12.4.2012 | 13:49
Heimsendir í boði lyfjaframleiðenda
Steindór J. Erlingsson skrifar pistil á innihald.is um nýlegar bók geðlæknisins David Healy, Pharmageddon. Titil bókarinnar þýðir Steindór sem Lyfjarök, sem nokkurskonar hliðstæða Ragnaraka. Þar segir:
Breski geðlæknirinn og prófessorinn David Healy er einn af þekktustu gagnrýnendum lyfjaiðnaðarins. Auk þess að fjalla mikið um stöðu iðnaðarins í dag hefur hann einnig ritað nokkrar bækur þar sem saga geðlyfja og geðlæknisfræði er gerð að umtalsefni. Gagnrýni Healys verður að ýmsu leyti beittari þegar haft er í huga að á tíunda áratug síðustu aldar vann hann náið með mörgum af stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Hann þekkir því vel til innviða iðnaðarins og hvar brotalamirnar liggja. Í upphafi ársins kom út ný bók eftir Healy sem nefnist Pharmageddon. Lét ég loksins verða af því í kvöld að byrja á bókinni. Áður en ég held áfram lestrinum langar mig að fara nokkrum orðum um það sem Healy segir í inngangi bókarinnar.
...Lyfjarök vísar því í ferli sem sett var af stað til þess að láta okkur öllum líða betur, en samkvæmt Healy er það nú að snúast upp í andhverfu sína. Það er ekki ofsögum sagt að hrollvekjandi upplýsingar komi fram í formála bókarinnar.
Mér er hlutverk vísinda í samfélaginu hugleikið. Ég vona að þau verði til að bæta líf fólks og vernda náttúruna, en oft lenda vísindin í hringiðu stjórnmála og peninga. Þá kunna grunngildi að kvika, og vísindin (vísindaleg yfirbreiða/ímynd) að vera notuð til að selja fólki dýrar en e.t.v lélegar lausnir eða ónýtar.
Ég hvet fólk til að lesa pistil Steindórs, og kaupa og lesa bók David Healy.
Skrif Ben Goldacre á Bad Science um þessi efni eru einnig vönduð.
Vinsamlegast setjið athugasemdir við pistil Steindórs, ég hef ekki mikið tóm fyrir umræður næstu daga.
10.4.2012 | 15:10
Naktar ávaxtaflugur og geislandi gen
Kjarni vísindagreina eru niðurstöðurnar, sem hjálpa til við að svara rannsóknarspurningum sem upp var lagt með. Niðurstöðurnar eru af ýmsu tagi, tölur, töflur, gröf og myndir.
Myndir er eitt mikilvægasta form niðurstaðna, og upp á síðkastið hafa myndbönd einnig komist á þennan stall. Myndband sem lýsir atferli dýrs segir meira en mörg orð, og stakar myndir geta einnig afhjúpað djúpstæða líffræði.
Þroskun er eitt af þeim sviðum sem myndbönd hjálpa mikið við. Þroskun fósturs ávaxtaflugunar, yfir í starfhæfa lirfu tekur 24 klst. Á þeim tíma skipta frumurnar sér í ofboði og skipa sér upp í vefi og líffæri, sbr myndband á DNAtube.
Ávaxtaflugufræðingar efna til myndakeppni árlega, í tengslum við fund sinn. Hér fylgja nokkur dæmi um myndir sem unnu til verðlauna, eða komust á virðingarlista.
Tissue elongation requires oscillating contractions of a basal actomyosin network.
He L, Wang X, Tang HL, Montell DJ. Nat Cell Biol. 2010 Dec;12(12):1133-42. Epub 2010 Nov 21.
Bhutkar, A. J., S.W. Schaeffer, S. Russo, M. Xu, T. F. Smith, W. J. Gelbart (2008). Chromosomal rearrangement inferred from comparisons of twelve Drosophila genomes. Genetics 179: 1657-1680.
Weavers H, Prieto-Sánchez S, Grawe F, Garcia-López A, Artero R, Wilsch-Bräuninger M, Ruiz-Gómez M, Skaer H, Denholm B. The insect nephrocyte is a podocyte-like cell with a filtration slit diaphragm. Nature 2009 15;457:322-6
Denholm B, Skaer H. Bringing together components of the fly renal system. Curr Opin Genet Dev. 2009 19(5):526-3
5.4.2012 | 14:59
Af hverju að lesa biblíuna?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
4.4.2012 | 14:40
Kortlagning erfðaþátta í vorskriðnablómi
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó