Leita í fréttum mbl.is

Mörkun og ákvörðun kynfruma

Í líkömum dýra eru fjölmargar frumugerðir. Einfaldasta skiptingin er samt á milli kynfruma og líkamsfruma. En þar sem við komum öll úr frjóvguðu eggi verður, á einhverjum tímapunkti í þroskun, að greina á milli fruma sem koma til með að mynda kynfrumur og hinna. Hinar frumurnar byggja líkamann sjálfan, í allri sinni dýrð, frá meltingarvegi til beina.

Í spendýrum gerist þetta frekar snemma í þroskun (sjöunda degi í þroskun músa), í klasa fruma sem liggja inni í fóstrinu. Erna Magnúsdóttir, nú nýdoktor við lífvísindasetur HÍ, birti nú í ágúst grein í Nature Cell Biology um rannsóknir sínar á þessum þroskunaratburðum og þeim stjórnprótínum sem.

Úr tilkynningu:

Erna, sem er nýkomin til starfa við Lífvísindasetrið, vann að rannsókninni í rannsóknarteymi Azim Surani, prófessors við Gurdon-stofnunina við Háskólann í Cambridge. Hópurinn sérhæfir sig í að rannsaka svokallaðar kímfrumur í mönnum og músum. Kímfrumur verða til mjög snemma við fósturþroska og verða að kynfrumum við kynþroska. Vanti kímfrumur verður viðkomandi einstaklingur ófrjór og eru rannsóknir á sérhæfingu kímfrumna því afar mikilvægar. Rannsóknir á kímfrumum geta einnig varpað ljósi á grundvallarspurningar um svokallaða fjölgæfni, sem er hæfileiki stofnfruma til sérhæfingar í allar mismunandi frumur líkamans.

Ítarefni:

Magnúsdóttir E, Dietmann S, Murakami K, Günesdogan U, Tang F, Bao S, Diamanti E, Lao K, Gottgens B, Azim Surani M. A tripartite transcription factor network regulates primordial germ cell specification in mice. Nat Cell Biol. 2013 Aug;15(8):905-15. doi: 10.1038/ncb2798. Epub 2013 Jul 14.
 

Fréttatilkynning frá HÍ. Rannsókn varpar ljósi á þróun kynfruma

Lífvísindasetur HÍ

Erna Magnúsdóttir


Innflutt sköpunarhyggja

Íslenskir sköpunarsinnar eru frekar fáir, en þeir kunna ensku og þýða samviskusamlega kjaftæði sem framleitt er af amerískum sköpunarsinnum.

Ég hef ekki orðið var við eina einustu röksemd íslenskra sköpunarsinna, sem er frumleg ný gagnrýni á þróunarkenninguna. Í það heila eru þetta allt saman endurnýting á gömlum einföldum fullyrðingum, sem búið er að hrekja fyrir langa löngu.

Frosti og Máni í Harmageddon hafa oftar en ekki hjólað í íslenska sköpunarsinna, og af því tilefni kölluðu þeir undirritaðan í viðtal í morgun. Mest fór púðrið í að svara einstaka fullyrðingum eins íslensks sköpunarsinna, sbr. tengil á viðtalið hér að neðan.

En mér finnst mikilvægast að árétta, að jafnvel þótt að sköpunarsinnar bregði fyrir sig fáguðu orðfæri og vitni í greinar, staðreyndir og tölur, þá virða þeir lögmál vísinda að vettugi. Þeir beita ekki vísindalegum aðferðum, og rökfræðin er oft verulega brengluð.

Það er samt þeim í hag, að það líti út fyrir að þeir eigi í rökræðum við vísindamenn. Þeir vilja ekki endilega snúa þeim til síns málstaðar, heldur sannfæra venjulegt fólk um að  þróunarkenningin sé ekki jafn sönn og vísindamenn vilja láta. Þeir vilja framleiða efa, svona rétt eins og tóbaksframleiðendur framleiddu efa um hættuna af sígarettum og olíufyrirtækin nú um loftslagsvísindin.

Ég vildi óska að fólk beindi athygli sinni að brýnari vandamálum, og nýtti orkuna til að berjast fyrir t.d. náttúruvernd, sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, betri menntun og heilbrigðisþjónustu, réttindum minnihlutahópa og kúgaðra, minni spillingu og fleiri atvinnutækifærum.

Ítarefni:

X-ið 8. ágúst 2013 Sköpunarsinnum endanlega svarað

19.8.2011 Þróunarkenningin er staðreynd


Björn Sigurðsson uppgötvaði hæggengar veirusýkingar

Björn Sigurðsson læknir var einn fremsti vísindamaður Íslands. Hann rannsakaði hæggengar sýkingar í sauðfé, bæði lentiveirur og príon. Hann var í fremstu röð þessara rannsókna á sínum tíma og Keldur hófst til virðingar undir hans stjórn. Guðmundur...

Hagsmunaaðillar ráðast gegn vísindum

Markmið vísinda er að skilgreina vísindalegar spurningar og að leita svara við þeim. Í mannkynsögunni hafa vísindin oft troðið valdhöfum um tær, með því að afsanna heimsmynd eða gildismat ríkjandi stétta eða valdastofnanna. Nútildags eru einnig...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband