29.8.2013 | 11:35
Skammar forsætisráðherrann...
og yfirgefur Spán. Stjörnufræðingurinn Amaya Moro-Martín starfaði á Spáni en sagði nýverið upp og réð sig til NASA. Til að kveðja, sendir hún spænska forsetisráðherranum opið bréf sem birtist í blaðinu El País. Ensk þýðing bréfsins birtist í The Guardian - sjá tengil neðst.
Þar hraunar hún yfir stefnu(leysi) spænsku stjórnarinnar í vísindum og nýsköpun, og tíundar ótrúlega eiginleika spænsks skriffinnskubákns sem þarf að votta gæði spænskra vísindamanna.
Til að hvetja spænsk stjórnvöld til að hlúa að nýsköpun og fræðimennsku skrifuðu 50.000 spænskir vísindamenn skrifuðu undir lista. Þegar það hafði engin áhrif, þá skrifuðu 80.000 vísindamenn undir annað opið bréf. Og stjórnvöld höfðu ekki einu sinni fyrir því að veita þeim móttöku.
Hún klykkir út með bombu:
Mariano, during your administration, research in this country has sunk hopelessly into the abyss of the Mariana Trench. And even though our scientific colleagues have discovered that there is life down there, I should tell you that it is bacterial.
Staðreynd málsins er að vísindarannsóknir og nýsköpun hefur orðið undir í kreppunni. Stjórnvöld, á Spáni, hér sem næstum allstaðar annarstaðar, hafa minnkað styrki til vísindarannsókna (ef ekki í krónum þá að raunvirði). Einnig hefur samdrátturinn þrengt að vísindarannsóknum óbeint, t.d. hérlendis, þar sem aukinn fjöldi nemenda hélst í hendur við niðurskurð til Háskóla. Við HÍ þýddi þetta aukna kennsluskyldu, breytingar á reikniflokkum, og að kennarar fá ekki greitt fyrir að sinna framhaldsnemum. Reyndar fá þeir greitt fyrir leiðbeininguna þegar nemendurnir útskrifast, sem getur verið eftir 2,3,4,5 ár. Sumir framhaldsnemar hætta námi, og þá fer kannski 6 mánaða vinna í vaskinn - ógreidd.
Ég veit um fólk innan HÍ sem er farið að leita sér starfa erlendis. Vonandi tekur einhver þeirra sig til og skrifar opið bréf til íslenskra stjórnvalda. Amaya Moro-Martín er ekki bara hetja á Spáni.
The Guardian 29. ágúst 2013 Farewell letter to the Spanish PM from a scientist who is packing her bags
28.8.2013 | 15:50
Mamma, pabbi og staðgöngumamma
Lífverur fjölga sér á tvo megin vegu. Gerlar stunda kynlausa æxlun, en dýr, sveppir og plöntur styðjast flest við kynæxlun. Algengast er að karldýr og kvendýr hittist og sjái til þess kynfrumur renni saman, til að mynda nýjan einstakling.
Flestar manneskjur átta sig á að börn verða til á þennan hefðbundna hátt. En með tilkomu tæknilegra nýjunga er hægt að geta börn á annan hátt.
Tæknifrjóvgun, t.d. þar sem sæði er sprautað inn í eggfrumu, hefur rutt sér til rúms á undangengnum áratugum. Þetta gerir fólki kleift að eignast börn, jafnvel þegar sæðisfrumurnar eru mjög slappar til sunds, eða ósamrýmanlegar egginu á annan hátt.
Ófrjósemi er náttúrulegt fyrirbrigði, en læknavísindin hefur náð að yfirstíga hana með þessari aðferð og öðrum nálgunum. Eitt vandamál er t.d. galli í móðurlífi, eða ef fjarlægja þarf það vegna sýkinga eða sjúkdóms. Og einnig eru hommar óheppilega byggðir fyrir meðgöngu.
En hægt er að koma fósturvísi fyrir í staðgöngumóður, og þar getur það þroskast í hvítvoðung á uþb. 9 mánuðum. Staðgöngumæðrun er bönnuð hérlendis, sem og á öðrum norðurlöndum. Samt eru dæmi um íslensk börn sem fædd hafa verið erlendis, af staðgöngumæðrum.
Á fundi norrænu lífsiðfræðinefndarinnar sem haldinn var 26. og 27. ágúst síðastliðinn þá eru margir fletir á málinu, siðfræðilegir og lögfræðilegir. En augljóst er að bann við staðgöngumæðrun, ýtir fólki til útlanda. Margir hafa sótt til Indlands, og þar er kominn upp blómlegu þjónusta (iðnaður) fyrir pör sem glíma við ófrjósemi.
Vandamálið er bara að réttindi staðgöngumæðra í Indlandi eru frekar lítil, engin lög og þau drög sem eru á borðinu eru skrifuð með hagsmuni væntanlegra foreldra og þjónustuaðillanna að leiðarljósi. Þótt að staðgöngumæðrun sé að vissu leyti betra "starf" en mörg önnur sem indverskum konum standa til boða, þá virðist mér ljóst að margt þurfi að lagfæra til að gott sé.
Þetta verður síðasti pistill-blogg um staðgöngumæðrun í bili, en ég bendi áhugasömum á viðtöl Spegilsins við Ruth Macklin siðfræðiprófessor við Albert Einstein Háskólann í New York og Sjónmáls við Salvöru Nordal forstöðumann siðfræðistofnunar HÍ.
- Sjónmál 28. Ágúst 2013: Salvör Nordal heimspekingur segir frá umræðum á nýafstaðinni ráðstefnu um staðgöngumæðrun og tæknifrjóvganir og þeim álitamálum sem þar voru til umfjöllunar
- Spegillinn: Staðgöngumæðrun frá sjónarhóli nytjahyggju 27. Ágúst 2013: Konur sem gerast staðgöngumæður á Indlandi eru flestar ólæsar, oft eina fyrirvinna fjölskyldu sinnar og með veikan félagalegan bakgrunn
Ítarefni:
Ruth Macklin, prófessor í siðfræði
Visir.is 2011 Við gátum ekki hugsað okkur að lifa barnlausu lífi
STEPHANIE SAUL 2009 NY Times Uncertain Laws on Surrogates Leave Custody at Issue
Reproductive Technology and Surrogacy a Global Perspective, Reykjavik 25-27 August
http://www.ruv.is/mannlif/sjalfsogd-thjonusta-eda-idnadur
Vísindi og fræði | Breytt 29.8.2013 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2013 | 09:01
Gísli og Silke leiða sveppagöngu
27.8.2013 | 17:20
Strandfurur eru ekki risafurur
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó