Leita í fréttum mbl.is

Salt Kurlanskis og mannsins

Saga saltsins er samofin sögu mannkyns, eins og Mark Kurlanski sagði svo skemmtilega frá í Salt frá árinu 2002.

Ég setti saman stuttan pistil um salt (Sagan um saltið), innblásinn af skrifum Kurlanskis. 

Salt er samofið sögu mannkyns og er lífverum nauðsynlegt. Fílar ganga mörg hundruð kílómetra leið að úfnum hömrum. Þar taka þeir til við að raspa upp úr klettunum með tönnum sínum og innbyrða salt köggla og mylsnu. Fjölfrumungar þurfa salt til margra starfa, natríum og klórjónir eru notaðar í boðskiptum, starfsemi taugafruma veltur á flæði þeirra yfir himnur.


mbl.is Elsta forsögulega borg Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðlun vísindalegrar þekkingar á öld veraldarvefsins

Vísindin byggja á strangri og varkárri aðferð. Settar eru fram skýrar tilgátur og þær prófaðar á sem strangastan hátt. Reynt er að afsanna tilgáturnar, með vandaðri uppsetningu tilrauna og rannsókna og næmum prófum.

Þegar ekki tekst að hrekja tilgátu - má draga varfærnar ályktanir um að einhverjar líkur séu á hún sé rétt. Tilgátan er hins vegar ekki sönnuð! Tilgátur eru nefnilega ekki sannaðar, heldur eru þær meðteknar - uns annað kemur í ljós.

Ef tilgáta standast ítrekuð próf dvínar óvissan um sannleiksgildi hennar og hún fær stöðu lögmáls eða staðreyndar. Dæmi um þetta eru afstæðiskenning Einsteins og þróunarkenningin*.

Tilgátur þurfa að uppfylla nokkur skilyrði, um prófanleika, einfaldleika, rökrænt samræmi og tengingu við grundvallarþekkingu. Vísindin byggja nefnilega á grundvallarþekkingu, og bæta við hana. 

Stundum eru settar fram tilgátur sem ganga gegn grundvallarþekkingu,  en þá er krafan sú að þannig tilgátur þurfi mjög sterkan stuðning til að teljast samþykktar (Extraordinary claims require extraordinary evidence - Carl Sagan).

Í nútímasamfélagi geta vísindamenn og hagsmunaðillar beitt veraldarvefnum til að blása út skoðanir og hjávísindi, sem ganga þvert á grundvallarþekkingu. Tvö dæmi eru rædd hér.

Í fyrsta lagi er það herferð orkufyrirtækja gegn loftslagsvísindunum. Sú herferð er mjög vel studd fjárhagslega, byggir á stórum stofnunum sem sveipa sig vísindalegri slæðu, og nýtir sér net fjölmiðla, bloggara og fréttamanna til að kasta rýrð á þá vísindamenn sem hafa fundið út að mennirnir eru að valda verulegum loftslagsbreytingum á jörðinni.

Í öðru lagi er Giles-Eric Serilini og félagar á stofnuninni Committee for Research and Independent Information on Genetic Engineering, sem er sjálfseignarstofnun með markmiðið:  (CRIIGEN is an independent non-profit organization of scientific counter-expertise to study GMOs, pesticides and impacts of pollutants on health and environment, and to develop non polluting alternatives).

Serilini komst í fréttirnar í september mánuði þegar rannsókn hans og félaga birtist í tímaritinu Food and Chemical Toxicology. Í rannsókninni var því haldið fram að erfðabreyttur maís og illgresiseitrið Round-up ylli krabbameini.

Vandamálið er bara að rannsóknin var meingölluð, eins rakið hefur verið ítarlega (Veldur erfðabreyttur maís krabbameinum í mönnum?, Erna Magnúsdóttir Skaðsemi erfðabreyttra matvæla http://www.vantru.is/2012/09/21/13.00/NHS: Claims of GM foods 'link to cancer' disputed by other researchers). Sex franskar vísindaakademíur (Serilini vinnur við Háskólann í Caen) gagnrýndu greinina og sögðu að ályktanir hennar stæðust ekki vegna alvarlegra aðferðagalla.

Hér er því dæmi um vísindalega útlítandi grein, sem ekki er hægt að treysta. Í vísindum er nokkur dæmi um slíkt, en afleiðingarnar eru ekki það alvarlegar. Ef allir sem þurfa vita að viðkomandi grein er bull og stundum eru slíkar greinar jafnvel dregnar til baka. En ef grein (eða hugmynd) sem þessi öðlast sjálfstætt líf, fyrir utan veröld vísindanna, þá geta afleiðingarnar orðið alvarlegar.

Það er einmitt tilfellið með grein Serilinis, hún var kynnt á opnum fjölmiðlafundi með miklum látum. Fréttin sjálf flaug um víða veröld, en spurnir af veikleikum rannsóknarinnar hafa skriðið með veggjum. Fiskisagan flýgur en netið situr fast.

Hvað geta vísindamenn á viðkomandi fagsviði gert í þessari stöðu?

Eiga þeir að senda fréttamönnum/ritsjórum ábendingar?

Eiga þeir að skrifa í blöðin (blogga, eða setja upp youtube videó) til að gagnrýna svona rangfærslur?

Eiga þeir að framkvæma sjálfstæða rannsókn á þeim fyrirbærum sem "bullgreinin" ræðir?

Eiga þeir að loka augunum og halda áfram sínu starfi (haus í sand nálgun)?

Eiga þeir að senda kjörnum fulltrúum póst og leiðrétta skyssur í málflutningi þeirra?

Altént, vísindin eiga ekki upp á pallborðið hjá öllum. Orkufyrirtækin agnúast í loftslagsvísindamenn, umhverfissinnar í sameindaerfðafræðingum, útgerðamenn í fiskifræðingum (nema þegar þeir eru að reyna kreista makríl úr ESB) og refaskyttur í refafræðingum. Kannski að ég fari bara að rannsaka stórnraðir gena í ávaxtaflugu...en nei ó nei,  ég gæti þurft að nota erfðatækni og hún er af hinu illa.

*Ekki þróunarkenning Darwins, því hún var ekki alveg rétt og var betrumbætt með réttri erfðafræði á síðustu öld.


Breytileiki í stofnstærðum laxfiska

Umtalsverðar sveiflur hafa verið í stofnstærðum laxfiska hérlendis síðustu áratugi. Gagnaraðir um langt árabil yfir ýmsa þætti í lífsferli fiskanna gerir það kleift að kanna orsakir þessa breytileika. Koma þar við sögu þéttleiki seiða, samkeppni milli...

Makríll við Ísland. Líffræði - stofnstærð og göngur

Tilkynning frá Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. ------------------------ Þorsteinn Sigurðsson , fiskifræðingur, flytur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Erindið verður flutt, Í DAG, mánudaginn 29. október kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju ,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband