4.9.2013 | 22:54
Óvísindaleg Ameríka og við hin
Chris Mooney og Sheril Kirshenbaum gáfu út bókina Unscientific America árið 2009.
Nokkrar af lykilstaðreyndunum úr bókinni eru þessar.
46% Bandaríkjamanna trúa því að jörðin sé yngri en 10.000 ára gömul.
Í 5 klst. af fréttum í Bandarískum kapalstöðvum er minna en 1 mínúta notuð til að kynna vísindalegar niðurstöður.
Fjöldi dagblaða sem eru með vísindasíður, hefur fallið um 2/3 á tuttugu árum.
Hvorki Obama né McCain höfðu fyrir þvi að taka þátt í opinni umræðu um vísindi í kosningabaráttunni 2008.
Árið 1999 sögðu 47% Bandaríkjamanna að vísindalegar framfarir væru eitt af stoltum BAndaríkjanna. Árið 2009 var hlutfallið 27% (mjög fáir nefndu geimferðaáætlunina eða tunglferðirnar).
84% Bandarískra vísindamanna eru sannfærðir um að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum, en bara 49% þjóðarinnar.
Svipað mynstur sést í bólusetningaumræðunni. Andstaðan við bólusetningar er mest meðal þeirra sem ekki hafa vísindalega menntun.
En í bókinni þá benda þau ekki bara á skelfileg dæmi og útlista vandamál. Þau leggja til að vísindamenn skríði úr skel sinni, og taki þátt í samfélagsumræðu. En gæti þess einnig að skilja mikilvægi tilfinningalegra, heimspekilegra, lífskoðunarlegra (trúarlegra) og persónulegra svara og umræðu.
Andvísindi og gervivísindi eru ekki bundin við Bandaríkin. Þau er flutt inn til Íslands, þýdd og staðfærð.
Því hvet ég ykkur til að sækja erindi Chris Mooney laugardaginn 7. september.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.9.2013 | 09:16
Sálfræðin að baki stríðinu gegn umhverfisvísindum
Hvernig er best að greina rétt frá röngu, t.d. þegar deilt er um hvort skógarhögg muni hafa áhrif á vatnsból, eða þegar stungið er upp á að byggja kjarnorkuver inn í stórborg?
Umræða um slík álitamál fer fram á mörgum sviðum, en á endanum þarf að gera einhverskonar rannsókn, eða finna út staðreyndir málsins. Álitamálin í dæmunum hér að ofan eru í eðli sínu vísindaleg, og því er farsælast að nota aðferð vísinda og vandaða fræðimennsku til að meta stöðuna.
Síðan er það spurning um hvernig stjórnvöld fara með vísindalegar niðurstöður, eða hagsmunaaðillar sem vilja ákveðna niðurstöðu (óháð sannleikanum).
Í samfélagi nútímans eru fullt af alvarlegum vandamálum og deilum um nýtingu orku, verndun náttúru, skipulag borga, samfélaga og atvinnuvega. Því miður er of algengt að vísindalegar niðurstöður troðist undir í þessum deilum, þær verði stimplaðar sem pólitískar eða trompaðar með einhverjum Morfís-brellum. Skortur á vandaðri orðræðu þýðir að vísindilegar staðreyndir lenda í bakgrunni, þegar þær gætu blásið þokunni burt og vísað okkur veginn til betra samfélags og lausna.
Eitt dæmi um slíka deilu eru loftslagsvísindin. Þar er töluverð óvissa meðal ráðamanna og almennings. En meðal vísindamanna er óvissan hverfandi. Gögnin sýna óyggjandi að mannkynið hefur losað koltvíldi (og aðrar lofttegundir) sem hafa leitt til hlýnunar lofthjúpsins og loftslagsbreytinga. Ástæðan fyrir óvissunni meðal valdamanna og margra borgara er markviss herferð hagsmunaaðilla, t.d. olíufyrirtækja, sem miðar að því að framleiða efa.
Þeir sem vilja fræðast um þessa atlögu olíurisanna gegn samfélaginu og vísindunum ættu endilega að hlýða á erindi Chris Mooney laugardaginn 7. september. Sjá tilkynningu frá HÍ.
Chris Mooney flytur fyrirlestur í Háskólatorgi 105, laugardaginn 7. september kl. 12:00-13:30. Fyrirlesturinn nefnir hann ,,Sálfræðin sem býr að baki stríðinu gegn umhverfisvísindum."
Mooney er þekktur fyrir verk sín um vísindastríðin svokölluðu, en eftir hann eru bækurnar The Republican War on Science (2005); Storm World: Hurricanes, Politics and the Battle Over Global Warming (2007); Unscientific America, ásamt Sheril Kirshenbaum (2009); og The Republican Brain: The Science of Why They Deny Science and Reality (2012).
Meðal dagblaða og tímarita sem Mooney skrifar reglulega í eru The Washington Post, The Los Angeles Times, Mother Jones, Salon og The Atlantic.
Guðni Elísson, forseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands, kynnir Mooney og stýrir umræðum.
Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, er hluti af námskeiðunum Menningu og andóf og Loftslagsbreytingar, orðræða og aðgerðastefna sem kennd eru í menningarfræðum við Háskóla Íslands.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.8.2013 | 10:30
Greina rætur krabbameina
30.8.2013 | 09:49
Fæðing frægrar ræðu
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó