10.5.2013 | 10:02
Kvikasilfur og sjávarsíðan
Nýlega birtist grein eftir Ester Rut Unnsteinsdóttur doktorsnema og Páll Hersteinsson (1951-2011) sem var prófessors í dýrafræði við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, og samstarfsmenn þeirra - sem lýsir rannsókn á kvikasilfursmengun í ref. Hér er hluti af fréttatilkynningu af vef Melrakkaseturs (sem Ester stýrir) endurbirt:
Þú ert það (og þar) sem þú étur - kvikasilfursmengun ógnar melrökkum við sjávarsíðuna
Niðurstöður spánýrrar rannsóknar sýna að melrakkar sem lifa og éta við sjávarsíðuna innbyrða hættulegt magn kvikasilfurs á lífsskeiði sínu. Vísindamenn frá Leibniz í Þýskalandi, Háskólanum í Moskvu í Rússlandi og Háskóla Íslands/Melrakkasetri eru höfundar greinar sem birt var í gær í vísindaritinu science online journal PLOS ONE, sjá: http://www.plosone.org/article/info%3Adoi%2F10.1371%2Fjournal.pone.0060879Gerður var samanburður á þremur stofnum melrakka frá ólíkum búsvæðum. Kvikasilfur er eitt þeirra efna sem safnast upp í fæðukeðjunni og vísindamennirnir athuguðu því uppruna fæðunnar sem refirnir voru að éta. Refirnir á hinni rússnesku Commander eyju við Mednyi eyjaklasann lifa nær eingöngu á sjófuglum og selshræjum. Á Íslandi lifa refir við sjávarsíðuna að mestu á sjófugli og öðrum hafrænum fæðutegundum. Innanlands lifa refir að mestu á nagdýrum og fugli af landrænum uppruna. Mismunandi magn kvikasilfurs fannst í sýnum af þessum þremur búsvæðum. Mikið magn kvikasilfurs mældist í refum sem lifa á hafrænni fæðu, bæði á Íslandi og Mednyi.
Frekari umfjöllun á vef Melrakkaseturs.
Pistlar sem tengjast refum og músum (Melrakkasetur, Myndarlegir melrakkar, Ester Rut og hagamýsnar, Konungsríki refa og vellandi spóar).
7.5.2013 | 16:15
Rannsóknir á steinbít á Látragrunni
Ásgeir Gunnarsson sérfræðingur á Hafrannsóknarstofnun mun fjalla um rannsóknir á steinbítnum (Anarhichas lupus) föstudaginn 10. maí (kl.12:30 í stofu 131). Erindið kallast Rannsóknir á steinbít á Látragrunni
Steinbítur hrygnir á haustin og klekkjast eggin út að vori. Aðalhrygningarsvæði steinbíts er á Látragrunni, árið 1999 byrjuð togskip að veiða steinbít í auknum mæli á Látragrunni á hrygningar- og klaktíma steinbíts. Frá árinu 2002 hefur verið friðað svæði á Látragrunni vegna hrygningar steinbíts. Rannsóknir sýna að steinbítur byrjar að hrygna á Látragrunni í seinnihluta septembers. Árið 2012 var farinn sérstakur rannsóknaleiðangur til að kanna hrygningu steinbíts á Látragrunni. Tilgangur hans var að athuga þéttleika hrygningarsteinbíts, athuga hvort hægt væri að meta þéttleika hrognaklasa með neðansjávar myndavél og sæbjúgsplóg og að merkja steinbít með rafeinda- og slöngumerkjum. Niðurstöður voru að ekki var hægt að meta þéttleika hrognaklasa steinbíts með neðansjávarmyndavélinni né sæbjúgsplógnum, myndir af svæðinu sýndu að steinbítur var oft í gjótum. Merktir voru 191 steinbítur með rafeindamerki, endurheimst hafa 20 steinbítar og sýna niðurstöður að far steinbíts virðist vera breytilegt milli friðaða svæðisins á Látragrunni og nærliggjandi svæða.
Mynd af steinbíti - úr safni Hafrannsóknastofnunar Picture copyright HAFRO.
Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 132 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2013 | 13:56
Lifandi steingervingur með DNA
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2013 | 10:15
Edzard Ernst berst við Kalla prins
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó