Leita í fréttum mbl.is

Þjórsárver ekki Norðlingaölduveitu

Ályktun stjórnar Líffræðifélags Íslands um meðferð stjórnvalda á umhverfismálum 2013.

Stjórn Líffræðifélags Íslands hvetur stjórnvöld og Alþingi til að standa vörð um náttúru landsins. Við leggjum sérstaka áherslu á nokkur atriði á sviði umhverfismála.

Í fyrsta lagi er mikilvægt að stækkun friðlands við Þjórsárver sé tryggð, og þá sérstaklega að fallið verði frá áformum um Norðlingaölduveitu. Það væru skelfileg mistök að raska náttúru þessa einstaka svæðis.

Í öðru lagi er brýnt að staðfesta Rammaáætlun eins og hún var afgreidd á Alþingi vorið 2013. Rammaáætlun var unnin í vönduðu og faglegu ferli sem tók tillit til sjónarmiða náttúruverndar, nýtingar, efnahags, menningar og sögu landsins. Það væri bæði kostnaðarsamt og misráðið að varpa þeirri vönduðu vinnu fyrir róða vegna illa ígrundaðra pólitískra sjónarmiða.

Í þriðja lagi er nauðsynlegt að Náttúruverndarlögin, eins og þau voru samþykkt 2012, taki gildi óbreytt. Teljum við rökstuðning ráðherra fyrir afturköllun laganna ekki byggða á faglegum forsendum né í samhengi við þær athugasemdir sem bárust frá hagsmunaaðillum á þeim tíma sem Alþingi hafði lögin til umræðu.

Í fjórða lagi er mikilvægt að ráðuneyti Umhverfismála fái sér ráðherra, sem getur sinnt málaflokknum af heilum hug en ekki í hjáverkum. Það er sérlega óheppilegt að sami ráðherra eigi að fara með málefni auðlindanýtingar og umhverfismála, og vera því í þeirri að stöðu að þurfa sitja beggja vegna borðsins.

Umhverfismál voru ofarlega á baugi á Líffræðiráðstefnunni 2013, sem haldin var 8. og 9. nóvember síðastliðinn. Um 300 manns sóttu ráðstefnuna og um 200 rannsóknir voru kynntar á erindum og veggspjöldum. Nánari upplýsingar www.biologia.is

Stjórn Líffræðifélags Íslands

Arnar Pálsson

Guðmundur Árni Þórisson

Hrönn Egilsdóttir

Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir

Snorri Páll Davíðsson

Blogghöfundur er formaður Líffræðifélags Íslands.

Uppfært 13. nóvember 2013, og tengt við frétt á mbl.is.

http://biologia.is/2013/11/12/alyktun-stjornar-liffraedifelags-islands-um-umhverfismal-2013/
mbl.is Vill breyta friðlýsingu Þjórsárvera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hröð þróun við rætur himnaríkis

Andesfjöllin myndast við jarðskorpuhreyfingar, þegar tveir flekar rekast saman og bergmassinn hrúgast upp. Fjöllin hafa verið að hækka undanfarna ármilljarða, og það mætti segja að þau séu að færast nær einhverju ríki himnanna (ef oss er gefið skáldaleyfi).

Efst í fjöllunum, fyrir ofan hina eiginlegum trjálínu er mjög sérkennilegt búsvæði, sem kallast Páramos. Gróðurfarið sem er mjög sérkennilegt, blanda af graslendi, runnum og einstaka trjám, heillaði náttúrufræðinginn Alexander von Humboldt algerlega. Hann sagði:

Nowhere, perhaps, can be found collected together, in so small a space, productions so beautiful and so remarkable in regard to the geography of plants...

Nýleg rannsókn í opna vísindaritinu Frontiers in Genetics tekur saman gögn um þróun plantna á þessu einstaka svæði. Þau eru borin saman við gögn frá á öðrum svæðum þar sem vitað er að þróun er mjög hröð. Dæmi um slíka hraða þróun og tegundamyndun eru t.d. finkurnar á Galapagoseyjum og silfursverðin og ávaxtaflugurnar á Hawaii (sjá mynd af www.arkive.org).

  Silversword

Það sem er sláandi við niðurstöðurnar er að plönturnar á Páramos þróuðust hraðar en á hinum svæðunum. Síðan þetta búsvæði í Andesfjöllunum, myndaðist fyrir um 2.5 milljónum ára hefur þróun plantna verið mjög ör á svæðinu, sem leiddi til þessa undraverða breytileika sem heillaði Humbolt kallinn.

Annað sem er sérkennilegt við Páramas er mun kaldari staður en hin betur þekktu himnaríki á jörð, Galapagós eða Hawaii. 

Grein þessi er byggð að miklu leyti á grein eftir Carl Zimmer í New York Times - Fast-Paced Evolution in the Andes.

Ítarefni:

Madriñán S, Cortés AJ and Richardson JE (2013) Páramo is the world's fastest evolving and coolest biodiversity hotspot. Front. Genet. 4:192. doi: 10.3389/fgene.2013.00192

Fleiri myndir má sjá á www.arkive.org og upplýsingar á vef grasafræðideildar Hawaii haskóla (Hawaiian silversword alliance, UH Botany). 

Arnar Pálsson 2011 Fjölbreytni lífsins

Leó Kristjánsson. „Hver var Alexander von Humboldt og hvert var hans framlag til vísindanna?“. Vísindavefurinn 11.3.2011. http://visindavefur.is/?id=58666. (Skoðað 12.11.2013). 


Ómar í fullu fjöri

Ómar Ragnarsson hefur verið hetjan mín frá því ég var ungur drengur. Gamanvísurnar voru leiknar af hljómplötum í mínu ungdæmi, og þegar Stiklur voru sýndar í sjónvarpinu ríkti hátíðleiki og andakt á heimilinu. Amma tók úr sér fölskurnar og sagði okkur...

Og ríkið skerðir tækniþróunarsjóð

Það eru margvíslegar hindranir á vegi þeirra sem standa að sprotafyrirtækjum. Í nýlegri frétt mbl.is eru rakin vandamál við aðgang að áhættufjármagni og gjaldeyrishöftin. Hæstvirtur mennta og menningarmálaráðherra vegur einnig að nýsköpunarfyrirtækjum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband