17.11.2013 | 09:23
Vísindi og nýsköpun í augsýn
Háskóli Íslands stendur fyrir fyrirlestraröð um fyrirtæki sem hafa sprottið úr starfi sérfræðinga Háskóla Íslands. Næsta erindi fjallar um fyrirtæki sem rannsóknum í augnlækningum. Fyrirtækin eru Risk, Oculis og Oxymap.
Ríkisstjórn Íslands hyggst draga úr fjárframlögum til rannsóknasjóða á næstu þremur árum (Lítil von um hagvöxt, ef rannsóknum er fórnað). Þannig að líkurnar á að svona fyrirtæki verði til hérlendis á næstu þremur árum, minnka umtalsvert.
Hér fylgir tilkynning um erindið, starfsemi þessara þriggja fyrirtækja og tilurð.
--------
Fyrirlestur í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands miðvikudaginn 20. nóvember 2013 kl. 12.
Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum, kemur við sögu við stofnun fyrirtækjanna þriggja en hann er mikilvirkur vísindamaður á sviði augnlækninga. Einar hefur beitt sér sérstaklega í nýsköpun og stofnun sprotafyrirtækja sem byggjast á vísindalegum grunni. Hann mun fara yfir tilurð fyrirtækjanna og ræða um tengsl vísinda og nýsköpunar.
Risk ehf.
þróar áhættureiknivél sem metur áhættu sykursjúkra á augnsjúkdómum og sjónskerðingu.
Oculis ehf.
vinnur með nanóagnir í augndropum til að bæta lyfjameðferð við ýmsum algengum augnsjúkdómum.
Oxymap ehf.
þróar tækjabúnað sem getur metið blóðþurrðarsjúkdóma í augnbotnum með stafrænni myndvinnslu.
15.11.2013 | 10:05
Skyldleiki hafarna á líffræðiráðstefnunni
Umhverfismál voru ofarlega á baugi á Líffræðiráðstefnunni 2013, sem haldin var 8. og 9. nóvember síðastliðinn.
Meðal annars var fjallað um skyldleika hafarna, en Snæbjörn Pálsson og félagar hafa rannsakað þetta með erfðafræðilegum aðferðum. Ágrip rannsóknarinnar er aðgengilegt á vef Líffræðifélagsins:
Íslenski haförninn hefur átt erfitt uppdráttar frá upphafi 20. aldar þegar honum hafði stórfækkað frá fyrri tíð vegna ofsókna. Líklega hefur stofninn verið hátt í 200 pör við lok 19. aldar, um 40 pör þegar örninn var friðaður 1914 en einungis 20-25 pör frá 1920-1970. Eitrun fyrir refi var örnum skeinuhætt en hún var bönnuð 1964. Upp úr 1970 tók stofninn að stækka hægt en nokkuð samfellt, í 60 pör 2003 og nú um 70 pör. Frjósemi íslenska arnarins er mun lægri en hjá öðrum hafarnarstofnum eða 0,44 ungar á par á ári. Aukinn skyldleiki samfara minni stofnstærð gæti haft neikvæð áhrif á frjósemi og lífslíkur og skýrt lélegan varpárangur stofnsins.... (meira á biologia.is)
Þeir komast að því að lítil frjósemi íslenskra hafarna kann að orsakast af miklum skyldleika innan stofnsins.
Um 300 manns sóttu ráðstefnuna og um 200 rannsóknir voru kynntar á erindum og veggspjöldum. Nánari upplýsingar www.biologia.is.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir hélt einnig erindi á líffræðiráðstefnunni sem kallaðist Afturábak eða nokkuð á leið: Staða náttúruverndar á Íslandi.
Leifur Hauksson tók viðtal við hana af þessu tilefni og var það flutt í útvarpsþættinum Sjónmál í dag (13. nóvember 2013). Á vef RÚV segir:
Það er ekki tilefni til að afturkalla náttúruverndarlögin í heild segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor við HÍ sem sat í nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga. Hún segir jafnframt stöðu náttúruverndarmála á Íslandi í dag alls ekki nógu góða.
Hún bendir á að fé til náttúrverndarmála sé skorið grimmilega niður í fjárlögum. Hún telur að skoða þurfi friðlýsingar í nýju ljósi og hugsa þær út frá t.d.vistkerfum og vatnasvæðum, Sum vatna- og lindasvæði okkar séu einstök.
Hægt er að hlýða á viðtalið á vef RÚV, Náttúrufegurðin verður í askana látin.
![]() |
Skyldleiki kann að minnka frjósemi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2013 | 09:32
Að prjóna sig út úr kreppunni
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2013 | 14:39
Afturábak eða nokkuð á leið: Staða náttúruverndar á Íslandi
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó