10.9.2013 | 08:55
Málþing um opinn aðgang 25. október
6.9.2013 | 14:08
Fyrirsjáanlegt vandamál
Skemmdirnar á ytra byrði Öskju voru fyrirsjáanlegar.
Þær hafa verið þekktar í mörg ár, og yfirstjórn HÍ segist ætla að fara yfir málið, en saltar það svo.
Samkvæmt frétt á visir.is 2004 Tæring í klæðningu náttúrfræðahúss. Þar segir
------------
Samkvæmt heimildum blaðsins veldur hönnunargalli því að klæðningin sem þekur húsið að utan er að tærast upp. Ryðfríir naglar hafi verið settir í klæðninguna og það valdi spennusviði sem hafi tæringu í för með sér. Ekki mun vera hægt að stöðva eyðilegginguna samkvæmt heimildum en jafnvel er talið er að skipta þurfi um klæðninguna með ærnum tilkostnaði.
Einn heimildarmanna blaðsins sagði jafnframt að fagmenn hefðu varað við tæringunni þegar bygging hússins stóð yfir. Ekki hafi verið orðið við athugasemdum þeirra.
-----------
Frétt á visir.is frá 2009 Dularfullar skemmdir á nýrri háskólabyggingu segir að reynt hafi verið að gera við skemmdirnar og að viðgerð fari fram sumarið 2010 (næsta sumar) sjá tilvitnun:
-----------
Tilraunir hafa verið gerðar til að stöðva skemmdirnar. Máling hefur verið tekin af, ryð pússað í burtu og aftur málað. Það er þó ekki útilokað að skemmdirnar komi aftur fram.
Guðmundur R. Jónsson, sviðsstjóri, framkvæmda- og rekstrarsviðs Háskóla Íslands sagði að húsið yrði tekið í gegn næsta sumar og skemmdir lagaðar.
-----------
Sem starfsmaður í Öskju get ég vottað um að viðgerðir hafa ekki farið fram, fyrir utan einfaldar tilraunaviðgerðir árið 2008/2009.
Og í ljósi hversu lítil innistæða var fyrir yfirlýsingum yfirstjórnar HÍ árið 2004 og 2009, þá efast ég um að gjörðir fylgi úttekt á Öskju.
Almenna lexían er sú að það hefur afleiðingar að hundsa ráð sérfræðinga.
![]() |
Klæðning Öskju er mjög illa farin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2013 | 10:31
Vernda einstök svæði - vísindi, heimspeki og pólitík
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó