19.2.2013 | 12:51
Aðalfundur Líffræðifélags Íslands 20. febrúar 2013
Háskóla Íslands, kaffistofu starfsfólks, þann 21. febrúar næstkomandi kl.
20.00.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Dagskrá:
Fjármál félagsins.
Kosning stjórnar.
Starfið á árinu 2013.
Önnur mál.
Síðustu ár hefur starf félagsins aðallega snúist um Líffræðiráðstefnuna sem haldin er á tveggja ára fresti. Hún var síðast haldin í nóvember 2011, og liggur fyrir að halda hana nú í árslok.
15.2.2013 | 16:54
Allir að styrkja uBiome
Nú er hægt að rannsaka örverur í meltingarveginum með aðferðum erfðamengjafræðinnar.
Margvíslegar rannsóknir eru stundaðar í þessu forvitnilega fagi.
Umfjöllun Joe Palca hja NPR kynnti nýjan vinkil á þessum rannsóknum, og rannsóknum yfirleitt.
Vísindamennirnir sem standa að uBiome létu hattinn ganga. Þeir báðu almenning um pening, til að stunda rannsóknir á örverum í iðrum. Almenningur tók tilboðinu vel og hafa lagt $600.000 í hattinn.
Útfærslan er smá skemmtileg, því styrkjendur fá einnig sína eigin örveruflóru greinda. Vísindamennirnir fá pening og efnivið, og styrkjendur nýja sýn á sinn innri mann.
Ítarefni:
Scientists Pass The Hat For Research Funding by Joe Palca February 14, 2013
12.2.2013 | 12:05
Vísindamaður í stöðu páfa
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó