Leita í fréttum mbl.is

Aðalfundur Líffræðifélags Íslands 20. febrúar 2013

Aðalfundur Líffræðifélags Íslands verður haldinn í Öskju, Náttúrufræðahúsi
Háskóla Íslands, kaffistofu starfsfólks, þann 21. febrúar næstkomandi kl.
20.00.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Dagskrá:
Fjármál félagsins.
Kosning stjórnar.
Starfið á árinu 2013.
Önnur mál.

Síðustu ár hefur starf félagsins aðallega snúist um Líffræðiráðstefnuna sem haldin er á tveggja ára fresti. Hún var síðast haldin í nóvember 2011, og liggur fyrir að halda hana nú í árslok.

Allir að styrkja uBiome

Nú er hægt að rannsaka örverur í meltingarveginum með aðferðum erfðamengjafræðinnar.

Margvíslegar rannsóknir eru stundaðar í þessu forvitnilega fagi.

Umfjöllun Joe Palca hja NPR kynnti nýjan vinkil á þessum rannsóknum, og rannsóknum yfirleitt.

Vísindamennirnir sem standa að uBiome  létu hattinn ganga. Þeir báðu almenning um pening, til að stunda rannsóknir á örverum í iðrum. Almenningur tók tilboðinu vel og hafa lagt $600.000 í hattinn.

Útfærslan er smá skemmtileg, því styrkjendur fá einnig sína eigin örveruflóru greinda. Vísindamennirnir fá pening og efnivið, og styrkjendur nýja sýn á sinn innri mann.

Ítarefni:

 


Vísindamaður í stöðu páfa

Besta lesning morgunsins er atvinnuumsókn Dean Burnett um starf páfa. Dean er vísindamaður í lausamennsku, reyndar trúlaus en samt mörgum kostum gæddur. Atvinnuumsókn hans birtist á vef The Guardian nú í morgunsárið. Pope resigns, scientist applies for...

Úr nóttu í dag - ný vitneskja í flokkunarfræði fugla: Náttfarar og skyldir hópar

Snorri Sigurðsson mun fjalla um doktorsverkefni sitt í erindi Líffræðistofu HÍ, föstudaginn 15. febrúar (kl.12:30 í stofu 131). Erindið kallast Úr nóttu í dag - ný vitneskja í flokkunarfræði fugla: Náttfarar og skyldir hópar. ( Recent developments in...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband