Leita í fréttum mbl.is

Helgistund við náttúrukassann

Í árdaga sjónvarpsins var það álitið mikið þarfaþing, fyrir miðlun þekkingar og frétta úr samfélagi manna. Í dag er sjónvarpið skemmtikraftur og kemur í stað tómstunda og leikja. Fólk horfir á sjónvarp til að hlæja og gleðjast (og auðvitað drepa tímann).

Reyndar eru einstaka þættir sem geta gert mann bæði glaðann og fróðann. Það á sérstaklega við um þætti David Attenboroughs um lífríki jarðar. Þessar vikurnar sýnir Rúv þætti um ævistarf Attenboroughs. Í kvöld verður fjallað um hvernig skilja má náttúruna:

Í þessum þætti segir Attenborough frá ótrúlegum framförum í vísindum sem hafa aukið skilning okkar á veröldinni og hvernig hann sjálfur hefur unnið út frá vísindakenningum og kynnt áhorfendum þær í þáttum sínum. Hann rifjar upp viðtöl sín við Konrad Lorenz sem gerði merkar uppgötvanir um atferli gæsa og segir frá tilraunum Stanley Millers með byggingarefni lífsins upp úr 1950. Í þáttaröðinni Lífið á Jörðinni fetaði Attenborough í spor hetjunnar sinnar, Charles Darwins, rakti þróunarsöguna og skýrði kenninguna um náttúruval. Eins hefur hann fjallað um landrekskenninguna og erfðavísindi og frá þessu og fleira skemmtilegu segir hann í þættinum og sýnir okkur að auki mörg forvitnileg dýr.
Það verður helgistund kvöld, fyrir framan kassann sem sýnir okkur undur náttúrunnar.

Kvikasilfur og sjávarsíðan

Nýlega birtist grein eftir Ester Rut Unnsteinsdóttur doktorsnema og Páll Hersteinsson (1951-2011) sem var prófessors í dýrafræði við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ,  og samstarfsmenn þeirra - sem lýsir rannsókn á kvikasilfursmengun í ref. Hér er hluti af fréttatilkynningu af vef Melrakkaseturs (sem Ester stýrir) endurbirt:

Þú ert það (og þar) sem þú étur - kvikasilfursmengun ógnar melrökkum við sjávarsíðuna

Niðurstöður spánýrrar rannsóknar sýna að melrakkar sem lifa og éta við sjávarsíðuna innbyrða hættulegt magn kvikasilfurs á lífsskeiði sínu. Vísindamenn frá Leibniz í Þýskalandi, Háskólanum í Moskvu í Rússlandi og Háskóla Íslands/Melrakkasetri eru höfundar greinar sem birt var í gær í vísindaritinu science online journal PLOS ONE, sjá: http://www.plosone.org/article/info%3Adoi%2F10.1371%2Fjournal.pone.0060879

Gerður var samanburður á þremur stofnum melrakka frá ólíkum búsvæðum. Kvikasilfur er eitt þeirra efna sem safnast upp í fæðukeðjunni og vísindamennirnir athuguðu því uppruna fæðunnar sem refirnir voru að éta. Refirnir á hinni rússnesku Commander eyju við Mednyi eyjaklasann lifa nær eingöngu á sjófuglum og selshræjum. Á Íslandi lifa refir við sjávarsíðuna að mestu á sjófugli og öðrum hafrænum fæðutegundum. Innanlands lifa refir að mestu á nagdýrum og fugli af landrænum uppruna. Mismunandi magn kvikasilfurs fannst í sýnum af þessum þremur búsvæðum. Mikið magn kvikasilfurs mældist í refum sem lifa á hafrænni fæðu, bæði á Íslandi og Mednyi.

Frekari umfjöllun á vef Melrakkaseturs.

Pistlar sem tengjast refum og músum (Melrakkasetur, Myndarlegir melrakkar, Ester Rut og hagamýsnar, Konungsríki refa og vellandi spóar).

 


Rannsóknir á steinbít á Látragrunni

Ásgeir Gunnarsson sérfræðingur á Hafrannsóknarstofnun mun fjalla um rannsóknir á steinbítnum ( Anarhichas lupus ) föstudaginn 10. maí (kl.12:30 í stofu 131). Erindið kallast Rannsóknir á steinbít á Látragrunni Ágrip erindis: Steinbítur hrygnir á haustin...

Lifandi steingervingur með DNA

Sagan af Bláfisknum er ævintýri í hæsta gæðaflokki. Hann lifði af ótrúlega atburði. Hann var vitni að endalokum risaeðlanna. Vísindamenn héldu að hann hafi dáið út fyrir rúmum 65 milljónum ára. En síðan birtist hann í fiskikörfu árið 1938, ekki alveg...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband