Leita í fréttum mbl.is

Stofnun lífvísindaseturs HÍ

Læknadeild Háskóla Íslands er stappfull af líffræðingum. Margir þeirra eru að fást við grunnrannsóknir á líffræði sjúkdóma, frumna og mannsins. Fjölmargir útskrifaðir BS. nemar í líffræði fara líka í framhaldsnám við læknadeild og gera góða hluti. Umgjörð rannsókna í Læknagarði er hin ágætasta og margar forvitnilegar uppgötvanir gerðar. Í nokkur ár hefur verið óformlegur rammi um þessar rannsóknir, aðallega á sviði sameindaerfðafræði og frumulíffræði, en nú á afmælisári HÍ tekur hann á sig eiginlegt form. Lífvísindasetur HÍ verður stofnað á miðvikudaginn. Úr tilkynningu af vef HÍ:

----- tilkynning byrjar ----

Háskóli Íslands kynnir stofnun Lífvísindaseturs HÍ.Af því tilefni verður athöfn

í Öskju, sal 132, miðvikudaginn 30. nóvember kl. 15:00-17:30.

Dagskrá:

15:00  Opnunarfyrirlestur
Neural crest stem cells: Development, evolution, and relationship to cancer

Marianne Bronner, prófessor, California Institute of Technology
Fundarstjóri: Hannes Petersen, dósent við Læknadeild og yfirlæknir á LSH

16:00   Kaffi

16:15  Opnun Lífvísindaseturs Háskóla Íslands
             Ávarp: Guðmundur Þorgeirsson, forseti Læknadeildar
             Kynning á Lífvísindasetri HÍ: Eiríkur Steingrímsson, prófessor við Læknadeild
             Opnun Lífvísindaseturs HÍ: Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Fundarstjóri: Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs

16:45  Léttar veitingar
             Ávarp: Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor við Læknadeild

---- tilkynning endar ----


Safnið sem gleymdist, þjóðarhneisa

Náttúruminjasafn Íslands er ekki til, ekki sem aðgengilegt og fræðandi safn í anda Ameríska náttúruminjasafnsinsSmithsonian eða Náttúruminjasafnið í London (The national natural history museum).

Nýverið hélt Helgi Torfason, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands erindi um stöðu safnsins. Hún er heldur bagaleg, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu 24. nóvember 2011 (Safnið sem ráðamenn kusu að gleyma). Þar segir m.a.

Öll vestræn ríki, að Íslandi undanskildu, hafa komið upp veglegum náttúruminjasöfnum til varðveislu og sýningar náttúrugripa. Þangað sækja þúsundir manna, heimamenn og gestir, á hverju ári. Náttúruminjasafn Íslands er eitt þriggja höfuðsafna Íslands, en í rúm 120 ár hefur verið beðið eftir því að náttúruminjasafn fái hentuga aðstöðu.

Ástæðurnar eru þó nokkrar, m.a. skilningsleysi stjórnmálamanna og að því er virðist andstaða Náttúrufræðistofnunar. Helgi segir meðal annars í viðtali við Fréttablaðið:

Erfitt er að fá svar frá stjórnsýslunni. Þau eru nokkur bréfin sem ég hef sent á undanförnum árum til bæði mennta- og menningarmála- og umhverfisráðherra, en fæstum þeirra hefur verið svarað. Ég hef til dæmis sent bréf og óskað eftir því að sett verði á fót óháð nefnd sem færi yfir málefni safnsins og Náttúrufræðistofnunar og gerði tillögur um hvernig gripa- og safnamálum yrði háttað í framtíðinni og hvaða gripir fari til safnsins samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um safnið. Því hefur ekki svarað enn, frekar en öðrum.

...

Helgi segir að ekki sé aðeins unnið gegn safninu innan stjórnsýslunnar heldur sé það einnig gert af forsvarsmönnum Náttúrufræðistofnunar. "Þeir vilja þetta safn dautt og að sýningarnar verði deild hjá Náttúrufræðistofnun og þá í Urriðaholti. Aðilar sem ekki hafa neitt með safnið að gera hafa látið teikna um 500 fermetra sýningaraðstöðu þarna upp frá, sem mér finnst að vísu ekki sýna mikinn metnað. Þess utan er það mín skoðun að staðsetning fyrir sýningar og aðra starfsemi Náttúruminjasafnsins sé afleit í Urriðaholti," segir Helgi. Hann útskýrir að safna- og sýningarhúsnæði verði að vera aðgengilegt fyrir almenning, fjölskyldur, skóla og ferðamenn. "Aðrar þjóðir byggja þessi söfn nær undantekningarlaust miðsvæðis í höfuðborgum sínum. Forstjóri Náttúrufræðistofnunar hefur kynnt þá skoðun sína að það ætti að gera safnið að deild hjá stofnuninni, þetta kemur reyndar fram í Ársskýrslu Náttúrufræðistofnunar fyrir árið 2008."

Er það ekki dæmigert íslenskt að fálæti og valdatogstreita standi góðum verkum fyrir þrifum?

Aðalspurningin er samt hvernig er best að leggja málefninu lið?


Sérfræðingur í lífríki Mývatns

Árni Einarsson líffræðingur er forstöðumaður náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn . Hann hefur stundað rannsóknir á lífríki vatnsins um áratuga skeið og komið víða við. Við fjölluðum hér einu sinni um grein í Nature um líkön sem Árni, Arnþór...

Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands

Ein merkilegasta viðbót við starfsemi HÍ á undangengnum áratug eru hin fjölmörgu rannsóknasetur sem sett voru upp utan Reykjavíkur. Þau hýsa marga öfluga vísindamenn og stunda rannsóknir í nálægð við líffræðilega og efnahagslega mikilvæg svæði. Á morgun...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband