3.4.2012 | 12:12
Mennskir minkar við Galapagos
Fyrst vill ég óska Rannveigu og félögum til hamingju birtingu greinarinnar og spennandi niðurstöður.
Það er forvitnilegt að sjá hvernig minkurinn leitar á önnur mið, í bókstaflegri merkingu, þegar samkeppni er minni og framboð fæðu eins og það er á Snæfellsnesi.
Ég hef nú ekkert sérstaklega merkilegt við þetta að bæta, fréttatilkynningin frá Náttúrustofu Vesturlands segir allt sem segja þarf. En það að minkurinn sé að leita meira til sjávar minnir mig á þráðinn í skondinni skáldsögu Kurt Vonnegut Galapagos (mæli með lofgjörð "Things-mean-a-lot" um bókina).
Í sögunni deyr mannkynið út, nema áhöfn og farþegar á smá dalli á leið til Galapagoseyja. Fólk þetta verða forfeður nýrrar manntegundar, sem nýtir sér gjöful fiskimið í kringum eyjarnar í krafti nýrra aðlaganna: hreyfa, hára á líkamanum og lögulegra höfuðs (með minni heila!).
Þetta er semsagt saga um þróun (evolution) eða öfugþróun (de-evolution) eftir því hvaða póll er tekin í hæðina.
Það má segja að þetta sé öfugþróun, fyrst landspendýr gekk aftur í sjóinn. En réttara er að segja að þetta sé þróun, því erfðasamseting tegundarinnar breyttist og eiginleikar hennar með. Tegund sem sem sigldi um á skipum og borðaði með hnífapörum breytist, yfir nokkrar kynslóðir og stökkbreytingar í tegund sem hegðar sér eins og minkur í Breiðafirði.
Ítarefni:
Á vísindavefnum um minkinn eftir Rannveigu, Róbert, Menju og Pál
- Hvaða áhrif hefur minkur á íslenskt vistkerfi?
- Hvenær var minkur fluttur til Íslands?
- Hvað fer minkurinn hratt yfir?
- Hvers konar hljóð gefur minkurinn frá sér?
- Hvað getur minkur verið lengi í kafi?
- Hvenær er minkurinn grimmastur og af hverju?
- Viltu segja mér allt um merði?
- Hvernig fara minkaveiðar fram á Íslandi?
- Hvernig hefur íslensk náttúra áhrif á minkinn?
Sjá einnig greinar og bækur Páls Hersteinssonar heitins.
Melrakkasetur á Súðavík.
![]() |
Íslenski minkurinn sólginn í fisk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2012 | 18:13
Orsakir á huldu
Hverjar eru orsakir einhverfu?
Erfðafræðin segir okkur að sumir eiginleikar hafi hátt arfgengi, en flestir séu flóknari en það. Er einhverfa því tilkomin vegna i) erfða, ii) umhverfis, iii) samspils erfða og umhverfis eða jafnvel iv) tilviljunar?
Gögnin benda til að einhverfa sé að aukast, og það mælir gegn möguleikum i) og iv).
Er þá umhverfið aðal ástæðan fyrir einhverfu, jafnvel í gegnum eitthvað samspil við erfðaþætti, sem myndu gera suma útsettari fyrir þessum óskunda?
Fimmti möguleikinn er einnig fyrir hendi. Að við séum orðin of dugleg að greina einkenni og að ris í tíðni sé bara afleiðing þess að við beitum nýrri mælistiku á hegðan fólks.
Ég mun ekki rekja þessa umræðu ítarlegar hér en vísa til fróðari manns. Steindór Erlingsson fjallar um breytingar á mælistikum amerísku geðlæknasamtakanna á innihald.is (Er sorg þunglyndi?). Samtökin eru að velta fyrir sér að sjúkdómsvæða sorgina. Steindórs egir:
Í þessu sambandi má spyrja hvort sorgarviðbrögð við fráfall maka eða náins ættingja séu í raun þunglyndi . Samkvæmt DSM-IV má ekki greina einstakling sem upplifir slíka sorg með þunglyndi, þó hann uppfylli greiningarskilyrði, fyrr en eftir tvo mánuði. Í DSM-III var tímabilið eitt ár. Nú stendur hins vegar til að fella sorgarundanþáguna út úr DSM-5 og því má greina einstakling með þunglyndi tveimur vikum eftir t.d. fráfall maka.
Ítarefni:
Skyldur pistill Steindórs um Athyglisbrest: Er staðhæfing ADHD samtakanna rétt?
A.Pálsson Genadýrkun
![]() |
Börnum með einhverfu fjölgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 25.4.2012 kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (66)
28.3.2012 | 13:28
Íslenskt vísindasamfélag, rannsóknir og efling samkeppnissjóða
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2012 | 13:46
Rafrænt frelsi í Reykjavík
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó