Leita í fréttum mbl.is

Kvikasilfur og sjávarsíðan

Nýlega birtist grein eftir Ester Rut Unnsteinsdóttur doktorsnema og Páll Hersteinsson (1951-2011) sem var prófessors í dýrafræði við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ,  og samstarfsmenn þeirra - sem lýsir rannsókn á kvikasilfursmengun í ref. Hér er hluti af fréttatilkynningu af vef Melrakkaseturs (sem Ester stýrir) endurbirt:

Þú ert það (og þar) sem þú étur - kvikasilfursmengun ógnar melrökkum við sjávarsíðuna

Niðurstöður spánýrrar rannsóknar sýna að melrakkar sem lifa og éta við sjávarsíðuna innbyrða hættulegt magn kvikasilfurs á lífsskeiði sínu. Vísindamenn frá Leibniz í Þýskalandi, Háskólanum í Moskvu í Rússlandi og Háskóla Íslands/Melrakkasetri eru höfundar greinar sem birt var í gær í vísindaritinu science online journal PLOS ONE, sjá: http://www.plosone.org/article/info%3Adoi%2F10.1371%2Fjournal.pone.0060879

Gerður var samanburður á þremur stofnum melrakka frá ólíkum búsvæðum. Kvikasilfur er eitt þeirra efna sem safnast upp í fæðukeðjunni og vísindamennirnir athuguðu því uppruna fæðunnar sem refirnir voru að éta. Refirnir á hinni rússnesku Commander eyju við Mednyi eyjaklasann lifa nær eingöngu á sjófuglum og selshræjum. Á Íslandi lifa refir við sjávarsíðuna að mestu á sjófugli og öðrum hafrænum fæðutegundum. Innanlands lifa refir að mestu á nagdýrum og fugli af landrænum uppruna. Mismunandi magn kvikasilfurs fannst í sýnum af þessum þremur búsvæðum. Mikið magn kvikasilfurs mældist í refum sem lifa á hafrænni fæðu, bæði á Íslandi og Mednyi.

Frekari umfjöllun á vef Melrakkaseturs.

Pistlar sem tengjast refum og músum (Melrakkasetur, Myndarlegir melrakkar, Ester Rut og hagamýsnar, Konungsríki refa og vellandi spóar).

 


Rannsóknir á steinbít á Látragrunni

Ásgeir Gunnarsson sérfræðingur á Hafrannsóknarstofnun mun fjalla um rannsóknir á steinbítnum (Anarhichas lupus) föstudaginn 10. maí (kl.12:30 í stofu 131). Erindið kallast Rannsóknir á steinbít á Látragrunni

steinbiturhafro_0.jpgÁgrip erindis:

Steinbítur hrygnir á haustin og klekkjast eggin út að vori. Aðalhrygningarsvæði steinbíts er á Látragrunni, árið 1999 byrjuð togskip að veiða steinbít í auknum mæli á Látragrunni á hrygningar- og klaktíma steinbíts. Frá árinu 2002 hefur verið friðað svæði á Látragrunni vegna hrygningar steinbíts. Rannsóknir sýna að steinbítur byrjar að hrygna á Látragrunni í seinnihluta septembers. Árið 2012 var farinn sérstakur rannsóknaleiðangur til að kanna hrygningu steinbíts á Látragrunni. Tilgangur hans var að athuga þéttleika hrygningarsteinbíts, athuga hvort hægt væri að meta þéttleika hrognaklasa með neðansjávar myndavél og sæbjúgsplóg og að merkja steinbít með rafeinda- og slöngumerkjum. Niðurstöður voru að ekki var hægt að meta þéttleika hrognaklasa steinbíts með neðansjávarmyndavélinni né sæbjúgsplógnum, myndir af svæðinu sýndu að steinbítur var oft í gjótum. Merktir voru 191 steinbítur með rafeindamerki, endurheimst hafa 20 steinbítar og sýna niðurstöður að far steinbíts virðist vera breytilegt milli friðaða svæðisins á Látragrunni og nærliggjandi svæða.

 Mynd af steinbíti - úr safni Hafrannsóknastofnunar Picture copyright HAFRO.

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 132 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.


Lifandi steingervingur með DNA

Sagan af Bláfisknum er ævintýri í hæsta gæðaflokki. Hann lifði af ótrúlega atburði. Hann var vitni að endalokum risaeðlanna. Vísindamenn héldu að hann hafi dáið út fyrir rúmum 65 milljónum ára. En síðan birtist hann í fiskikörfu árið 1938, ekki alveg...

Edzard Ernst berst við Kalla prins

Edzard Ernst er læknir sem hefur rannsakað óhefðbundnar meðferðir, og skrifað bókina Trick or Treatment ásamt blaðamanninum Simon Singh. Ernst hélt erindi á málþingi til heiðurs Magnúsi fimmtudaginn 18. apríl 2013 . Kastljós tók viðtal við hann að því...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband