Leita í fréttum mbl.is

Safnið sem gleymdist, þjóðarhneisa

Náttúruminjasafn Íslands er ekki til, ekki sem aðgengilegt og fræðandi safn í anda Ameríska náttúruminjasafnsinsSmithsonian eða Náttúruminjasafnið í London (The national natural history museum).

Nýverið hélt Helgi Torfason, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands erindi um stöðu safnsins. Hún er heldur bagaleg, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu 24. nóvember 2011 (Safnið sem ráðamenn kusu að gleyma). Þar segir m.a.

Öll vestræn ríki, að Íslandi undanskildu, hafa komið upp veglegum náttúruminjasöfnum til varðveislu og sýningar náttúrugripa. Þangað sækja þúsundir manna, heimamenn og gestir, á hverju ári. Náttúruminjasafn Íslands er eitt þriggja höfuðsafna Íslands, en í rúm 120 ár hefur verið beðið eftir því að náttúruminjasafn fái hentuga aðstöðu.

Ástæðurnar eru þó nokkrar, m.a. skilningsleysi stjórnmálamanna og að því er virðist andstaða Náttúrufræðistofnunar. Helgi segir meðal annars í viðtali við Fréttablaðið:

Erfitt er að fá svar frá stjórnsýslunni. Þau eru nokkur bréfin sem ég hef sent á undanförnum árum til bæði mennta- og menningarmála- og umhverfisráðherra, en fæstum þeirra hefur verið svarað. Ég hef til dæmis sent bréf og óskað eftir því að sett verði á fót óháð nefnd sem færi yfir málefni safnsins og Náttúrufræðistofnunar og gerði tillögur um hvernig gripa- og safnamálum yrði háttað í framtíðinni og hvaða gripir fari til safnsins samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um safnið. Því hefur ekki svarað enn, frekar en öðrum.

...

Helgi segir að ekki sé aðeins unnið gegn safninu innan stjórnsýslunnar heldur sé það einnig gert af forsvarsmönnum Náttúrufræðistofnunar. "Þeir vilja þetta safn dautt og að sýningarnar verði deild hjá Náttúrufræðistofnun og þá í Urriðaholti. Aðilar sem ekki hafa neitt með safnið að gera hafa látið teikna um 500 fermetra sýningaraðstöðu þarna upp frá, sem mér finnst að vísu ekki sýna mikinn metnað. Þess utan er það mín skoðun að staðsetning fyrir sýningar og aðra starfsemi Náttúruminjasafnsins sé afleit í Urriðaholti," segir Helgi. Hann útskýrir að safna- og sýningarhúsnæði verði að vera aðgengilegt fyrir almenning, fjölskyldur, skóla og ferðamenn. "Aðrar þjóðir byggja þessi söfn nær undantekningarlaust miðsvæðis í höfuðborgum sínum. Forstjóri Náttúrufræðistofnunar hefur kynnt þá skoðun sína að það ætti að gera safnið að deild hjá stofnuninni, þetta kemur reyndar fram í Ársskýrslu Náttúrufræðistofnunar fyrir árið 2008."

Er það ekki dæmigert íslenskt að fálæti og valdatogstreita standi góðum verkum fyrir þrifum?

Aðalspurningin er samt hvernig er best að leggja málefninu lið?


Sérfræðingur í lífríki Mývatns

Árni Einarsson líffræðingur er forstöðumaður náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn. Hann hefur stundað rannsóknir á lífríki vatnsins um áratuga skeið og komið víða við.

Við fjölluðum hér einu sinni um grein í Nature um líkön sem Árni, Arnþór Garðarsson og Tony Ives byggðu til að lýsa stofnsveiflum mývargsins (Hamingjuóskir). Þar sagði m.a.

Árni, Arnþór og félagar hafa verið virkir í rannsóknum á þessu vistkerfi en grein þeirra í Nature vikunnar verður að teljast hápunkturinn á góðu verkefni. Í greininni njóta þeir aðstoðar erlendra líkanasmiða, sem sniðu reiknilíkön sem útskýra ágætlega sveiflur í mýstofninum á Mývatni. Anthony Ives smíðaði líkan á grunni reiknirita sem notuð eru til að fylgja eftir sveiflum á mörkuðum eða hreyfingum gervitungla, eins og lýst er í pistli í Nature. Vincent Jensen aðstoðar þá að túlka herlegheitin.

Megin niðurstaðan er sú að stofninn sveiflist milli tvennskonar ástanda. Annars vegar rótækar sveiflur í stærð, sem fólk kannast við, stundum er Mývatn nær ósýnilegt að sumarlagi, en önnur árin stendur það varla undir nafni. Hins vegar getur stofnstærðin stundum hangið stöðug um nokkura ára skeið. Líkanið sem þeir byggðu getur útskýrt hvorutveggja.

Það sem skiptir náttúrulega mestu er það að vistkerfi eru ekki stöðug, og að stundum geta þau hrunið, oft af veigalitlum orsökum. Það ætti að vera ástæða til þess að draga úr veigameira álagi á vistkerfi, sem eru okkur nauðsynleg lifibrauð. 

Nýverið varð Árni gestaprófessor við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, sem er mikil lyftistöng fyrir deildina. Okkur til happs hefur Árni reyndar alltaf haft annan fótinn í náttúrufræðahúsi HÍ, yfir vetrarmánuðina allavega, og lagt mikið af mörkum í vísindastarfi og kennslu.krus-300x208

Árni hefur sett saman ákaflega skemmtilega vefsíðu fyrir náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn og ekki sakar hversu glöggur ljósmyndari hann er. Myndin af krúsinni hér að ofan er fengin að láni af síðu stöðvarinnar.


Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands

Ein merkilegasta viðbót við starfsemi HÍ á undangengnum áratug eru hin fjölmörgu rannsóknasetur sem sett voru upp utan Reykjavíkur. Þau hýsa marga öfluga vísindamenn og stunda rannsóknir í nálægð við líffræðilega og efnahagslega mikilvæg svæði. Á morgun...

Heiðursverðlaun til líffræðinga

Á ráðstefnunni Líffræðirannsóknir á Íslandi sem haldin var 11. og 12. nóvember veitti Líffræðifélag Íslands tveimur íslenskum vísindamönnum heiðursverðlaun. Halldór Þormar fékk viðurkenningu fyrir farsælan feril og Bjarni K. Kristjánsson viðurkenningu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband