16.11.2011 | 13:48
Konungsríki refa og vellandi spóar
Tveir af framhaldsnemum í líffræði birtust í fjölmiðlum í þessari viku
Bæjarins besta ræddi fyrir helgi við Ester Rut Unnsteinsdóttir forstöðumann Melrakkaseturs og doktorsnema í líffræði. Hér birtast bútar úr viðtalinu.
Ester Rut Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Melrakkaseturs í Súðavík segir tófurnar á Hornströndum spila stórt hlutverk í starfsemi Melrakkaseturs. Hornstrandir eru algjört konungsríki refa og fugla, þá meina ég refa og fugla, ekki bara refa eins og sumir vilja halda fram. Þetta er mjög sérstakt svæði og ekki til mörg slík í heiminum þar sem náttúran fær algerlega að njóta sín og hafa sinn gang.
..
Í viðtalinu segir hún m.a. frá tilurð setursins og hvernig það bjargaði sögufrægu húsi var bjargað frá niðurníðslu. Melrakkasetrið opnaði fyrir tveimur árum og starfsemin eflist stöðugt. Hlutafélagið í kringum Melrakkasetrið var hins vegar stofnað í september 2007. Þetta er svokallað non-profit hlutafélag og það verður aldrei greiddur ágóði til eigenda heldur fer hann allur í uppbyggingu setursins. Uppleggið var rannsókna- og fræðasetur með sýningu og kaffihúsi. Það komu 42 hluthafar á fundinn og keyptu hlut og tóku þátt í að stofna fyrirtækið. Það þótti mér mjög vænt um þar sem ég er utanaðkomandi og sérfræðingur að sunnan og allt það. Það var mjög mikilvægt að fá þennan meðbyr frá heimamönnum, sveitarfélögunum í kring og fólki í ferðaþjónustu á svæðinu.
Borgný Katrínardóttir hefur stundað rannsóknir á líffræði spóans undanfarin ár. Í sjónvarpsþættinum fjarsjóður framtíðar var fjallað um rannsóknirnar:
Rannsóknir Borgnýjar snúast um vistfræði hálfgróinna áreyra en markmið þeirra er að meta mikilvægi slíks landsvæðis fyrir heimsstofn spóans. Helmingur allra spóa í heiminum verpir á Íslandi og hvergi þéttar en á hálfgrónum áreyrum, segir Borgný. Slík búsvæði eru víðáttumest hérna á Suðurlandi og finnast víða þar sem ár flæða öðru hverju yfir bakka sína og halda gróðurframvindu niðri. Borgný segir að hálfgróin svæði meðfram ám séu víða á undanhaldi, meðal annars vegna stýringar vatnsfalla, bráðnunar jökla og landnáms lúpínu.
14.11.2011 | 17:20
Hröð aðlögun að þunnu lofti
Þegar stofnar lenda í nýjum aðstæðum, t.d. flytjast af láglendi upp í hæstu fjallgarða, þá verða þeir fyrir nýjum vaþrýstingi. Arfgerðir sem áður voru hagstæðar eða amk hlutlausar geta reynst skaðlegar við nýjar aðstæður. Sú var raunin þegar forfeður Tíbeta fluttu inn, fyrir um 10.000 - 20.000 árum.
------
Rannsóknirnar sýna að á þeim 10-20.000 árum sem liðið hafa frá landnámi Tíbet hefur orðið hröð þróun á nokkrum lykil genum. Flest þessara gena tengjast myndun og starfsemi rauðra blóðkorna.
Tíbet er í rúmlega 3500 metra hæð yfir sjávarmáli og súrefni er þar af skornum skammti. Láglendisfólk á oft í miklu basli svo hátt yfir sjó, framleiða mjög mikið af hemóglóbíni og yfirmagn af rauðum blóðkornum, með tilheyrandi aukaverkunum. Dánartíðni barna af Han uppruna sem fæðat í Tíbet er 3 sinnum hærri en dánartíðni Tíbetskra barna. Tíbetbúar eru hins vegar með eðlilegan fjölda rauðra blóðkorna, en líða samt ekki súrefnisskort.
Þetta virkar mótsagnakennt, er ekki flutningsgeta blóðsins meiri ef fleiri eru rauðu blóðkornin? Ástæðan liggur líklega í því að of mikið af blóðkornum og hemóglóbíni leiðir til þykkara blóðs, sem getur aftrað flæði þess og þar með flutningi súrefnis til vefja.
Aldur landnáms í Tíbet og mynstur erfðabreytileikans í þeim genum sem sýna mestan mun á milli Tíbeta og Han fólksins sýna okkur líka hversu hröð þróun getur verið.
Ef til staðar er breytileiki, erfðaþættir sem hafa áhrif á breytileikan, mishröð æxlun einstaklinga og barátta fyrir lífinu, þá mun samsetning stofna breytast. Í sumum tilfellum getum við sett fram nákvæmar tilgátur um þá þætti, í umhverfi eða starfsemi lífverunnar, sem skiptu máli fyrir þróun viðkomandi stofns. Í öðrum tilfellum sjáum við bara merki um náttúrulegt val en vitum ekkert um þá líffræði sem máli skipti.
Það sem gerir rannsóknirnar á loftslagsaðlögun Tíbeta svona aðlaðandi er að líffræði blóðs og viðbragða við súrefniskorti er vel þekkt.
------
Ég veit ekki hvort fjallað verður um þróunarlegar breytingar á líffræði mannsins í þættinum maður og jörð sem sýndur verður í kvöld. Það gildir einu, því ég mun fylgjast með af athygli.
Fjöllin - Líf í þunnu lofti. mánudagur 14. nóv. 2011 kl. 20.00. Endursýnt: 20. nóv. 2011 kl. 13.55
Í þessum þætti er skoðað hvernig fólk fer að því að lifa hátt uppi í fjöllum þar sem náttúran gefur engin grið. Í Altai-fjöllum í Vestur-Mongólíu er nær ómögulegt að stunda dýraveiðar á opnum sléttunum svo að heimamenn hafa fengið gullerni í lið með sér. Í þverhníptum fjöllum Simien-fjalla í Eþíópíu á ungur drengur í harðvítugri baráttu við illskeytta apa sem ætla sér að ræna rýrri kornuppskerunni af fjölskyldu hans. Í Nepal í Himalajafjöllum, á þaki heimsins, verðum við vitni að sjaldséðri athöfn, himnaútför. Þar er enginn viður aflögu fyrir bálfarir og engin leið að grafa lík og þess vegna eru hinir látnu lagðir fyrir hrægammana.
Ítarefni:
Genes for High Altitudes Jay F. Storz Science 2 July 2010: Vol. 329. no. 5987, pp. 40 - 41 DOI: 10.1126/science.1192481Scientists Cite Fastest Case of Human Evolution Nicholas Wade New York Times
Ég fjallaði um þetta í eldri pistli Erfðir og þróun hæðar og lofts - þeim hluta var skeytt inn á milli punktalínanna.
14.11.2011 | 13:47
Býst alltaf við hinu besta
10.11.2011 | 01:51
Hin stjarnfræðilega smæð frumunar
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó