Leita í fréttum mbl.is

Þetta eru ekki tækni og vísindi

Nú toppar mbl.is sjálft sig, með því að setja frétt um skáldskap stjörnuspekings inn sem tækni og vísinda frétt.

Þetta er svona ámóta og segja að fréttir af bruna í Breiðholti eigi heima undir kosningar eða úrslit úr körfunni falli undir Bíla.

Margir hafa bent á að fræði og vísindi séu ekki bara misskilin í samfélagi nútímans. Heldur séu þau vísvitandi fótum troðin. Það eru mörg svona dæmi, t.d. af kerfisbundnu stríði olíu og gasfyrirtækja gegn loftslagsvísindum, atlögum bókstafstrúaðra kristinna og múslima gegn þróunarkenningunni, og gagnrýni lífræna geirans á erfðatækni og nútíma ræktun.

Mark Henderson hefur  gert þetta að kjarna bókar sinnar The Geek Manifesto. Ég hóf lestur þeirrar bókar eftir að Guðni Elísson mærði hana, og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum.

Hlutverk vísinda í samfélagi nútímans er dálítið óljóst. Flestir eru tilbúnir að meðtaka afurðir fræðilegra eða tækniframfara, í formi t.d. lyfja, meðferða, farartækja eða farsíma. En ótrúleg margir afneita afdráttarlausum niðurstöðum vísindanna í öðrum málum, samanber dæmin hér að ofan.

J. Monod var sameindalíffræðingur sem ræddi ítarlega hlutverk og heimspeki vísinda. Afstaða hans var mjög afdráttarlaus, hlutlægni vísindanna er mikilvægust. Hlutlægni gerir okkur kleift að skera úr um ævaforn álita mál. Ef ég skil hann rétt þá segir Monod að það sé okkar siðferðilega skylda að setja hlutlægnina ofar öðru, því annars munum við eyða of mikilli orku og tíma í vitleysu og gagnslausa iðju.

Tækifæri gefst á að kynnast Monod betur á málþingi sem haldið verður síðdegis í Öskju Náttúrufræðahúsi HÍ. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Málþing Líffræðistofu HÍ um Tilviljun og nauðsyn - málþing um meistarverk J. Monod

8. febrúar 2013 - 16:00 to 18:00 


mbl.is Ár snáksins verður stormasamt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga Jacques Monod og rannsókna hans

Franski líffræðingurinn Jacques Monod fékk Nóbelsverðlaunin í Læknisfræði og lífeðlisfræði árið 1965, ásamt samlöndum sínum Francois Jacob og Andre Lwoff. Hann er einn merkilegasti sameindalíffræðingur síðustu aldar.

Monod gaf út bókina Tilviljun og nauðsyn árið 1970, sem Guðmundur Eggertsson prófessor hefur þýtt yfir á íslensku. Föstudaginn 8. febrúar 2013 verður haldið málþing um Monod, bók hans og áhrif hennar (Tilviljun og nauðsyn, meistaraverk franska nóbelsverðlaunahafans Jacques Monod). Það verður kl. 16:00 í Öskju - náttúrufræðihúsi HÍ (ókeypis og öllum opið). Fyrst verða stutt erindi:

  • Guðmundur Eggertsson: Jacques Monod og Tilviljun og nauðsyn
  • Ólafur S. Andrésson: Sykrugengi og fleira sætt - rannsóknir Monod
  • Björn Þorsteinsson: Monod um siðfræði og samfélag
  • Luc Fuhrmann: The impact of "Chance and Necessity" in the 70s

Og svo léttar veitingar.

Guðmundur Eggertsson var í viðtali í Víðsjá 5 febrúar 2013. Þar sagði hann meðal annars að Monod geri mikið úr þætti tilviljunarinnar í þróun lífsins (og etv. starfsemi). Það er alveg rétt, því að tilviljanakenndar breytingar á erfðaefni eru hráefni þróunarinnar. Þróunin er hins vegar ekki endilega handahófskennd, vegna þess að náttúrulegt val möndlar með erfðabreytileikann. Náttúrulegt val er nefnilega kraftur sem slípar til og betrumbætir stofna lífvera og tegundir, kynslóð fyrir kynslóð.

Leiðrétti síðustu málsgreinina síðdegis 7. febrúar.


Lífrænar kartöflur eru stressaðari en venjulegar kartöflur - hverjar eru afleiðingarnar?

Nýleg rannsókn kannaði genatjáningu í kartöflum sem ræktaðar voru á tvo ólíka vegu. Um var að ræða sama kartöfluafbrigðið, en þær voru ræktaðar á hefðbundinn hátt, eða á lífrænan hátt. Genatjáning í öllu erfðamenginu var könnuð - þ.e. í tugþúsundum...

Tveimur sögum fer af fundi Ríkharðs konungs

Í vikunni tilkynntu vísindamenn við Háskólann í Leicester að þeir hefðu fundið bein sem væru leifar Ríkharðar konungs III, sem lést í orrustu 1485. Gögnin sem liggja ályktun þeirra til grundvallar eru, aldur beinann, áætlaður aldur mannsins, verksumerki...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband