Leita í fréttum mbl.is

Hneyksli eða réttlæti?

Dómur yfir ítölskum jarðvísindamönnum sem lýsir þá ábyrga fyrir manntjóni sem varð í jarðskjálfta í bænum L´Aquila er yfirlýst hneyksli. Vísindin er eina leið okkar til að spá fyrir áreiðanlega til um framtíðina, en hún er samt ófullkomin.

Visindamennirnir eru dæmdir fyrir rangar yfirlýsingar um að engin hætta væri á stórum jarðskjálfta. Þeir sögðu að hætta væri fyrir hendi, en að hún væri lítil.

Fyrir mér er þetta týpískt dæmi um mismunandi skilning vísindamanna og leikmanna á óvissu. Vísindamenn skilja óvissu betur en leikmenn, sem sjá veröldina  frekar í svörtu og hvítu. Þegar vísindamaður segir að það séu líkur á hamförum, t.d. 1/100 eða 1/1000000 þá hefur sú tala merkingu. Leikmenn sjá fjarska lítinn mun á þessum tveimur möguleikum, þótt tölfræðilega sé hann gríðarlegur og raunverulegur.

Því hallast ég að því að dómurinn sé hneyksli.

Með sömu rökum má dæma líffræðinga fyrir að spá rangt fyrir um þorskstofninn, veðurfræðinga fyrir ónákvæma spá 4 daga fram í tímann, eðlisfræðinga fyrir að reikna ekki út fall loftsteina og hagfræðinga fyrir að spá ekki fyrir um hrun.

Blessunarlega hefur dómurinn vakið hörð viðbrögð samanber afsögn yfirmanns Náttúruhamfarastofnunar Ítalíu og ályktanir bandarískra jarðfræðinga.

Sjá einnig umfjöllun Rúv.

Vísindamenn dæmdir í fangelsi

Vísindamenn verða varkárari en áður

Fordæma dóm yfir vísindamönnum

og pistil Dark Buzz

Geologists sentenced for bad advice


mbl.is Segir af sér vegna dóma yfir vísindamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vika helguð opnu aðgengi

Nú stendur yfir hin alþjóðlega vika opins aðgangs (http://www.openaccessweek.orgopinnadgangur.is).

Hvað þýðir opinn aðgangur?

Skilgreiningar og nánari upplýsingar má sjá á síðunni opinnadgangur.is. Þar segir t.d.

Opinn aðgangur (e. open access) miðar að því að gera ritrýndar vísindagreinar og annað útgefið fræðiefni aðgengilegt óhindrað á rafrænu formi gegnum Internetið, án takmarkana höfundaréttar eða aðgangsleyfa.

Gullna leiðin til OA - framlag birt í OA fræðiriti strax í upphafi (e. open access publishing).
Græna leiðin til OA - framlag gert aðgengilegt gegnum eigin safnvistun (e. self-archiving) í OA varðveislusafni, samhliða birtingu í fræðiriti eða skömmu eftir það.

Í tilefni af alþjóðlegu Open Access vikunni (http://www.openaccessweek.org) verður haldið örmálþing um opið aðgengi (OA) að birtu fræðiefni, með þáttöku LUVS, Heilbrigðisvísindabókasafns LSH og Rannís. Það fer fram í Öskju - Náttúrufræðihúsi HÍ þann 26. október 2012, frá kl. 12:30 til 13:10 í stofu 130. Dagskrá:

  • Frá flugum til fræðigreina: frjálst aðgengi að efniviði og niðurstöðum - Arnar Pálsson, Líf- og umhverfisvísindastofnun
  • OA útskýrt: hvað er opinn aðgangur og af hverju? - Guðmundur Þórisson, Líf- og umhverfisvísindastofnun
  • Græna leiðin til OA á Íslandi: rafræn varðveislusöfn - Sólveig Þorsteinsdóttir, Heilbrigðisvísindabókasafn LSH
  • Rannsóknasjóðir og opið aðgengi - Guðlaug Kristjánsdóttir, Rannís
  • Spurningatími
Sjá meira um OA á http://opinnadgangur.is

Hér fylgir stutt forsaga eða umræða um opinn aðgang, í raunvísindalegri túlkun.

Innan vísinda og fræðasamfélagsins hefur myndast hreyfing, sem hvetur til opins aðgengis að vísindalegu efni. Fræði hafa reyndar lengi byggst á því að birta greinar, bókakafla eða bækur um ákveðnar rannsóknir. Markmiðið er vitanlega að miðla hugmyndum og þekkingu til samfélagsins og annara fræðimanna. Þeir vísindamenn sem sitja á mikilvægum niðurstöðum hægja á framþróun vísinda og koma í veg fyrir að þær séu hagnýttar í samfélaginu.

Vísindamenn birta því bækur, ritrýnda bókakafla og vísindagreinar fyrir vísindasamfélagið, fyrirtæki og almenning. Málin æxluðust þannig að prentun vísindabóka og tímarita varð að sjálfstæðri atvinnugrein. Útgáfufyrirtæki spruttu upp til að sjá um uppsetningu og prentun vísindagreina, og sum þeirra urðu mjög stór og skila miklum hagnaði.

Ferlið er nokkurn veginn á þessa leið. Vísindamenn senda inn handrit, akedemískur ritsjóri sendir það til yfirlesturs hjá fræðimönnum á viðkomandi sviði. Ef fræðimennirnir eru sáttir við handritið er það sent í uppsetningu og prentun í næsta tölublaði vísindatímaritsins. Höfundar greina afsöluðu sér höfundarétti, og fyrirtækin fengu rétt á því að selja tímaritin. Þetta var gert í hagræðingarskyni, til að spara fagfélögum eða stofnunum ómakið við útgáfustarfsemi. Útgáfufyrirtækin seldu áskrift að tímaritunum til vísindamanna skóla, stofnanna og fyrirtækja. Nú til dags er áskriftin oftast rafræn, og jafnvel á landsvísu eins og hérlendis. Allir á geta Íslandi lesið vísindagreinar í merkum ritum eins og Nature og Science.

Á undanförnum áratugum hefur myndast hreyfing sem hvetur til opins aðgengis að vísindagreinum. Rökstuðningurinn er sá að áskrifafyrirkomulagið sé gallað, því að rannsóknir séu í flestum tilfellum kostaðar af hinu opinbera. Klemmunni má lýsa með einni setningu.

Hví á hið opinbera síðan að kaupa aðgang að vísindagreinum sem lýsa rannsóknum sem ríkið sjálft hefur kostað?

Ýmsar lausnir hafa litið dagsins ljós.

Til eru opin tímarit eins og PLoS biology og BMC genetics, sem birta greinar á netinu án nokkura aðgangstakmarkana. Vísindamenn við Bangalore Háskóla, Hólaskóla og Land Institute geta allir lesið þær, kostnaðarlaust.

Varðveislusöfn hafa verið sett upp, t.d. eins og Hirsla sem er varðveislusafn LSH (Landspítala háskóla sjúkrahús).

Stofnanir og Rannsóknasjóðir hafa beint tilmælum til vísindamanna, eða jafnvel skilyrt rannsóknarfé.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur undirritað Berlínaryfirlýsinguna um opinn aðgang. Þar með staðfestir safnið stefnu sína varðandi opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum sem unnar eru fyrir opinbert fé.

Sjá einnig:

Academic publishers have become the enemies of science - Mike Taylor í the Guardian 

Gömul viðskiptaveldi og nútíminn


Tasmaníuskollinn og árásargirnin

Tasmaníuskollinn (ekki djöfull) þjáist af sérkennilegri meinsemd. Smitandi krabbamein hefur breiðst út í stofninum og ógnar tilvist hans. Eins og við höfum áður fjallað um ( Smitandi krabbamein ). Um er að ræða rándýr af ætt pokadýra (Marsupials) sem er...

Erindi: Nóbelsverðlaun, erfðabreytt hveiti og opinn aðgangur

Nokkur forvitnileg erindi eru í boði í vikunni. Fyrst ber að nefna erindi Guðbjargar Aradóttur líffræðings um erfðatækni ( Erfðabreytt hveiti og samfélagsumræðan ) Mánudaginn 22. október kl. 15 mun Guðbjörg Inga Aradóttir (Gia Aradóttir) líffræðingur...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband