sem gramsa í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband