Leita í fréttum mbl.is

Einar gegn niðurskurði á tækniþróunarsjóði

Háskóli Íslands stendur fyrir fyrirlestraröð um fyrirtæki sem hafa sprottið úr starfi sérfræðinga Háskóla Íslands. Nýlega flutti Einar Stefánsson prófessor við læknadeild erindi fjallar um fyrirtæki sem snúast um rannsóknir í augnlækningum. Fyrirtækin eru Risk, Oculis og Oxymap (Vísindi og nýsköpun í augsýn).

Að því tilefni talaði sjónvarp mbl.is við Einar um fyrirhugaðan niðurskurð á tækniþróunarsjóði og öðrum samkeppnissjóðum. Einar varaði eindregið við niðurskurði á þessum sjóðum.

Við tökum heils hugar undir orð Einars og hvetjum stjórnvöld og almenning til að standa vörð um nýsköpunarumhverfi Íslands. Við höfum ekki efni á að staldra ári lengur við á tuttugust öldinni.

Ítarefni:

Stefna Vísinda- og tækniráðs 2010-2012

147 vísindamenn Til varnar rannsóknarsjóðum

Hans Guttormur Þormar Aðför að nýsköpun og hagvexti

Erna Magnúsdóttir ofl. Gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag

Ályktun vegna samkeppnissjóða

Arnar Pálsson Lítil von um hagvöxt, ef rannsóknum er fórnað

Arnar Pálsson Að stunda vísindi á ísjaka
mbl.is Kemur niður á röngum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að stunda vísindi á ísjaka

Grunnvísindi hafa alltaf verið afskipt hérlendis. Til dæmis veitum við mjög lágu hlutfalli rannsóknarpeninga í samkeppnissjóði. Þetta birtist einnig í því að það tók þriggja ára fortölur til að sannfæra fyrrverandi menntamálaráðherra um að hækka styrki til samkeppnissjóða, sem styrkja grunnrannsóknir og tækniþróun.

Nýi menntamálaráðherrann dró þá hækkun til baka undir yfirskini sparnaðar, en mann grunar að meginástæðan sé sú að pólitískur andstæðingur hans stóð fyrir henni. 

Í umræðum á alþingi 4. nóvember 2013 sögðust allir á mælendaskrá að vísindi myndu auka hagsæld og framfarir, en enginn stjórnarliði var tilbúinn að endurskoða niðurskurðinn. Menntamálaráðherra var með gagnslitlar uppástungur:

Vísinda- og tækniráð ítrekar mikilvægi þess, og það hefur komið fram, að íslenskir vísindamenn sæki um í alþjóðlega samkeppnissjóði og byggi þannig upp alþjóðlega rannsóknarhópa.

Vandamálið er að íslenskir vísindamenn þurfa innlenda styrki til að vera gjaldgengir í erlent samstarf. Útlendingarnir vilja ekki vinna með þeim sem hafa ekkert nema hugarafl fram að færa. Peningar og mannafli eru hreyfikraftur vísindalegra framfara, því hugmyndirnar sjálfar þarf að prófa og sannreyna!

Á nýafstaðinni ráðstefnu Rannsóknamiðstöðvar Íslands kynnti Jan Truszczynski (Director General, DG Education and Culture, European Commission) nýja rannsóknaráætlun evrópusambandsins, sem Ísland er aðilli að.

Ég spurði hann hvernig íslenskir vísindamenn ættu að geta sótt um í evrópuáætlanir án þess að hafa stuðning að heiman? Með einfaldri líkingu, hvernig eigum við að fljúga á Evrópskum styrkjum ef Íslensk stjórnvöld plægja upp flugbrautir okkar?

Svar hans var að rannsóknasjóðir Evrópusambandsins eiga ekki að koma í staðinn fyrir samkeppnissjóði einstakra landa (sem taka þátt í rannsóknaráætlunum sambandsins).

Það að stunda grunnrannsóknir hérlendis er dálítið eins og að stunda vísindi á ísjaka. Umhverfið er óaðlaðandi, undirstaðan hverful og glóruleysi stjórnvalda þýðir að stefnan er tekin til botns, því á endanum bráðnar klakinn.

Ítarefni:

Opnunarráðstefna nýrra samstarfsáætlana ESB á Hótel Sögu 22. nóvember

147 vísindamenn Til varnar rannsóknarsjóðum

Hans Guttormur Þormar Aðför að nýsköpun og hagvexti

Stefna Vísinda- og tækniráðs 2010-2012

Erna Magnúsdóttir ofl. Gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag

Arnar Pálsson Lítil von um hagvöxt, ef rannsóknum er fórnað

Ályktun vegna samkeppnissjóða

Breytingar:

Ágústi eru þakkaðar leiðréttingar á stafsetningu.


mbl.is Fá 1,7 milljónir evra í styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppnissjóðir og háskólar fjársveltir

Í býtið ræddi við Tinnu Laufey Ásgeirsdóttur, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands um fjármögnun háskólastarfs hérlendis. Tinna lagði áherslu á hversu litlum fjármunum við veitum til háskóla miðað við OECD. Þegar háskólastigið er skoðað þá er eins og...

Faðir aðferðar til að lesa DNA

Erfðaefnið byggist upp á tveimur þráðum, sem hanga saman með svokölluðum basapörum. Basarnir eru fjórir, almennt kallaðir A, C, G og T, og það er röð þeirra sem ákvarðar röð amínósýra í prótínum, og fleiri atriði eins og hvar er kveikt og slökkt á genum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband