Leita í fréttum mbl.is

Menntun og rannsóknir í öndvegi

Leyndarmál veraldar, lögmál náttúru, hagkerfa, sálar og líkama hafa afhjúpast með vísindum og fræðum. Við höfum lært um gang himintunglanna, orsakir sjúkdóma, eiginleika frumefna og rafmagns. En einnig um þroska einstaklingsins, breytingar á samfélögum, félagslega krafta og snilld og veikleika mannfólks.

Þekking sprettur ekki af sjálfu sér eða úr mold, hana þarf að rækta. Til að rækta þekkingu þarf menntun og menntastofnanir, aðbúnað og frelsi til rannsókna og fræðistarfa, viljugt og fært fólk og síðast en ekki síst, stuðning samfélags.

Í umræðu nútímans eru samt ekki margir sem halda á lofti mikilvægi menntunar og vísinda. Auðvitað er míkilvægt að byggja íbúðir, búa til störf, lækna fólk og halda börnum uppteknum meðan foreldrar vinna. En mér virðist eins og stundum gleymist að hugsa til framtíðar. Menntun og vísindastörf eru undirbúningur fyrir framtíðina. Líka fyrir hina ófyrirsjáanlegu framtíð.

Stundum höldum við að sérstakur undirbúningur sé betri en almennur. Það að búa til varnarvegg fyrir flóð er sértækur undirbúningur fyrir mögulega ógn í framtíðinni. Það að mennta fólk og afla þekkingar um ákveðin fyrirbæri, er almennari undirbúningur fyrir áskoranir framtíðar. Auðvitað er mikilvægt að verjast flóðum, eins og að bregðast við brýnum vandamálum. En við verðum líka að passa að borða ekki allt útsæðið.

Með því að vanrækja menntun erum við ræðarinn sem hugsar bara um að róa, en horfir aldrei í kringum sig. Slíkur einstaklingur gæti snúist í hringi, róið á haf út frekar en til lands eða hamast á árunum þótt báturinn sé bundinn við bryggju.

2014ag14magnusj.jpgÍ kosningarbaráttu mánaðarins hefur ekki borið mikið á umræðu um mikilvægi menntunar, vísinda og fræða. Kjartan H. Njálsson bendir á þetta og mikilvægi vísinda fyrir íslenskt samfélag í leiðara Fréttablaðs dagsins. Hann ræðir m.a. tímamótarannsókn Hjartaverndar sem hófst árið 1967 og segir:

Við erum enn eftirbátar þeirra þjóða sem við berum okkur saman við þegar fjárframlög til vísinda eru skoðuð. Þannig er undarlegt, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið vísindi og rannsóknir hafa fært okkur, hve lítið fer fyrir vísindum í yfirstandandi kosningabaráttu. Vísindi ber varla á góma í umræðuþáttum og viðtölum við þá sem falast eftir trausti kjósenda til að tryggja áframhaldandi velsæld og framfarir hér á landi.

Rétt eins og við gerðum í október árið 1967 þá þurfum við að tryggja vísindamönnum stöðuga og öfluga innviði og umhverfi fyrir vísindastörf. Núverandi stefna í þessum mikilvægu málum er ekki til þess fallin að blása íslenskum vísindamönnum eldmóð í brjóst. Því fer fjarri.

Á morgun stendur Vísindafélag Íslendinga og félag prófessora fyrir málþingi um hlutverk vísinda og menntunar, og hefur boðað fulltrúa allra stjórnmálaflokkana. Ég hvet þá sem vilja veg vísinda og menntunar á Íslandi til að mæta.

Háskólar í öndvegi? Framtíð háskólastigsins á Íslandi

Þjóðminjasafnið 12:15.

Mynd af veiðivötnum, jarðfræðilegu og líffræðilegu undri.


Vísindastefna fjarri raunveruleika?

Á Vísindaþingi í síðasta mánuði var kynnt stefna Vísinda- og tækniráðs 2017-2019, en síðasta stefna rann sitt skeið í lok síðasta árs.
Í stefnunni er farið hástemmdum orðum um mikilvægi vísinda og menntunar fyrir nútímasamfélag. Þó virðist hún ekki vera í tengslum við þann raunveruleika sem blasir við í íslensku vísindaumhverfi og endurspeglar heldur ekki mikinn metnað fyrir hönd vísinda, tækni og menntunar í landinu.

Þannig hefst grein í Fréttablaði gærdagsins Vísindastefna fjarri raunveruleika rituð af stjórn vísindafélags Íslendinga.

Þar segir enn fremur...

Til dæmis er talað um að á Íslandi sé öflugt rannsóknaumhverfi á mörgum sviðum, en ekki er horfst í augu við þær staðreyndir að rannsókna- og nýsköpunarumhverfið hér sé mjög brotakennt og öll umgjörð um það veikburða. Þetta er m.a. niðurstaða jafningjamats af hendi Evrópusambandsins sem gert var í tengslum við síðustu stefnu ráðsins en nú virðist vera búið að stinga þeirri úttekt undir stól.
Það vekur líka athygli að stærstu fjármögnunarmarkmið stefnunnar eru endurunnin úr síðustu stefnu, en færð aftur um hálfan áratug. Þessi markmið, annars vegar að fjárframlög til rannsókna- og þróunar nái 3% af vergri landsframleiðslu og hins vegar að fjármögnun háskólastigsins nái fyrst meðaltali OECD-landanna og síðan Norðurlandanna, eru vissulega nauðsynleg en að sama skapi mjög afhjúpandi. Stefnum Vísinda- og tækniráðs hefur nefnilega aldrei verið framfylgt, en nýjar stefnur voru settar fram árin 2003, 2006, 2010 og 2013 og svo núna. Því hefur þurft að setja sömu markmiðin aftur og aftur á meðan stefnurnar hafa dagað uppi sem dauð skjöl í skúffum ráðuneyta.


Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu, Stokkhólmur 20. nóvember

Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu Norðurlanda Heilbrigðisþjónusta norrænna landa er undir álagi vegna breytinga á samfélögum, efnahagslegra þátta og breytinga í læknis- og lyfjafræði. Norræna lífsiðanefndin heldur opinn fund um málið í Stokkhólmi...

Er maðurinn ennþá að þróast?

Maðurinn er kominn af öpum. Sem þýðir ekki að simpansar séu forfeður okkar, heldur að við og simpansar erum komnir af sama apanum sem lifði fyrir einhverjum 5 milljón árum eða svo. Steinveringafræðingurinn Neil Shubin skrifaði fræga bók um þróunarlegan...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband