5.5.2013 | 10:15
Edzard Ernst berst við Kalla prins
Edzard Ernst er læknir sem hefur rannsakað óhefðbundnar meðferðir, og skrifað bókina Trick or Treatment ásamt blaðamanninum Simon Singh.
Ernst hélt erindi á málþingi til heiðurs Magnúsi fimmtudaginn 18. apríl 2013. Kastljós tók viðtal við hann að því tilefni, og var það flutt eftir kosningaösina (Virka óhefðbundnar lækningar?).
Þar lýsir hann meðal annars átökum sínum við bresku konungsfjölskylduna, sem er hlynnt óhefðbundnum meðferðum og hindurvitnum af ýmsu tagi. Sérstaklega Karl bretaprins, sem styður markaðsetningu smáskammtasulls sem lyfja.
Tenglar og annað skylt efni.
www.amazon.com/Trick-Treatment-Undeniable-Alternative-Medicine/dp/0393337782
Snákaolía og sannleikurinn á völtum fótum
The Guardian Ian Sample 2011 Prince Charles branded a 'snake oil salesman' by scientist
5.5.2013 | 10:05
Nám og kennsla í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni
Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og er ætlað kennurum á öllum skólastigum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur. Aðalfyrirlesari málþingsins verður Michael Reiss prófessor við University of London.
Málþingið er ætlað kennurum, stjórnendum hvers konar og öðru áhugafólki um náttúrufræðinám.
Undirbúningsnefnd málþingsins leitar að áhugaverðum fyrirlesurum, kynningum og/eða smiðjustjórnendum. Gera má daginn feiki skemmtilegan fyrir náttúrufræðikennara um umhverfi, náttúru, sjálfbærni, vísindi og fl.
Náttúrufræðikennarar hér á landi búa yfir mikilli reynslu og eru að kenna á fjölbreyttan hátt á þessu sviði sem áhugavert verður fyrir aðra kennara að nema af.
Undirbúningsnefndin vill gera þennan dag ókeypis og ánægjulegan fyrir alla kennara á öllum skólastigum og þess vegna verður ekki greitt fyrir erindi í peningum heldur vonum við að áhugasamir vilji deila reynslu og þekkingu sinni í skiptum fyrir fræðslu frá öðrum þennan sama dag.
2.5.2013 | 09:09
DNA dagurinn 25. apríl
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2013 | 18:16
Stórkostlegar framfarir á 60 árum
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó