Leita í fréttum mbl.is

Google-kort yfir efnaskipti mannsins

Efnaskipti fruma er meiriháttar flókin. Þegar ég hóf meistaranám, hékk á vegg tilraunastofu í sameindalíffræði kort af efnaskiptum kóligerilsins. Myndun amínósýra, kjarnsýra  og fitusameinda, auk efnaskipta og orkumyndunarferla, í risastóru neti með hundruði eininga og örva.

Efnaskiptum má lýsa myndrænt, en einnig með stærðfræðilegum hætti. Það er viðfangsefni kerfislíffræði, (systems biology) sem er afkvæmi stærðfræði, fræðilegrar líffræði og lífefnafræði. Kerfislíffræðingar koma úr mörgum áttum, nú tildags margir úr verkfræði vegna þess að þar er góð kennsla í reikniritum og stærðfræði.

Nýverið var samþykkt að stofna tvær nýjar línur í framhaldsnámi við HÍ, á sviði lífupplýsingafræði (bioinformatics) og lífverkfræði (bioengineering). Þær verða í boði frá og með haustinu 2013, nánari upplýsingar síðar.

Við Háskóla Íslands er kerfislíffræðisetur, sem hefur það m.a. að markmiði að kortleggja efnaskipti mannafruma. Önnur útgáfa slíks korts var kynnt fyrir skemmstu.

Um það er fjallað í nýlegri fréttatilkynningu frá HÍ:

Rannsóknahópur við Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands undir forystu Ines Thiele, dósents við Verkfræði- og náttúruvísindasvið háskólans, hefur ásamt hópi erlendra samstarfsmanna víða um heim búið til yfirgripsmesta reiknilíkan af efnaskiptaferlum mannslíkamans sem til er. Vonir standa til að efnaskiptalíkanið geti nýst til að finna orsakir sjúkdóma á borð við sykursýki, krabbamein og jafnvel tauga- og geðsjúkdóma og jafnframt til þess að finna nýjar aðferðir til að takast á við þá. Grein um afrek hópsins birtist nýverið í nýjasta hefti Nature Biotechnology, einu virtasta tímariti á sínu sviði í heiminum.  

Miðað við hversu margir erlendir miðlar hafa veitt þessu eftirtekt, átti ég von á að íslenskar fréttastofur myndu  segja frá þessu framfaraskrefi. En þær þurfa líklega bara einhverja hvatningu.

Umfjöllun erlendra miðla um efnaskiptakort mannsins (http://humanmetabolism.org).

Time

ScienceDaily

Wired


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband