Leita í fréttum mbl.is

Úr nóttu í dag - ný vitneskja í flokkunarfræði fugla: Náttfarar og skyldir hópar

Snorri Sigurðsson mun fjalla um doktorsverkefni sitt í erindi Líffræðistofu HÍ, föstudaginn 15. febrúar (kl.12:30 í stofu 131). Erindið kallast Úr nóttu í dag - ný vitneskja í flokkunarfræði fugla: Náttfarar og skyldir hópar. (Recent developments in avian systematics: The Nightjars and their allies.)

Með sívaxandi framboði á sameindagögnum hefur flokkunarfræði (systematics) lífvera gengið undir miklar sviptingar á síðustu áratugum. Fuglar eru þar engin undatekning og hefur hin klassíska flokkun fugla á öllum stigum (ættbálkar, ættir, ættkvíslir, tegundir) tekið töluverðum breytingum með vaxandi vitneskju um skyldleikatengsl og þróunarsögu helstu fuglahópa. Það viðfangsefni sem hefur reynst hvað flóknast er að greiða úr tengslum milli ættbálka og jafnvel ætta Nýfugla (Neoaves) en til þeirra tilheyra allir núlifandi fuglar utan Strútfugla, Hænsnfugla og Andfugla. Með mikilli gagnasöfnun á síðustu árum hefur flokkunarfræðingum tekist að setja saman ágætlega burðug flokkunartré þó enn séu sumir hópar fugla til vandræða. Margt kemur á óvart á þessum nýju flokkunartrjám.

Einn hópur sem hefur verið nokkuð til vandræða eru svokallaðir Húmgapar (Caprimulgiformes) þar sem fyrirfinnast ættir náttfugla svo sem náttfarar (Caprimulgidae) og froskmunnar (Podargidae) auk fleiri hópa. Þær ættir sem tilheyra Húmgöpum eru frumstæðar og komu fram hratt og snemma í þróunarsögu Nýfugla eins og reyndar margar aðrar ættir núlifandi fugla. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að Svölungar (Apoidae) og Kólibrífuglar (Trochilidae) eru náskyldir Húmgöpum sem er athyglisvert því þar er ekki um náttfugla að ræða.

Fyrirlesarinn Snorri Sigurðsson hefur nýlokið doktorsnámi í Bandaríkjunum þar sem hann rannsakaði flokkunarfræði Húmgapa og nýtti sér öflugan safnkost og rannsóknaraðstöðu við American Museum of Natural History í New York. Meðal þess sem hann ræðir í erindi sínu er flokkunartré Húmgapa sem hann byggir á bæði sameindagögnum og gögnum byggðum á útlitseinkennum. Einnig sýnir hann niðurstöður úr rannsóknum sínum á flokkunarfræði Náttfara (Caprimulgidae) sem er ein tegundaauðugusta ættin í ættbálknum og hvernig hann nýtti flokkunartré byggð á sameindagögnum til að kanna uppruna, líflandafræði og sögu búsvæðavals Náttfara í Ameríku.

phylogenynightjars.pngMynd af þróunartré Náttfara var gerð af Snorra Sigurðssyni.

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta


Þetta eru ekki tækni og vísindi

Nú toppar mbl.is sjálft sig, með því að setja frétt um skáldskap stjörnuspekings inn sem tækni og vísinda frétt.

Þetta er svona ámóta og segja að fréttir af bruna í Breiðholti eigi heima undir kosningar eða úrslit úr körfunni falli undir Bíla.

Margir hafa bent á að fræði og vísindi séu ekki bara misskilin í samfélagi nútímans. Heldur séu þau vísvitandi fótum troðin. Það eru mörg svona dæmi, t.d. af kerfisbundnu stríði olíu og gasfyrirtækja gegn loftslagsvísindum, atlögum bókstafstrúaðra kristinna og múslima gegn þróunarkenningunni, og gagnrýni lífræna geirans á erfðatækni og nútíma ræktun.

Mark Henderson hefur  gert þetta að kjarna bókar sinnar The Geek Manifesto. Ég hóf lestur þeirrar bókar eftir að Guðni Elísson mærði hana, og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum.

Hlutverk vísinda í samfélagi nútímans er dálítið óljóst. Flestir eru tilbúnir að meðtaka afurðir fræðilegra eða tækniframfara, í formi t.d. lyfja, meðferða, farartækja eða farsíma. En ótrúleg margir afneita afdráttarlausum niðurstöðum vísindanna í öðrum málum, samanber dæmin hér að ofan.

J. Monod var sameindalíffræðingur sem ræddi ítarlega hlutverk og heimspeki vísinda. Afstaða hans var mjög afdráttarlaus, hlutlægni vísindanna er mikilvægust. Hlutlægni gerir okkur kleift að skera úr um ævaforn álita mál. Ef ég skil hann rétt þá segir Monod að það sé okkar siðferðilega skylda að setja hlutlægnina ofar öðru, því annars munum við eyða of mikilli orku og tíma í vitleysu og gagnslausa iðju.

Tækifæri gefst á að kynnast Monod betur á málþingi sem haldið verður síðdegis í Öskju Náttúrufræðahúsi HÍ. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Málþing Líffræðistofu HÍ um Tilviljun og nauðsyn - málþing um meistarverk J. Monod

8. febrúar 2013 - 16:00 to 18:00 


mbl.is Ár snáksins verður stormasamt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga Jacques Monod og rannsókna hans

Franski líffræðingurinn Jacques Monod fékk Nóbelsverðlaunin í Læknisfræði og lífeðlisfræði árið 1965, ásamt samlöndum sínum Francois Jacob og Andre Lwoff. Hann er einn merkilegasti sameindalíffræðingur síðustu aldar. Monod gaf út bókina Tilviljun og...

Lífrænar kartöflur eru stressaðari en venjulegar kartöflur - hverjar eru afleiðingarnar?

Nýleg rannsókn kannaði genatjáningu í kartöflum sem ræktaðar voru á tvo ólíka vegu. Um var að ræða sama kartöfluafbrigðið, en þær voru ræktaðar á hefðbundinn hátt, eða á lífrænan hátt. Genatjáning í öllu erfðamenginu var könnuð - þ.e. í tugþúsundum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband