Leita í fréttum mbl.is

Er hægt að selja mannkyni hvaða hugmynd sem er?

Vísa ykkur á ágætan pistil á innihald.is eftir Steindór:

Er hægt að selja mannkyni hvaða hugmynd sem er? Dæmisaga úr geðlæknisfræði og lyfjaiðnaðinum.

Steindór hélt erindi á málþingi um hugmyndir Valgarðs Egilssonar læknis (Darwin og lífsnautnin frjóa)

Þar fjallar Steindór um heimspeki, pólitík og markaðsvæðingu, og áhrif þessara atriða á geðlæknisfræði. Hann segir :

Eins og breski geðlæknirinn Joanna Moncrieff benti nýverið á hefur nútíma geðlæknisfræði alltaf verið nátengd efnahagslegum hagsmunum. Liggja rætur hennar í því mikla þjóðfélagslega umróti og markaðsvæðingu efnahagslífsins sem iðnbyltingin hratt af stað. Tvö meginviðfangsefni geðlæknisfræðinnar eru annars vegar að hafa hemil á ógnvekjandi atferli sem erfitt er að fást við innan réttarkerfisins og hins vegar að hafa eftirlit með þeim einstaklingum sem vegna andlegra og tilfinningalegra frávika eiga erfitt með að taka þátt í hinu daglega lífi. Ýmsir hugsuðir hafa einmitt bent á að hér liggi grunnurinn að valdi geðlæknisfræðinnar því með sjúkdómsvæðingu á því sem á hverjum tíma er túlkað sem afbrigðileiki styður geðlæknisfræðin við þann kapítalíska heim sem Valgarður gagnrýnir (3, bls. 235-36). 


EMBL flaggskip evrópskra líffræðirannsókna

Í næstu viku, miðvikudaginn 30. maí 2012 (kl 11-12) mun forstjóri EMBL í Heidelberg halda fyrirlestur hérlendis. EMBL er evrópska sameinda líffræði tilraunastöðin (European Molecular Biology Laboratory), sem er með nokkrar starfstöðar um álfuna. Fyrirlesturinn verður í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ.

Forstjórinn, Dr. Iain Mattaj heldur erindi sem kallast EMBL, a Flagship for the European Life Sciences. Úr tilkynningu (af vef GPMLS).

EMBL er ein öflugasta rannsóknastofnun veraldar á svið lífvísinda. Stofnunin er rekin sameiginlega af 20 löndum Evrópu og er Ísland þar á meðal. Í fyrirlestri sínum mun Dr. Iain Mattaj segja frá EMBL og þeim vísindaverkefnum sem unnið er að á stofnuninni. Hann mun einnig lýsa þeim tækifærum sem íslenskum vísindamönnum bjóðast hjá EMBL.
Fyrirlesturinn er sérstaklega áhugaverður fyrir þá nemendur sem hyggja á doktorsnám í lífvísindum en nemendum frá aðildarlöndunum býðst slíkt nám við stofnunina. Námið er samstarfsverkefni við háskóla í aðildarlöndunum og er Háskóli Íslands með slíkan samning við EMBL. Nú eru tveir íslenskir nemar í doktorsnámi við EMBL og munu þeir útskrifast sameiginlega frá EMBL og Háskóla Íslands.
Nemendurnir sem um ræðir eru Sara Sigurbjörnsdóttir og Marteinn Snæbjörnsson, sem bæði héldu utan árið 2010 (Á leið í framhaldsnám).

 

 


Sterk vísindahyggja

Í framhaldi af umræðu um erfðabreyttar lífverur skrifar Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins leiðara undir yfirskriftinni Hin "sterka vísindahyggja" . Þar segir meðal annars: Hins vegar hljóta stjórnvöld að taka meira mark á sjónarmiðum sem studd...

Nokkrir góðir frá PZ Myers

Í tilefni af því að vísindabloggarinn PZ Myers kemur hingað til lands ákvað ég að benda á nokkrar góðar greinar eftir hann. Myers heldur fyrirlestur á vegum Siðmenntar 29. maí á Háskólatorgi (kl. 19:30 í stofu 102). Fyrirlesturinn heitir Vísindi og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband