15.11.2012 | 09:51
Svona vinna vísindin
Hans G. Þormar ritar frábæra grein í Fréttablaðinu undir titlinum, svona vinna vísindin.
Þar rekur hann sögu tveggja rannsókna sem báðar settu fram byltingarkenndar niðurstöður. Ein fjallar um þann möguleika að XMRV veira ylli blöðruhálskirtilskrabba og síþreytu. Hin fjallaði um bakteríur í Californíu, sem vísindamenn tengdir NASA voru að rannsaka. Þeir birtu niðurstöður, og héldu fréttamannafund sem náði mikilli athygli, þar sem því var haldið fram að á jörðinni fyndust bakteríur sem gætu notað Arsenic í erfðaefni sínu. Við fjölluðum um þá rannsókn hér (Gammapróteobaktería og sameiginlegur forföður)*. Hans segir:
NASA hélt blaðamannafund í beinni útsendingu, vegna mikilvægi þessarar uppgötvunar fyrir möguleikanum á lífi á öðrum hnöttum. Sumir vísindamenn efuðust frá fyrsta degi um þessar niðurstöður og nú hafa verið gerðar fjölmargar athugasemdir og birtar niðurstöður í mótsögn við þessa grein til dæmis.
Hans rekur sögu beggja rannsókna, sem eiga það sameiginlegt að rannsóknir annara vísindamanna hafa dregið niðurstöður þeirra og ályktanir í efa. Þaðan kemur titil greinarinnar, svona vinna vísindin. Þau vinna þannig að vísindamenn líta gagnrýnum augum á niðurstöður, sínar og annara. Til að eitthvað teljist "sannað"** þurfa margar óháðar rannsóknir að gefa sömu niðurstöðu. Eins og t.d. í tilfelli tóbaksreykinga og lungnakrabba, eða CO-2 og loftslagsbreytinga. Hans orðar þetta enn betur:
Þess vegna er mikilvægt að vísindamenn, fjölmiðlafólk og leikmenn efist alltaf um niðurstöður, hvort sem það er í ritrýndum vísindatímaritum, á blaðamannafundum eða í fréttatilkynningum. Sérstaklega þegar niðurstöður ganga gegn núverandi þekkingu eða valda straumhvörfum. Einungis ítrekaðar tilraunir óháðra rannsóknarhópa geta komið okkur nær "réttri" niðurstöðu. Ef niðurstöðurnar eru rangar mun vísindasamfélagið ýta þeim út af borðinu hægt, en örugglega.
Eins og einhver orðaði það: "Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það oftast of gott til að vera satt" og það gildir um vísindi líka.
* Umfjöllun okkar var frekar jákvæð, en í athugasemdum má finna ríkari umræðu um eðli vísinda og hvort að stórar stofnanir eins og NASA, decode, HÍ eigi að leggja mikla áherslu á niðurstöður einstakra rannsókna?
** Í vísindum er ekkert endanlega sannað, það er bara að hinn möguleikinn er afsannaður. Í tilfelli tóbaks, þá er það afsannað að tóbak hafi engin áhrif á tíðni lungnakrabbameins.
14.11.2012 | 12:31
Olíurisarnir og atlagan að loftslagsvísindum
Iðnbyltingin og notkun eldsneytis úr lífrænum leifum (olíu og gas) hafa leitt til mikillar aukningar í koltvísýringi í andrúmslofti jarðar á síðustu tveimur öldum.
Sýnt hefur verið fram á það með óyggjandi hætti að meðalhiti á jörðinni hefur hækkað í kjölfarið.
Engu að síður er mjög algengt að fólk efist um þessar staðreyndir, eða hversu alvarlegar afleiðingar þeirra eru.
Ástæðan er að hluta til sú að hagsmunaðillar, olíufyrirtæki, gasfyrirtæki, stofnanir og samtök þeim tengd hafa stundað áróðursherferð gegn loftslagsvísindunum. Herferðin er mjög svipuð þeirri sem tóbaksframleiðendur notuðu um miðbik síðustu aldar, gegn læknum og heilbrigðisyfirvöldum sem bentu á aukningu í tíðni lungnakrabba hjá reykingafólki.
Markmiðið er ekki endilega að sigra í visindalegri orðaræðu (það er hvorki möguleiki í tóbaks og loftslagsdeilunni), heldur að sá fræjum efa meðal stjórnmálamanna, blaðamanna og almennings. Almannatengslafyrirtækin sem vinna fyrir þessa aðilla FRAMLEIÐA VAFA.
Í tilfelli loftslagsvísindanna þá hefur herferðin verið svakalega árangursrík, eins og nýlegar tölur bera með sér. Við erum enn að losa kolvetnislosun, erum rétt byrjuð að þróa nýja orkugjafa og gerum ekkert til að breyta neyslumynstri eða innviðum byggðar til að takast á við vandann.
Hérlendis erum við blessunarlega grunlaus. Þykjumst góð með okkar grænu raforku og jarðhita, en keyrum bílana þvers og kruss eins og engar séu afleiðingarnar. Lítill hópur loftslagsáhugamanna reynir að benda á alvarleika málsins, en stjórnmálamenn virðast lítinn áhuga hafa og sumir fjölmiðlamenn hafa gleypt olíustyrktar lygar.
Michael Mann, loftslagsvísindamaður sem hélt erindi hérlendis í sumar, hefur rakið hvernig olíuiðnaðurinn styrkir pólitíkusa, stofnanir og bloggveitur, sem hjálpast að við að ráðast á heiður vísindamanna, kasta rýrð á einstakar rannsóknir og framleiða efasemdir meðal almennings.
Hugmyndin er ekki endilega að sigra í orðaræðunni, heldur að kúga vísindamenn, trufla þá í störfum sínum, og drekkja umræðunni í bulllýsingum (misinformation*) til að blekkja fjölmiðla og stjórnvöld. Samkvæmt nálgun þeirra sem hafna loftslagsvísinum (ath. ekki efasemdamenn, því þetta eru "denialists" - ekki "sceptics"!), dugir að finna eina skyssu í 1000 síðna skjali frá IPCC og þá falla öll loftslagsvísindin. Þetta er sama röksemd og sú að fyrst að einn karl hefur reykt alla sína æfi, og náði samt 100 ára aldri, þá sé tóbak skaðlaust. Með öðrum orðum, algjör rökvilla og þvæla.
Ef þið efist um lýsingu mína á þessu máli, þá skora ég á ykkur að lesa bók Manns - The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines.
Sjá einnig flotta síðu um loftslagsvísindi http://www.loftslag.is/
*Kannski er ólýsingar betra orð fyrir misinformation?
![]() |
Metlosun koltvísýrings 2011 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2012 | 13:03
Nílarkarfi í Viktoríuvatni
5.11.2012 | 10:09
Mikilvægi vistfræðilegrar hugsunar á öld mannsins
Vísindi og fræði | Breytt 6.11.2012 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó