Leita í fréttum mbl.is

Nám og kennsla í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun efnir til málþings um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni, miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:30 - 16:30.
Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og er ætlað kennurum á öllum skólastigum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur. Aðalfyrirlesari málþingsins verður Michael Reiss prófessor við University of London.
Málþingið er ætlað kennurum, stjórnendum hvers konar og öðru áhugafólki um náttúrufræðinám.

Undirbúningsnefnd málþingsins leitar að áhugaverðum fyrirlesurum, kynningum og/eða smiðjustjórnendum. Gera má daginn feiki skemmtilegan fyrir náttúrufræðikennara um umhverfi, náttúru, sjálfbærni, vísindi og fl.
Náttúrufræðikennarar hér á landi búa yfir mikilli reynslu og eru að kenna á fjölbreyttan hátt á þessu sviði sem áhugavert verður fyrir aðra kennara að nema af.
Undirbúningsnefndin vill gera þennan dag ókeypis og ánægjulegan fyrir alla kennara á öllum skólastigum og þess vegna verður ekki greitt fyrir erindi í peningum heldur vonum við að áhugasamir vilji deila reynslu og þekkingu sinni í skiptum fyrir fræðslu frá öðrum þennan sama dag.

DNA dagurinn 25. apríl

Fyrir rúmum 60 árum var bygging erfðaefnisins ráðgáta. Tilraunir höfðu sýnt fram á að ríbósakjarnsýra var erfðaefnið, en ekki prótínin sem lengstum höfðu verið í kastljósi vísindamanna. Kjarnsýra þessi var undarleg að því leyti að hún var saman sett úr 4 mismunandi grunneiningum, svokölluðum bösum. Vísindamönnum fannst ómögulegt að efni búið til úr svo fáum grunneiningum gæti mögulega skráð fyrir hinum fjölbreytilegu og stórkostlegu eiginleikum lífvera.

Hvernig gátu blóm rósanna, vængur leðurblökunar eða atferli kattarins verið mótað af svo einföldu efni?

Um 1950 var spurningin um byggingu erfðaefnisins ein mesta ráðgáta vísindanna. Margir virtir lífefnafræðingar og örverufræðingar tókust á við hana, en það var ekki fyrr en Francis Crick og James Watson tóku upp samstarf að lausnin fannst.

Lausnin er sú að DNA er byggt úr tveimur strengjum sem tvinnast saman í gorm. Í hvorum streng er röð basanna fjögurra, og þar í geymast upplýsingarnar. Seinna kom í ljós að þrír basar saman mynda tákn sem skrá fyrir röð amínósýra í prótínum. Þannig getur 4 stafa róf, myndað þúsundir ólíkra prótína!

Karl Blöndal fjallar um þessi tímamót í ljómandi góðum pistli, sem byggir að einhverju leyti á grein Adams Rutherford í the Guardian. Tímamót þessi eru oftast miðuð við 25. apríl1953, vegna þess að þá kom grein Watson og Crick út í Nature. Greinin byrjaði á þessum fleygu orðum

We wish to suggest a structure for the salt of deoxyribonucleic acid (D.N.A.). This structure has novel features which are of considerable biological interest.

Það gleymist oft að í sama hefti Nature voru greinar eftir Maurice Wilkins og Rosalind Franklin, sem höfðu verið að rannsaka kristalsbyggingu DNA. Sannarlega hjálpuðu gögn Rósalindu þeim félögum, en það er einnig vitað að Linus Pauling hafði sett fram hugmynd um þriggja þátta DNA. Líklegast er að Watson og Crick hafi bara landað lausninni, en að í raun hafi svarið legið í loftinu!

Eins og Karl ræðir í grein sinni, er oft talað um að Rosalind hafi verið snuðuð um heiðurinn og því haldið fram að hún hefði ekki fengið Nóbelinn hefði hún lifað. Hluti af ástæðunni er e.t.v. sú háðuglega umfjöllum sem Rósalinda fékk í bók Watson "The double helix". Þar afhjúpar Watson sýnar vanþroskaðari hliðar, kvennfyrirlitningu, snobb og strákshátt. Hins vegar miðlar bókin líka spennu rannsóknanna merkilega vel, óvissunni, tilraununum og fiðringnum í maganum þegar maður stendur frammi fyrir glænýrri þekkingu.

25. apríl hefur verið skilgreindur DNA dagurinn. Mörg fag og félagasamtök staðið fyrir viðburðum og keppnum um erfðafræði til að minnast þessara tímamóta og fá fók og nemendur til að hugsa um stöðu erfðafræði í nútímasamfélagi. Nýlega má minnast þess að Evrópska erfðafræðifélagið efndi til ritgerðasamkeppni um DNA og raðgreiningu erfðamengis mannsins. Verðlaunin voru veitt 25. apríl. Íslenska mannerfðafræðifélagið heldur utan um keppnina frá hendi Íslands, þótt ég viti ekki hversu margir pistlar fóru héðan til keppni.

Ítarefni

Nature DNA at 50. (tenglar á greinar Watson og Crick, Wilkins og félaga og Franklin og Gosling)

Adam Rutherford  DNA double helix: discovery that led to 60 years of biological revolution the Guardian 25. apríl 2013.

DNA dagurinn á vef Evrópsku erfðafræðisamtakanna www.dnaday.eu

Mannerfðafræðifélag íslands


mbl.is Skilningi á lífinu breytt til frambúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegar framfarir á 60 árum

RÚV sýnir þessa dagana þætti um framfarir í náttúrufræðisjónvarpi og störf David Attenboroughs. Í síðustu viku var það örk Attenboroughs ( Attenborough's Ark ) og í gær 60 ár í náttúrunni ( Attenborough - 60 Years in the Wild ). Þátturinn í gær var mjög...

Með fróðleik í fararnesti - Kræklingaferð í Hvalfjörð

Gísli Már Gíslason , prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, leiða ferð á slóðir kræklingsins í Hvalfirði. Kræklingi verður safnað og fræðst um hann og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband