Leita í fréttum mbl.is

Olíurisarnir og atlagan að loftslagsvísindum

Iðnbyltingin og notkun eldsneytis úr lífrænum leifum (olíu og gas) hafa leitt til mikillar aukningar í koltvísýringi í andrúmslofti jarðar á síðustu tveimur öldum.

Sýnt hefur verið fram á það með óyggjandi hætti að meðalhiti á jörðinni hefur hækkað í kjölfarið.

Engu að síður er mjög algengt að fólk efist um þessar staðreyndir, eða hversu alvarlegar afleiðingar þeirra eru. 

Ástæðan er að hluta til sú að hagsmunaðillar, olíufyrirtæki, gasfyrirtæki, stofnanir og samtök þeim tengd hafa stundað áróðursherferð gegn loftslagsvísindunum. Herferðin er mjög svipuð þeirri sem  tóbaksframleiðendur notuðu um miðbik síðustu aldar, gegn læknum og heilbrigðisyfirvöldum sem bentu á aukningu í tíðni lungnakrabba hjá reykingafólki.

Markmiðið er ekki endilega að sigra í visindalegri orðaræðu (það er hvorki möguleiki í  tóbaks og loftslagsdeilunni), heldur að sá fræjum efa meðal stjórnmálamanna, blaðamanna og almennings. Almannatengslafyrirtækin sem vinna fyrir þessa aðilla FRAMLEIÐA VAFA. 

Í tilfelli loftslagsvísindanna þá hefur herferðin verið svakalega árangursrík, eins og nýlegar tölur bera með sér. Við erum enn að losa kolvetnislosun, erum rétt byrjuð að þróa nýja orkugjafa og gerum ekkert til að breyta neyslumynstri eða innviðum byggðar til að takast á við vandann.

Hérlendis erum við blessunarlega grunlaus. Þykjumst góð með okkar grænu raforku og jarðhita, en keyrum bílana þvers og kruss eins og engar séu afleiðingarnar. Lítill hópur loftslagsáhugamanna reynir að benda á alvarleika málsins, en stjórnmálamenn virðast lítinn áhuga hafa og sumir fjölmiðlamenn hafa gleypt olíustyrktar lygar.

Michael Mann, loftslagsvísindamaður sem hélt erindi hérlendis í sumar, hefur rakið hvernig olíuiðnaðurinn styrkir pólitíkusa, stofnanir og bloggveitur, sem hjálpast að við að ráðast á heiður vísindamanna, kasta rýrð á einstakar rannsóknir og framleiða efasemdir meðal almennings.

Hugmyndin er ekki endilega að sigra í orðaræðunni, heldur að kúga vísindamenn, trufla  þá í störfum sínum, og drekkja umræðunni í bulllýsingum (misinformation*) til að blekkja fjölmiðla og stjórnvöld. Samkvæmt nálgun þeirra sem hafna loftslagsvísinum (ath. ekki efasemdamenn, því þetta eru "denialists" - ekki "sceptics"!), dugir að finna eina skyssu í 1000 síðna skjali frá IPCC og þá falla öll loftslagsvísindin. Þetta er sama röksemd og sú að fyrst að einn karl hefur reykt alla sína æfi, og náði samt 100 ára aldri, þá sé tóbak skaðlaust. Með öðrum orðum, algjör rökvilla og þvæla.

Ef þið efist um lýsingu mína á þessu máli, þá skora ég á ykkur að lesa bók Manns - The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines.

Sjá einnig flotta síðu um loftslagsvísindi http://www.loftslag.is/

*Kannski er ólýsingar betra orð fyrir misinformation?
mbl.is Metlosun koltvísýrings 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nílarkarfi í Viktoríuvatni

Taabu A. Munyaho doktorsnemi við Líf og Umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir í fiskifræði með Guðrúnu Marteinsdóttur og félögum (www.marice.is).
 
Föstudaginn 16. nóv 2012 (12:30 til 13:10) mun Taabu fjalla um útbreiðslu og þéttleika þriggja fisktegunda (Lates niloticus, Rastrineobola argentea, og haplochromine) í Victoríuvatni í Austur Afríku.  Erindið heitir Variation in the distribution and density of pelagic fish species in Lake Victoria, (East Africa) og verður flutt á ensku. (Stofu 130 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ).

277px-lates_niloticus_2.jpgAðferðirnar byggjast á því að telja fiska með bergmálstækni og hefur slík talning farið fram 17 sinnum á árabilinu 1999 – 2011. Niðurstöður rannsókna Taabu leiða í ljós að L. noloticus hefur farið fækkandi meðan að hinum tveimur tegundunum hefur fjölgað. Bæði þéttleiki og útbreiðsla fiskanna er háð árstíðarsveiflum, lagskiptingu og árssveiflum, ásamt sveiflum í bráð. Niðurstöðurnar kalla á meiri vistfræði mælingar við spár á stofnstærð. Enskt ágrip rannsóknarinnar:

The distribution and densities of three pelagic fish taxa (Nile perch, Dagaa, and haplochromine) in Lake Victoria were estimated through 17 lake-wide acoustic surveys conducted bi-annually between August 1999 and September 2011. Nile perch densities were estimated through echo-counting while Dagaa and haplochromines by echo-integration. Mixed generalized linear models indicated up to 30% decline in Nile perch densities in the deep and coastal areas and up to 70% reduction in the shallow inshore areas. There was a twofold increase in Dagaa densities and a 10% increase in haplochromines. The distribution and densities were influenced by season, stratum and year of survey. In addition to fish exhibiting seasonal clustering in the upper layers of the water column, they also spread to shallow inshore waters. The Nyanza, Speke, and Emin Pasha Gulfs demonstrated localised predator (Nile perch)-prey (Dagaa and haplochromines) oscillations in abundance, and distribution which call for a need to include ecological and ecosystem considerations in stochastic models when predicting fish stocks.

Erindið verður flutt á íslensku. Dagskrá erinda líffræðistofu haustið 2012 má sjá á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Mynd af Nílarkarpa er fengin af vef wikimedia commons (http://commons.wikimedia.org/wiki/File:Lates_niloticus_2.jpg).


Mikilvægi vistfræðilegrar hugsunar á öld mannsins

Í lok vikunnar verða þrjú erindi um vatnalíffræði. Fimmtudaginn 8. nóvember 2012 - 12:30 til 13:10 stofu 128 í Öskju Hinn virti vatnalíffræðingur Brian Moss (University of Liverpool) mun halda erindi um mikilvægi vistfræðilegrar hugsunar. Erindið kallast...

Salt Kurlanskis og mannsins

Saga saltsins er samofin sögu mannkyns, eins og Mark Kurlanski sagði svo skemmtilega frá í Salt frá árinu 2002. Ég setti saman stuttan pistil um salt ( Sagan um saltið ), innblásinn af skrifum Kurlanskis. Salt er samofið sögu mannkyns og er lífverum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband