4.4.2013 | 09:39
Frumframvinda á Skeiðarársandi
Vistfræðin tekst á margvíslegar spurningar. Ein er - hvernig nema lífverur land á lífvana svæðum. Þekktasta dæmið hérlendis er vitanlega Surtsey, en samfara hlýnun jarðar er einnig hægt að skoða landnám lífvera svæðum sem koma undan jöklum.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Kristin Svavarsdottir og samstarfsmenn hafa rannsakað framvindu á Skeiðarársandi um nokkura ára skeið. Þóra Ellen fékk t.d. styrk frá Rannís ásamt Guðrúnu Gísladóttur í verkefni sem heitir Framvinda gróðurs og vistkerfa við hörfandi jökla. Nemandi hennar og Kristínar Oliver Bechberger hefur stundað rannsóknir á sandinum, og rannsakað framvindu vistkerfisins með höfuð áherslu á landnám plantna. Oliver mun kynna rannsóknir sínar 5. apríl 2013, í föstudagsfyrirlestri líffræðinnar.
Ágrip erindis Olivers
Primary succession of vegetation was one of the first concepts in ecology, is yet still being discussed. Historically, competition was assumed to be the main force in shaping communities but recent research emphasizes positive interactions in plant communities as well. Here we present a facilitation experiment from Skeidarársandur and discuss it in the context of recent literature.
Mynd tekin undir Arnarfelli hin mikla, við Hofsjökul af Þóru Ellen Þórhallsdóttur. Picture copyright Thora Ellen Thorhallsdottir.
Erindið hefst kl. 12:30 og stendur til 13:10. Allir eru velkomnir - aðgangur ókeypis.
30.3.2013 | 14:46
Dó ... en lifir að eilífu
Í einhverri þjóðsögunni átti sopi úr hinum heilaga kaleika að veita eilíft líf. Óttinn við dauðann er ekki bundinn við mannfólk, flestar lífverur með bærilegt miðtaugakerfi forðast stefnumót við dauðann - þó sannarlega séu til undantekningar (sbr. karlköngulær sem bjóða sig köngulóakerlingum til átu).
Meðalaldur mannfólks hefur verið að lengjast en við getum ekki lifað að eilífu*. En frumur manna geta, fræðilega séð amk, lifað um aldir alda. Frumur líkamans geta fjölgað sér endalaust undir réttum aðstæðu. Þær þurfa góða og næringaríka lausn, enga samkeppni, og helst eiginleika krabbameinsfruma.
Ein mannvera a.m.k. lifir áfram eftir dauða sinn, sem hópur fruma á tilraunastofu.
Fimm barna móðirin Henríetta Lacks
Henrietta Lacks var tóbaksbóndi, móðir fimm barna, og lést úr krabbameini árið 1951. Frumur úr æxli hennar voru ræktaðar á tilraunastofu og ganga undir nafninu HeLa frumur. Þessar frumur urðu ótrúlega mikilvægar og notadrjúgar, því þær gerðu fólki kleift að rannsaka eiginleika mannsins - í tilraunaglasi.
Líffræðingar þekkja þessar frumur, margir hverjir úr sínum eigin rannsóknum eða úr frægum tímamótarannsóknum. Aðrar frumulínur, úr æxlum eða fósturstofnfrumum eru einnig þekktar og mikið notaðar.
Saga hinna ódauðlegu frumna Henriettu er full af lærdómum fyrir hina ungu sameindalíffræði og lífsiðfræði.
Börnin frétta af framhaldslífi móður sinnar
Frú Lacks átti fimm börn, en þau fréttu ekki af framhaldslífi frumnanna fyrr en 2 áratugum eftir dauða hennar. Í bók Rebeccu Sklott um æfi Henríettu Lacks, frumnanna og fjölskyldu hennar, segir frá því þegar dóttir hennar fær að sjá frumurnar í fyrsta skipti.
Þarna situr miðaldra blökkukona yfir smásjá, horfir á frumurækt á skál, og talar til frumnanna/móður sinnar.
Afkomendur frú Lacks eru stoltir af því að frumurnar séu notaðar til rannsókna, og vilja endilega að þær verði að gagni. En þeir hefðu vitanlega átt að vera spurðir álits í upphafi, hvort í lagi væri að nota frumurnar úr deyjandi móður þeirra.
Spurningar um einkalíf og friðhelgi
HeLa frumurnar vekur margar spurningar um upplýst samþykki og rétt einstaklinga.
Hvaða rétt hafa afkomendur frú Lacks varðandi mögulega takmörkun á notkun á frumunum? Eru þær komnar úr þeirra höndum, eða geta þeir takmarkað notkun á þeim?
Hvað þurfa margir afkomendur að vera mótfalnir notkun á frumnanna til að hætt verði að nota þær?
Er nóg að eitt barnabarn lýsi sig mótfallið, eða gildir einfaldur meirihluti?
Væri vægi atkvæða bundið skyldleika, hafa börn helmingi meira vægi en barnabörn o.s.frv.?
Erfðamengi HeLa frumanna og Henríettu Lacks
Nýjasti vinkillinn á málinu eru tíðindi þess efnis að erfðamengi HeLa frumanna hafi verið raðgreint. Það þýðir að allt erfðamengi þeirra var lesið og hægt er að bera það saman við aðra menn og konur, og sjá hvar í erfðamengi Henríettu Lacks eru ákveðnar stökkbreytingar með tiltekin áhrif. Þessi vísindi eru reyndar ung og mikil óvissa um áhrif flestra stökkbreytinga, en samt er hægt að læra margt. Erfðamengi HeLa fruma myndi örugglega staðfesta afrískan uppruna Henríettu, og mögulega einhverja alvarlega erfðagalla.
En sorglegi vinkillinn er að Steinmetz og félagar við EMBL sem raðgreindu erfðamengi HeLa frumanna, höfðu ekki samband við afkomendur Henríettu Lacks. Sameindalíffræðingar nútímans eru álíka glórulausir og frumulíffræðingar síðustu aldar, sem hugsuðu ekki út í siðfræðilegar hliðar rannsókna sinna.
Góðu fréttirnar eru þær að margir vísindamenn og aðrir létu í sér heyra þegar þessi tíðindi bárust og erfðamengi HeLa frumnanna var fjarlægt úr opnum gagnagrunnum.
Nú þurfum við, sem samfélag vísindamanna og leikmanna að takast á við þessar spurningar um aðgengi að erfðaupplýsingum, friðhelgi þeirra og skyldleika þeirra sem hlut eiga að málum.
Kemur það mér við hvað frændsystkyni mín gera við sínar erfðaupplýsingar?
Eiga börnin mín rétt á því að takmarka aðgengi annara að erfðaupplýsingum mínum, ef ég vill setja þær á netið?
Að síðustu vil ég þakka Jóhannesi fyrir að segja mér frá og lána mér bókina um Henriíettu Lacks.
Ítarefni:
REBECCA SKLOOT The Immortal Life of Henrietta Lacks, the Sequel NY Times March 23, 2013
Rebecca Skloot The Immortal Life of Henrietta Lacks
Tilkynning frá EMBL. 11. mars 2013. Havoc in biologys most-used human cell line
* enda spurning hvort að það sé æskilegt ástand.
21.3.2013 | 14:16
Röng eða rétt ákvörðun á augnabliki
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2013 | 11:02
Halldór Þormar skrifar um sögu mæði-visnu veirunnar
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó