13.9.2013 | 12:53
Óperur bæta líðan eftir hjartaígræðslu
Að minnsta kosti ef þú ert mús. Japanskir vísindamenn framkvæmdu hjartaígræðslur á músum, og könnuðu óperur hefðu áhrif á batahorfur músanna. Og viti menn, mýsnar sem hlýddu á óperurnar jöfnuðu sig betur en þær sem fengu engar óperur.
Ig nóbelsverðlaunin snúast um að verðlauna snjallar rannsóknir, eða amk rannsóknir sem hafa spaugilegan vinkil.
Það er auðvelt að afneita Ig nóbelnum sem kjánaskap, og jafnvel gagnrýna að þau séu í raun vísindasirkus. En aðstandendur gæta þess að velja ekki bara fyndnar rannsóknir, heldur einnig rannsóknir með forvitnilega ef ekki hagnýta vinkla.
Í samfélagi nútímans er reyndar kappnóg af skemmtan, og sumir segja að minni áhugi fólks á þjóðfélagsmálum, menningu og vísindum sé að hluta til vegna þess að afþreyingar gleypi allan tíma. Susan Jacoby segir amk í The age of American unreason, að helsta afurð bítlatímans sé einmitt minnislaus poppkúltúr sem drekki upplýstri umræðu.
Ef til vill er eina leiðin til miðla mikilvægi vísinda að klæða vísindamennina í búninga og láta þá koma fram í risastórri grínóperu. Einmitt eins og Ig Nobelinn var í gær. Í tilefni af rannsóknarinnar á hjartaígræðslum, var verðlaunaathöfn Ig Nóbelsins skipulögð sem ópera í 4 þáttum, með stuttum innslögum þar sem sigurvegararnir tóku við verðlaunum.
Hægt er að horfa á sirkusinn á vef Ig Nobel - Improbable research.
Mynd af vef The Guardian.
Ítarefni:
2013 Ig® Nobel Prize Ceremony & Lectures - Improbable Research
Alok Jha The Guardian 13. sept. 2013. Ig Nobel prize for discovery that opera is good for a mouse's heart
Fréttaskot frá Associated Press http://www.youtube.com/watch?v=QcqVVbjiXOE
Masateru Uchiyama, Xiangyuan Jin, Qi Zhang, Toshihito Hirai, Atsushi Amano, Hisashi Bashuda and Masanori Niimi Auditory stimulation of opera music induced prolongation of murine cardiac allograft survival and maintained generation of regulatory CD4+CD25+ cells Journal of Cardiothoracic Surgery, vol. 7, no. 26, epub. March 23, 2012.
![]() |
Bjór rannsókn hlýtur Ig Nóbelinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2013 | 14:49
Ráðstefna um Líffræðirannsóknir á Íslandi - skráning hefst
Líffræðifélag Íslands býður til ráðstefnu um Líffræðirannsóknir á Íslandi 8. og 9. nóvember 2013
Frestur til að senda inn ágrip er 10. október.
Fólk getur kynnt líffræðirannsóknir eða líffræðikennslu (í samstarfi við Samlíf) með erindum eða veggspjöldum. Erindi og veggspjöld mega vera á íslensku eða ensku. Ráðstefnunni verður skipt upp í málstofur eftir viðfangsefnum og tungumálum. Ef of margar beiðnir um erindi berast, getur þurft að bjóða sumum þátttakendum að senda inn veggspjald í staðinn.
Vinsamlegast skráið þátttöku og ágrip á http://lif.gresjan.is/2013
Einnig er ókað eftir tilnefningum um unga eða eldri vísindamenn sem hafa skarað fram úr í líffræðirannsóknum. Tilnefningar sendist á Snæbjörn Pálsson eða Bjarna K. Kristjánsson.
Staðfest yfirlitserindi
James Wohlschlegel UCLA
Þóra Ellen Þórhallsdóttir HÍ
Agnar Helgason HÍ og ÍE.
Laugardagskvöldið 9. nóvember verður haustfagnaður félagsins.
Nánari upplýsingar, um ráðstefnu og haustfagnað birtast á nýrri vefsíðu félagsins http://biologia.is
Vinsamlegast dreifið auglýsingu!
10.9.2013 | 13:59
Furðuleg seinkun friðunar
10.9.2013 | 13:48
Guðni Guðjónsson grasafræðingur
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó